| Grétar Magnússon
TIL BAKA
Sigur á Arsenal
Frækinn 2-0 sigur vannst á Arsenal á Emirates vellinum í London þar sem varamenn Liverpool gerðu gæfumuninn.
Kenny Dalglish gerði tvær breytingar á liðinu sem hóf leikinn gegn Sunderland í fyrsta leik tímabilsins, inn komu þeir Dirk Kuyt og Martin Kelly í stað Luis Suarez og John Flanagan sem báðir voru á varamannabekknum. Martin Skrtel var einnig í leikmannahópnum eftir meiðsli.
Leikurinn byrjaði nokkuð rólega og á fyrstu mínútunum fékk Emmanuel Frimpong, miðjumaður Arsenal gult spjald fyrir að tefja Jordan Henderson í því að taka snöggt innkast þegar leikmenn Liverpool reyndu að sækja hratt fram. Leikmenn Arsenal misstu svo varnarmanninn Laurent Koscielny af velli er hann meiddist í baki, inná í hans stað kom ungur Spánverji, Miquel að nafni.
Skömmu síðar munaði litlu að Andy Carroll nýtti sér þessa breytingu í vörn heimamanna þegar hann skallaði sendingu frá Stewart Downing að marki en Wojciech Szczesny markvörður Arsenal varði boltann með tilþrifum í horn. Nokkrum mínútum síðar þurfti Szczesny aftur að vera vel vakandi er Jordan Henderson fékk frían skalla á miðjum vítateig eftir sendingu Dirk Kuyt en skallinn var nokkuð laus og Szczesny greip boltann auðveldlega.
Heimamenn fóru að ógna meira eftir þetta og Samir Nasri, sem var í byrjunarliðinu flestum að óvörum, lék uppað vítateig og skaut boltanum rétt framhjá markinu. Skömmu síðar gerði Frimpong slíkt hið sama og nú hitti skotið á markið en Pepe Reina varði vel.
Fátt markvert fleira gerðist í fyrri hálfleiknum, bæði lið voru ekki mjög ógnandi í sóknaraðgerðum sínum og því var staðan markalaus þegar Martin Atkinson flautaði til hálfleiks.
Í síðari hálfleik voru gestirnir sterkari, það hellirigndi á vellinum og fyrst um sinn voru liðin þó smá tíma að venjast bleytunni. Á 68. mínútu komust heimamenn næstum því yfir er Arshavin vann boltann, að því er virtist ólöglega, boltann af Martin Kelly inní vítateig. Hann sendi boltann fyrir markið á Robin Van Persie sem skaut að marki, skotið var ekki fast en af stuttu færi, Pepe Reina gerði því mjög vel er hann setti fótinn fyrir boltann sem skoppaði svo afturfyrir markið. Leikmenn Liverpool mótmæltu því að ekki hefði verið dæmt á Arshavin en sem betur fer reyndist þetta ekki dýrkeypt.
Tveimur mínútum síðar voru heimamenn svo orðnir einum manni færri er Frimpong fékk sitt annað gula spjald fyrir ljótt brot á Lucas inná miðjunni. Í raun hefði brotið verðskuldað beint rautt spjald og gat miðjumaðurinn ungi ekki mótmælt þessum dómi. Á sömu mínútu komu þeir Luis Suarez og Raul Meireles inná í stað Andy Carroll og Dirk Kuyt.
Á 78. mínútu kom svo fyrsta mark leiksins og má segja að það hafi verið heppnisstimpill yfir því fyrir gestina. Suarez og Meireles léku saman inní vítateiginn en Miquel varnarmaður heimamanna náði til boltans og reyndi að hreinsa hann frá marki, hann gerði ekki betur en svo að hann skaut boltanum í bringuna á Aron Ramsey og þaðan skoppaði boltinn inní markið. Sannarlega óheppilegt fyrir heimamenn og í endursýningu mátti sjá að Suarez var rangstæður þegar hann fékk sendingu frá Meireles en línuvörðurinn flaggaði ekki enda munaði aðeins hársbreidd þar.
Arsene Wenger reyndi að auka við sóknarleik sinna manna og setti Nicklas Bendtner inná. Það breytti þó litlu fyrir heimamenn því gestirnir réðu lögum og lofum það sem eftir var leiks. Á síðustu mínútu venjulegs leiktíma náðu svo leikmenn Liverpool góðu samspili upp völlinn sem endaði með því að Lucas sendi boltann á Meireles sem var hægra megin í vítateignum, hann sendi boltann rakleiðis inná miðjan teiginn, beint á Suarez sem þurfti ekki að gera neitt annað en að stýra boltanum inní autt markið.
Fjórum mínútum var bætt við og gestirnir hefðu kannski getað bætt við einu marki í viðbót en þeir voru ekkert að stressa sig á hlutunum og héldu boltanum vel síðustu mínúturnar. Sigrinum á Emirates var svo vel fagnað þegar Atkinson flautaði til leiksloka enda var þetta í fyrsta sinn sem Liverpool unnu sigur á Emirates vellinum og fyrsti sigurinn á Arsenal í London í 11 ár.
Arsenal: Szczesny, Sagna, Vermaelen, Koscielny (Miquel, 15. mín.), Jenkinson, Nasri, Walcott (Bendtner, 80. mín.), Ramsey, Arshavin (Lansbury, 71. mín.), Frimpong og Van Persie. Ónotaðir varamenn: Fabianski, Oxlade-Chamberlain, Miyaichi og Chamakh.
Gul spjöld: Henri Lansbury.
Rautt spjald: Emmanuel Frimpong.
Liverpool: Reina, Kelly, Carragher, Agger, Enrique, Henderson, Downing, Adam, Lucas, Carroll (Suarez, 71. mín.) og Kuyt (Meireles, 71. mín.). Ónotaðir varamenn: Doni, Skrtel, Flanagan, Maxi og Spearing.
Mörk Liverpool: Aron Ramsey (sjálfsmark 78. mín.) og Luis Suarez 90. mín.
Gul spjöld: Lucas Leiva og Andy Carroll.
Áhorfendur á Emirates Stadium: 60.090.
Maður leiksins: Innkoma þeirra Luis Suarez og Raul Meireles breytti leiknum en Jose Enrique var einn besti maður liðsins, hann hélt Theo Walcott algjörlega niðri á hægri kantinum og var öruggur í öllum sínum aðgerðum. Eftir margra ára bið má vonandi segja að vinstri bakvarðastaðan sé ekki lengur vandamál hjá félaginu.
Kenny Dalglish: ,,Það er ekki slæmt að geta sett svona varamenn eins og þá Suarez og Meireles inná. Við vorum virkilega ánægðir með vinnusemi Andy Carroll og Dirk Kuyt, en þegar þú ert með tvo svona gæðaleikmenn á bekknum þá væri það hreinlega rangt að gefa þeim ekki tækifæri. Mér fannst við eiga markið skilið. Þetta er ástæðan fyrir því að ég segi að við séum með betri hóp en í fyrra. Þetta er skýrt dæmi um styrkleika hópsins."
- Bæði lið gerðu jafntefli í fyrstu umferð deildarinnar.
- Liverpool hafði ekki unnið útisigur á Arsenal í ellefu ár!
- Síðast vann Liverpool leiktíðina 1999/2000.
- Titi Camara tryggði 0:1 sigur á Highbury.
- Liverpool hafði ekki unnið sigur á Arsenal í síðustu átta deildarleikjum liðanna.
- Luis Suarez hefur nú skorað í báðum deildarleikjum liðsins.
- Úrúgvæinn hefur nú leikið 15 leiki fyrir félagið í deildinni og skorað sex mörk.
- Jamie Carragher lék sinn 670. leik með Liverpool. Mörkin hans eru fimm.
- Lucas Leiva spilaði sinn 170. leik. Hann hefur skorað sex mörk.
Hér má sjá myndir úr leiknum á opinberri heimasíðu félagsins.
Hér er viðtal við Kenny Dalglish sem tekið var eftir leikinn.
Kenny Dalglish gerði tvær breytingar á liðinu sem hóf leikinn gegn Sunderland í fyrsta leik tímabilsins, inn komu þeir Dirk Kuyt og Martin Kelly í stað Luis Suarez og John Flanagan sem báðir voru á varamannabekknum. Martin Skrtel var einnig í leikmannahópnum eftir meiðsli.
Leikurinn byrjaði nokkuð rólega og á fyrstu mínútunum fékk Emmanuel Frimpong, miðjumaður Arsenal gult spjald fyrir að tefja Jordan Henderson í því að taka snöggt innkast þegar leikmenn Liverpool reyndu að sækja hratt fram. Leikmenn Arsenal misstu svo varnarmanninn Laurent Koscielny af velli er hann meiddist í baki, inná í hans stað kom ungur Spánverji, Miquel að nafni.
Skömmu síðar munaði litlu að Andy Carroll nýtti sér þessa breytingu í vörn heimamanna þegar hann skallaði sendingu frá Stewart Downing að marki en Wojciech Szczesny markvörður Arsenal varði boltann með tilþrifum í horn. Nokkrum mínútum síðar þurfti Szczesny aftur að vera vel vakandi er Jordan Henderson fékk frían skalla á miðjum vítateig eftir sendingu Dirk Kuyt en skallinn var nokkuð laus og Szczesny greip boltann auðveldlega.
Heimamenn fóru að ógna meira eftir þetta og Samir Nasri, sem var í byrjunarliðinu flestum að óvörum, lék uppað vítateig og skaut boltanum rétt framhjá markinu. Skömmu síðar gerði Frimpong slíkt hið sama og nú hitti skotið á markið en Pepe Reina varði vel.
Fátt markvert fleira gerðist í fyrri hálfleiknum, bæði lið voru ekki mjög ógnandi í sóknaraðgerðum sínum og því var staðan markalaus þegar Martin Atkinson flautaði til hálfleiks.
Í síðari hálfleik voru gestirnir sterkari, það hellirigndi á vellinum og fyrst um sinn voru liðin þó smá tíma að venjast bleytunni. Á 68. mínútu komust heimamenn næstum því yfir er Arshavin vann boltann, að því er virtist ólöglega, boltann af Martin Kelly inní vítateig. Hann sendi boltann fyrir markið á Robin Van Persie sem skaut að marki, skotið var ekki fast en af stuttu færi, Pepe Reina gerði því mjög vel er hann setti fótinn fyrir boltann sem skoppaði svo afturfyrir markið. Leikmenn Liverpool mótmæltu því að ekki hefði verið dæmt á Arshavin en sem betur fer reyndist þetta ekki dýrkeypt.
Tveimur mínútum síðar voru heimamenn svo orðnir einum manni færri er Frimpong fékk sitt annað gula spjald fyrir ljótt brot á Lucas inná miðjunni. Í raun hefði brotið verðskuldað beint rautt spjald og gat miðjumaðurinn ungi ekki mótmælt þessum dómi. Á sömu mínútu komu þeir Luis Suarez og Raul Meireles inná í stað Andy Carroll og Dirk Kuyt.
Á 78. mínútu kom svo fyrsta mark leiksins og má segja að það hafi verið heppnisstimpill yfir því fyrir gestina. Suarez og Meireles léku saman inní vítateiginn en Miquel varnarmaður heimamanna náði til boltans og reyndi að hreinsa hann frá marki, hann gerði ekki betur en svo að hann skaut boltanum í bringuna á Aron Ramsey og þaðan skoppaði boltinn inní markið. Sannarlega óheppilegt fyrir heimamenn og í endursýningu mátti sjá að Suarez var rangstæður þegar hann fékk sendingu frá Meireles en línuvörðurinn flaggaði ekki enda munaði aðeins hársbreidd þar.
Arsene Wenger reyndi að auka við sóknarleik sinna manna og setti Nicklas Bendtner inná. Það breytti þó litlu fyrir heimamenn því gestirnir réðu lögum og lofum það sem eftir var leiks. Á síðustu mínútu venjulegs leiktíma náðu svo leikmenn Liverpool góðu samspili upp völlinn sem endaði með því að Lucas sendi boltann á Meireles sem var hægra megin í vítateignum, hann sendi boltann rakleiðis inná miðjan teiginn, beint á Suarez sem þurfti ekki að gera neitt annað en að stýra boltanum inní autt markið.
Fjórum mínútum var bætt við og gestirnir hefðu kannski getað bætt við einu marki í viðbót en þeir voru ekkert að stressa sig á hlutunum og héldu boltanum vel síðustu mínúturnar. Sigrinum á Emirates var svo vel fagnað þegar Atkinson flautaði til leiksloka enda var þetta í fyrsta sinn sem Liverpool unnu sigur á Emirates vellinum og fyrsti sigurinn á Arsenal í London í 11 ár.
Arsenal: Szczesny, Sagna, Vermaelen, Koscielny (Miquel, 15. mín.), Jenkinson, Nasri, Walcott (Bendtner, 80. mín.), Ramsey, Arshavin (Lansbury, 71. mín.), Frimpong og Van Persie. Ónotaðir varamenn: Fabianski, Oxlade-Chamberlain, Miyaichi og Chamakh.
Gul spjöld: Henri Lansbury.
Rautt spjald: Emmanuel Frimpong.
Liverpool: Reina, Kelly, Carragher, Agger, Enrique, Henderson, Downing, Adam, Lucas, Carroll (Suarez, 71. mín.) og Kuyt (Meireles, 71. mín.). Ónotaðir varamenn: Doni, Skrtel, Flanagan, Maxi og Spearing.
Mörk Liverpool: Aron Ramsey (sjálfsmark 78. mín.) og Luis Suarez 90. mín.
Gul spjöld: Lucas Leiva og Andy Carroll.
Áhorfendur á Emirates Stadium: 60.090.
Maður leiksins: Innkoma þeirra Luis Suarez og Raul Meireles breytti leiknum en Jose Enrique var einn besti maður liðsins, hann hélt Theo Walcott algjörlega niðri á hægri kantinum og var öruggur í öllum sínum aðgerðum. Eftir margra ára bið má vonandi segja að vinstri bakvarðastaðan sé ekki lengur vandamál hjá félaginu.
Kenny Dalglish: ,,Það er ekki slæmt að geta sett svona varamenn eins og þá Suarez og Meireles inná. Við vorum virkilega ánægðir með vinnusemi Andy Carroll og Dirk Kuyt, en þegar þú ert með tvo svona gæðaleikmenn á bekknum þá væri það hreinlega rangt að gefa þeim ekki tækifæri. Mér fannst við eiga markið skilið. Þetta er ástæðan fyrir því að ég segi að við séum með betri hóp en í fyrra. Þetta er skýrt dæmi um styrkleika hópsins."
Fróðleikur:
- Bæði lið gerðu jafntefli í fyrstu umferð deildarinnar.
- Liverpool hafði ekki unnið útisigur á Arsenal í ellefu ár!
- Síðast vann Liverpool leiktíðina 1999/2000.
- Titi Camara tryggði 0:1 sigur á Highbury.
- Liverpool hafði ekki unnið sigur á Arsenal í síðustu átta deildarleikjum liðanna.
- Luis Suarez hefur nú skorað í báðum deildarleikjum liðsins.
- Úrúgvæinn hefur nú leikið 15 leiki fyrir félagið í deildinni og skorað sex mörk.
- Jamie Carragher lék sinn 670. leik með Liverpool. Mörkin hans eru fimm.
- Lucas Leiva spilaði sinn 170. leik. Hann hefur skorað sex mörk.
Hér má sjá myndir úr leiknum á opinberri heimasíðu félagsins.
Hér er viðtal við Kenny Dalglish sem tekið var eftir leikinn.
Nýlegar fréttir
-
| Heimir Eyvindarson
Ofurhetja í uppbótartíma -
| Heimir Eyvindarson
Nunez tryggði mikilvægan sigur á Brentford -
| Heimir Eyvindarson
Brentford-Liverpool -
| Sf. Gutt
Áfram með smjörið! -
| Sf. Gutt
Jafnglími! -
| Heimir Eyvindarson
Af hverju er okkur illa við Nottingham Forest? -
| Sf. Gutt
Fyrsta tapið! -
| Sf. Gutt
Darwin í banni -
| Sf. Gutt
Dregið í FA bikarnum -
| Sf. Gutt
Auðvelt áframhald!
Fréttageymslan