Mark spáir í spilin
Núna hefur liðshópur Liverpool verið styrktur til mikilla muna en það sama er ekki hægt að segja um Everton. Styrking Liverpool þýðir að væntingar eru gerðar til þess að liðið verði meðal efstu liða. Á hinn bóginn reikna margir með því að Everton muni berjast í bökkum. En það skiptir engu hvaða menn eru til taks og hversu góðir þeir eru. Þegar inn á völlinn kemur verða allir, í liðunum, tilbúnir til að berjast fram í rauðan dauðann!
Everton v Liverpool
Gul og rauð spjöld hafa haft mikil áhrif á Merseyside rimmurnar á síðustu árum. Dómarinn hefur sem sagt mikið að segja. Ég á ekki von á sérstaklega góðum leik að þessu sinni. Everton fékk gagnrýni eftir síðasta leik því liðið spilaði stífan varnarleik á móti Manchester City. Þeir hafa ekki sóknarmann um þessar mundir og því sé ég ekkert að því að reyna að hafa hemil á liði eins og City. Þetta virkaði að minnsta kosti í klukkutíma. Munurinn á liðunum í síðustu viku var sá að Manchester City gat breytt liðinu sínu með öflugum varamönnum en það getur Everton ekki.
Liverpool vann í síðustu viku eftir tvö töp en þessi grannaslagur kemur frekar snemma á leiktíðinni. Bæði lið eiga eftir að finna rétta taktinn og nýir menn eiga eftir að finna sig. Ég held að báðir framkvæmdastjórarnir myndu sætta sig við jafntefli ef það væri í boði.
Spá: 1:1.
Til minnis!
- Þetta verður 185. deildarleikur Liverpool og Everton.
- Liverpool hefur unnið 70 en Everton 57.
- Liverpool vann síðasta deildarleik eftir tvö töp í röð.
- Þeir Jose Reina og Luis Suarez hafa einir leikið í öllum leikjum Liverpool hingað til á leiktíðinni.
- Andy Carroll hefur aðeins skorað í einum af síðustu ellefu deildarleikjum.
- Bæði Dirk Kuyt og Tim Cahill hafa skorað fimm mörk í grannarimmum.
- Kenny Dalglish mætir aftur á Goodison Park þar sem hann stýrði Liverpool í síðasta sinn í febrúar 1991. Leiknum, sem var í F.A. bikarnum, lauk 4:4.
- Kenny lék í 24 leikjum gegn Everton og hefur stjórnað liðinu í 21.
Hér má sjá leikmenn Liverpool undirbúa sig fyrir leikinn í dag.
Hér má sjá Kenny Dalglish ræða um leikinn á blaðamannafundi.
Hér eru myndir úr fyrri rimmum liðanna.
Síðast!
Forráðamenn Liverpool voru kátir fyrir leik enda losnaði félagið undan eignarhaldi þeirra George Gillett og Tim Hicks tveimur dögum áður. Það gekk þó langt frá því nógu vel inni á vellinum. Everton vann 2:0 og Liverpool var rétt við fall eftir leikinn. Roy Hodgson sagði eftir leik að þetta hefði verið með því betra sem liðið hefði sýnt á leiktíðinni. Stuðningsmenn Liverpool eða aðrir viðstaddir sáu ekki þá góðu takta.
-
| Sf. Gutt
Alisson farinn að æfa -
| Sf. Gutt
Landsleikjafréttir -
| Sf. Gutt
Harvey farinn að æfa -
| Sf. Gutt
Ungliðar lánaðir -
| Sf. Gutt
Virgil fékk frí -
| Sf. Gutt
Landsleikjafréttir -
| Sf. Gutt
Georginio Wijnaldum fer víða -
| Sf. Gutt
Tveir uppaldir í enska landsliðinu -
| Sf. Gutt
Trent meiddur -
| Sf. Gutt
Heilsteypt lið!