| Heimir Eyvindarson
TIL BAKA
Exeter engin hindrun
Liverpool sigraði C deildar lið Exeter nokkuð örugglega í Deildarbikarnum í kvöld. Lokatölur leiksins voru 1-3 fyrir okkar menn.
Það skyggði þó á gleðina að Raúl Meireles meiddist í leiknum, en hann varð að yfirgefa völlinn eftir 20 mínútna leik. Meireles meiddist á öxl og verður líklega frá í a.m.k. tvær vikur.
Kenny Dalglish gerði átta breytingar á liðinu frá því í leiknum gegn Arsenal um liðna helgi. Þrátt fyrir það er ekki hægt að segja annað en hann hafi mætt til leiks með nokkuð sterkt lið. Sterkara en margir áttu von á.
Charlie Adam, Jordan Henderson, Luis Suarez og Raúl Meireles voru allir í byrjunarliðinu, auk Martin Skrtel sem lék sinn fyrsta leik eftir langvinn meiðsl. Pepe Reina, sem bar fyrirliðabandið í kvöld, stóð milli stanganna, en margir áttu von á því að Doni fengi að spreyta sig í Deildarbikarnum eins og venja er með varamarkverði.
Þá voru Andy Carroll, Dirk Kuyt, Jamie Carragher og Stewart Downing allir til taks á bekknum, þannig að ljóst mátti vera að Kenny ætlaði ekki að láta C deildar liðið taka sig í bólinu í kvöld. Þótt Liverpool hafi sigrað örugglega í kvöld sýndi liðið engan stjörnuleik, en menn gerðu það sem þurfti til þess að tryggja félaginu áframhaldandi þátttöku í Deildarbikarnum, sem er jákvætt.
Liverpool fékk fyrsta færið á 3. mínútu þegar hornspyrna frá hægri rataði alla leið yfir á fjærstöng en þar náði Martin Skrtel ekki að stýra boltanum í markið og hann fór rétt framhjá. Tíu mínútum seinna fékk Charlie Adam boltann eftir horn en skot hans úr þröngu færi var varið. Fyrsta mark leiksins kom á 23. mínútu leiksins eftir hraða sókn. Það gerði besti maður leiksins, Luis Suarez, eftir góða fyrirgjöf Jordan Henderson sem Artur Krysiak markvörður Exeter missti yfir sig. Tveimur mínútum áður hafði Raul Meireles farið af velli. Andy Carroll kom inn á í hans stað.
Á 35. mínútu sendi Suarez eitraðan bolta fyrir markið frá hægri, en Maxi Rodriguez, sem stóð á markteig, náði ekki að koma löppunum í boltann. Undir lok hálfleiksins snerust hlutverk S-Ameríkananna við þegar Maxi sendi góða sendingu á Luis sem lyfti yfir markið úr ágætu færi. Staðan 0-1 fyrir okkar menn í hálfleik. Svo sem enginn glans yfir leik Liverpool, en margir ágætir sprettir. Sérstaklega var Suarez ógnandi og varnarmenn Exeter hafa sjálfsagt sjaldan mætt erfiðari andstæðingi.
Síðari hálfleikur hófst með látum þegar heimamenn fengu upplagt færi til þess að jafna metin strax á upphafsmínútunni. Daniel Nardiello slapp í gegn og kom boltanum yfir Jose Reina en náði hins vegar ekki að klára færið almennilega og Danny Wilson bægði hættunni auðveldlega frá.
Á 55. mínútu kom síðan annað mark Liverpool. Þar var Maxi Rodriguez á ferð eftir ágætan undirbúning Suarez og Henderson. Okkar menn komnir tveimur mörkum yfir og staðan orðin þægileg. Aðeins þremur mínútum síðar gerði Andy Carroll endanlega út um leikinn með góðu marki. Luis Suarez var enn og aftur arkitektinn þegar hann lék fram og renndi boltanum út á Andy sem kláraði færið með sóma með föstu skoti. Staðan orðin 0-3 okkar mönnum í vil.
Þegar hér var komið sögu áleit Kenny Dalglish greinilega að nú væri sigurinn í höfn því strax eftir markið tók hann besta mann vallarins, Suarez, af velli, enda ástæðulaust að ganga frekar á orkubirgðir hans. Stewart Downing kom inn á í hans stað. Hann átti færi á 70. mínútu en fast skot hans var varið.
Eftir að Suarez hvarf af velli fór bitið úr leik okkar manna, enda sigurinn klárlega í höfn. Á 80. mínútu náðu heimamenn að minnka muninn í 1-3, en þá skoraði Daniel Nardiello úr víti sem var dæmt á Skrtel fyrir klaufalegt brot innan teigs.
Lokamínútur leiksins voru síðan tíðindalitlar og niðurstaðan 1-3 fyrir Liverpool. Okkar menn komnir áfram í Deildarbikarnum.
Exeter City: Krysiak, Jones, Archibald-Henville, Duffy, Golbourne, Coles (Nicholls 76. mín.), Dunne, Noble, Shephard (McNish 65. mín.), Nardiello og Bauza (Keohane 26. mín.). Ónotaðir varamenn: Pidgeley, Bennett, Frear, og Logan.
Mark Exeter: Daniel Nardiello, víti, (80. mín.).
Liverpool: Reina, Flanagan, Robinson, Wilson, Skrtel, Adam (Shelvey 77. mín.), Henderson, Spearing, Meireles (Carroll 21. mín.) Rodriguez og Suarez (Downing 59. mín.). Ónotaðir varamenn: Doni, Carragher, Enrique og Kuyt.
Mörk Liverpool: Luis Suarez (23. mín.), Maxi Rodriguez (55. mín) og Andy Carroll (58. mín.).
Áhorfendur á St James Park: 8.290.
Maður leiksins: Luis Suarez. Það þarf ekkert að ræða það frekar.
Kenny Dalglish: ,,Ég er ánægðastur með hugarfar leikmanna í kvöld. Menn tóku leikinn alvarlega og geta þess vegna borið höfuðið hátt á eftir. Ef við hefðum komið til leiks með rangt hugarfar er allt eins víst að okkur hefði verið refsað. Við vildum ekki láta það gerast. Við gerðum margar breytingar á liðinu en við mættum með sterkt lið. Við sýndum keppninni og andstæðingum okkar virðingu. Við erum Liverpool FC og við viljum vinna alla leiki."
Það skyggði þó á gleðina að Raúl Meireles meiddist í leiknum, en hann varð að yfirgefa völlinn eftir 20 mínútna leik. Meireles meiddist á öxl og verður líklega frá í a.m.k. tvær vikur.
Kenny Dalglish gerði átta breytingar á liðinu frá því í leiknum gegn Arsenal um liðna helgi. Þrátt fyrir það er ekki hægt að segja annað en hann hafi mætt til leiks með nokkuð sterkt lið. Sterkara en margir áttu von á.
Charlie Adam, Jordan Henderson, Luis Suarez og Raúl Meireles voru allir í byrjunarliðinu, auk Martin Skrtel sem lék sinn fyrsta leik eftir langvinn meiðsl. Pepe Reina, sem bar fyrirliðabandið í kvöld, stóð milli stanganna, en margir áttu von á því að Doni fengi að spreyta sig í Deildarbikarnum eins og venja er með varamarkverði.
Þá voru Andy Carroll, Dirk Kuyt, Jamie Carragher og Stewart Downing allir til taks á bekknum, þannig að ljóst mátti vera að Kenny ætlaði ekki að láta C deildar liðið taka sig í bólinu í kvöld. Þótt Liverpool hafi sigrað örugglega í kvöld sýndi liðið engan stjörnuleik, en menn gerðu það sem þurfti til þess að tryggja félaginu áframhaldandi þátttöku í Deildarbikarnum, sem er jákvætt.
Liverpool fékk fyrsta færið á 3. mínútu þegar hornspyrna frá hægri rataði alla leið yfir á fjærstöng en þar náði Martin Skrtel ekki að stýra boltanum í markið og hann fór rétt framhjá. Tíu mínútum seinna fékk Charlie Adam boltann eftir horn en skot hans úr þröngu færi var varið. Fyrsta mark leiksins kom á 23. mínútu leiksins eftir hraða sókn. Það gerði besti maður leiksins, Luis Suarez, eftir góða fyrirgjöf Jordan Henderson sem Artur Krysiak markvörður Exeter missti yfir sig. Tveimur mínútum áður hafði Raul Meireles farið af velli. Andy Carroll kom inn á í hans stað.
Á 35. mínútu sendi Suarez eitraðan bolta fyrir markið frá hægri, en Maxi Rodriguez, sem stóð á markteig, náði ekki að koma löppunum í boltann. Undir lok hálfleiksins snerust hlutverk S-Ameríkananna við þegar Maxi sendi góða sendingu á Luis sem lyfti yfir markið úr ágætu færi. Staðan 0-1 fyrir okkar menn í hálfleik. Svo sem enginn glans yfir leik Liverpool, en margir ágætir sprettir. Sérstaklega var Suarez ógnandi og varnarmenn Exeter hafa sjálfsagt sjaldan mætt erfiðari andstæðingi.
Síðari hálfleikur hófst með látum þegar heimamenn fengu upplagt færi til þess að jafna metin strax á upphafsmínútunni. Daniel Nardiello slapp í gegn og kom boltanum yfir Jose Reina en náði hins vegar ekki að klára færið almennilega og Danny Wilson bægði hættunni auðveldlega frá.
Á 55. mínútu kom síðan annað mark Liverpool. Þar var Maxi Rodriguez á ferð eftir ágætan undirbúning Suarez og Henderson. Okkar menn komnir tveimur mörkum yfir og staðan orðin þægileg. Aðeins þremur mínútum síðar gerði Andy Carroll endanlega út um leikinn með góðu marki. Luis Suarez var enn og aftur arkitektinn þegar hann lék fram og renndi boltanum út á Andy sem kláraði færið með sóma með föstu skoti. Staðan orðin 0-3 okkar mönnum í vil.
Þegar hér var komið sögu áleit Kenny Dalglish greinilega að nú væri sigurinn í höfn því strax eftir markið tók hann besta mann vallarins, Suarez, af velli, enda ástæðulaust að ganga frekar á orkubirgðir hans. Stewart Downing kom inn á í hans stað. Hann átti færi á 70. mínútu en fast skot hans var varið.
Eftir að Suarez hvarf af velli fór bitið úr leik okkar manna, enda sigurinn klárlega í höfn. Á 80. mínútu náðu heimamenn að minnka muninn í 1-3, en þá skoraði Daniel Nardiello úr víti sem var dæmt á Skrtel fyrir klaufalegt brot innan teigs.
Lokamínútur leiksins voru síðan tíðindalitlar og niðurstaðan 1-3 fyrir Liverpool. Okkar menn komnir áfram í Deildarbikarnum.
Exeter City: Krysiak, Jones, Archibald-Henville, Duffy, Golbourne, Coles (Nicholls 76. mín.), Dunne, Noble, Shephard (McNish 65. mín.), Nardiello og Bauza (Keohane 26. mín.). Ónotaðir varamenn: Pidgeley, Bennett, Frear, og Logan.
Mark Exeter: Daniel Nardiello, víti, (80. mín.).
Liverpool: Reina, Flanagan, Robinson, Wilson, Skrtel, Adam (Shelvey 77. mín.), Henderson, Spearing, Meireles (Carroll 21. mín.) Rodriguez og Suarez (Downing 59. mín.). Ónotaðir varamenn: Doni, Carragher, Enrique og Kuyt.
Mörk Liverpool: Luis Suarez (23. mín.), Maxi Rodriguez (55. mín) og Andy Carroll (58. mín.).
Áhorfendur á St James Park: 8.290.
Maður leiksins: Luis Suarez. Það þarf ekkert að ræða það frekar.
Kenny Dalglish: ,,Ég er ánægðastur með hugarfar leikmanna í kvöld. Menn tóku leikinn alvarlega og geta þess vegna borið höfuðið hátt á eftir. Ef við hefðum komið til leiks með rangt hugarfar er allt eins víst að okkur hefði verið refsað. Við vildum ekki láta það gerast. Við gerðum margar breytingar á liðinu en við mættum með sterkt lið. Við sýndum keppninni og andstæðingum okkar virðingu. Við erum Liverpool FC og við viljum vinna alla leiki."
Fróðleikur:
- Þetta var 200. sigur Kenny Dalglish sem framkvæmdastjóri Liverpool.
- Síðast þegar Liverpool mætti Exeter var Kenny Dalglish meðal markaskorara liðsins.
- Það var árið 1981, en þá mættust Exeter og Liverpool í tveimur leikjum í Deildarbikarnum. Liverpool vann samtals 11-0! Kenny skoraði í báðum leikjunum.
- Það veit á gott að slá Exeter út úr Deildarbikarnum. Síðast þegar það gerðist, 1981, stóð Liverpool uppi sem Deildarbikarmeistari að vori.
- Leikurinn í kvöld var einungis annar Deildabikarleikur Jose Reina.
- Jose var fyrirliði Liverpool.
- Luis Suarez hefur nú skorað í þremur fyrstu leikjum Liverpool á leiktíðinni.
- Mark Maxi Rodriguez var fyrsta mark hans á leiktíðinni og tólfta fyrir Liverpool í öllum keppnum.
- Mark Andy Carroll var fyrsta mark framherjans í alvöru leik á þessari leiktíð.
Hér má sjá myndir úr leiknum af opinberri heimasíðu Liverpool.
Hér má lesa viðtalið við Kenny Dalglish í heild sinni.
- Síðast þegar Liverpool mætti Exeter var Kenny Dalglish meðal markaskorara liðsins.
- Það var árið 1981, en þá mættust Exeter og Liverpool í tveimur leikjum í Deildarbikarnum. Liverpool vann samtals 11-0! Kenny skoraði í báðum leikjunum.
- Það veit á gott að slá Exeter út úr Deildarbikarnum. Síðast þegar það gerðist, 1981, stóð Liverpool uppi sem Deildarbikarmeistari að vori.
- Leikurinn í kvöld var einungis annar Deildabikarleikur Jose Reina.
- Jose var fyrirliði Liverpool.
- Luis Suarez hefur nú skorað í þremur fyrstu leikjum Liverpool á leiktíðinni.
- Mark Maxi Rodriguez var fyrsta mark hans á leiktíðinni og tólfta fyrir Liverpool í öllum keppnum.
- Mark Andy Carroll var fyrsta mark framherjans í alvöru leik á þessari leiktíð.
Hér má sjá myndir úr leiknum af opinberri heimasíðu Liverpool.
Hér má lesa viðtalið við Kenny Dalglish í heild sinni.
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Hlýrra uppi í stúku! -
| Sf. Gutt
Dregið í Deildarbikarnum -
| Sf. Gutt
Áfram í Deildarbikarnum -
| Mummi
Miðasala á Liverpool – Ipswich og Liverpool – West Ham -
| Mummi
Seinkun á jólagjöf -
| Sf. Gutt
Af samningamálum Trent Alexander-Arnold -
| Sf. Gutt
Jafntefli manni færri! -
| Sf. Gutt
Enn nær Mohamed Salah merkum áfanga! -
| Sf. Gutt
Sögulegur sigur! -
| Sf. Gutt
Sigur á Spáni
Fréttageymslan