| Heimir Eyvindarson
TIL BAKA
Ætlum að sýna að við erum betri en í fyrra
Jamie Carragher vonar að Liverpool sýni Everton í verki í dag að liðið sé sterkara en á sama tíma í fyrra, þegar okkar menn töpuðu 2-0 á Goodison.
Liverpool tapaði 2-0 á Goodison í október í fyrra, undir stjórn Roy Hodgson. Það var fyrsti leikur liðsins eftir að Fenway Sports Group keypti félagið.
,,Við vorum hrikalega lélegir þennan dag og áttum skilið að tapa", segir Jamie Carragher í viðtali við Liverpool Echo.
,,Þeir settu á okkur mikla pressu strax frá fyrstu mínútu og spiluðu mjög vel. Við vorum ekkert minna með boltann í leiknum, en það var bara ekkert að gerast í okkar leik. Við vorum í bullandi vandræðum allan tímann. Þessi viðureign var lýsandi fyrir ástandið á liðinu og félaginu á þessum tíma."
,,Það hefur mikið breyst á þessu tæpa ári sem liðð er frá síðustu viðureign á Goodison. Vonandi tekst okkur að sýna Everton í dag að við séum betra lið en þá."
,,Við verðum að byrja vel. Það getur skipt öllu máli að skora mark snemma. Við sáum það á Goodison í fyrra. Þeir skoruðu snemma og hleyptu okkur aldrei inn í leikinn. Við verðum að vera klárir í slaginn frá fyrstu mínútu. Við fengum nú að súpa seyðið af því gegn Tottenham um daginn að mæta ekki alveg klárir í leikinn. Við vitum að Everton mun sækja á okkur af fullri hörku. Við verðum að vera tilbúnir að takast á við það."
Viðureignir Liverpool og Everton hafa alltaf verið þrungnar miklum tilfinningum, enda mikið í húfi. Þessir leikir snúast ekki bara um 3 stig, heldur einnig stolt, heiður og leyfi til að monta sig á götum Liverpool. Þessi sérstaða gerir það að verkum að spennustig leikmanna er yfirleitt mjög hátt og oft færist heldur meiri harka í leikina en æskilegt er. Alls hafa 19 leikmenn fengið að líta rauða spjaldið í 38 leikjum liðanna síðan Úrvalsdeildin var stofnuð. Þar af hafa 10 fengið að fjúka út af í síðustu 13 leikjum!
,,Fótboltinn er auðvitað þannig að það gengur ekki að fara út á völlinn bara til þess að sparka í fólk. Það hefur oft verið sagt að þegar Liverpool og Everton eigist við sé nóg að henda boltanum inn á eftir svona 20 mínútur. Þá séu menn búnir að fá nóg af því að sparka hver í annan! En það gengur ekki. Maður vill spila með hjartanu, en það er mikilvægara að spila með hausnum."
,,Ef maður er of spenntur og gíraður fyrir leikinn þá geta gulu og rauðu spjöldin farið að fara á loft og það er víst nógu erfitt að spila 11 gegn Everton. Hvað þá manni færri. Vonandi tekst okkur að finna rétta spennustigið og berjast til síðasta manns án þess að allt fari úr böndunum. Ég veit allavega að hver einasti leikmaður gerir sér fulla grein fyrir því hve mikla þýðingu leikurinn hefur fyrir stuðningsmennina. Við munum gefa allt í leikinn í dag."
Liverpool tapaði 2-0 á Goodison í október í fyrra, undir stjórn Roy Hodgson. Það var fyrsti leikur liðsins eftir að Fenway Sports Group keypti félagið.
,,Við vorum hrikalega lélegir þennan dag og áttum skilið að tapa", segir Jamie Carragher í viðtali við Liverpool Echo.
,,Þeir settu á okkur mikla pressu strax frá fyrstu mínútu og spiluðu mjög vel. Við vorum ekkert minna með boltann í leiknum, en það var bara ekkert að gerast í okkar leik. Við vorum í bullandi vandræðum allan tímann. Þessi viðureign var lýsandi fyrir ástandið á liðinu og félaginu á þessum tíma."
,,Það hefur mikið breyst á þessu tæpa ári sem liðð er frá síðustu viðureign á Goodison. Vonandi tekst okkur að sýna Everton í dag að við séum betra lið en þá."
,,Við verðum að byrja vel. Það getur skipt öllu máli að skora mark snemma. Við sáum það á Goodison í fyrra. Þeir skoruðu snemma og hleyptu okkur aldrei inn í leikinn. Við verðum að vera klárir í slaginn frá fyrstu mínútu. Við fengum nú að súpa seyðið af því gegn Tottenham um daginn að mæta ekki alveg klárir í leikinn. Við vitum að Everton mun sækja á okkur af fullri hörku. Við verðum að vera tilbúnir að takast á við það."
Viðureignir Liverpool og Everton hafa alltaf verið þrungnar miklum tilfinningum, enda mikið í húfi. Þessir leikir snúast ekki bara um 3 stig, heldur einnig stolt, heiður og leyfi til að monta sig á götum Liverpool. Þessi sérstaða gerir það að verkum að spennustig leikmanna er yfirleitt mjög hátt og oft færist heldur meiri harka í leikina en æskilegt er. Alls hafa 19 leikmenn fengið að líta rauða spjaldið í 38 leikjum liðanna síðan Úrvalsdeildin var stofnuð. Þar af hafa 10 fengið að fjúka út af í síðustu 13 leikjum!
,,Fótboltinn er auðvitað þannig að það gengur ekki að fara út á völlinn bara til þess að sparka í fólk. Það hefur oft verið sagt að þegar Liverpool og Everton eigist við sé nóg að henda boltanum inn á eftir svona 20 mínútur. Þá séu menn búnir að fá nóg af því að sparka hver í annan! En það gengur ekki. Maður vill spila með hjartanu, en það er mikilvægara að spila með hausnum."
,,Ef maður er of spenntur og gíraður fyrir leikinn þá geta gulu og rauðu spjöldin farið að fara á loft og það er víst nógu erfitt að spila 11 gegn Everton. Hvað þá manni færri. Vonandi tekst okkur að finna rétta spennustigið og berjast til síðasta manns án þess að allt fari úr böndunum. Ég veit allavega að hver einasti leikmaður gerir sér fulla grein fyrir því hve mikla þýðingu leikurinn hefur fyrir stuðningsmennina. Við munum gefa allt í leikinn í dag."
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Hlýrra uppi í stúku! -
| Sf. Gutt
Dregið í Deildarbikarnum -
| Sf. Gutt
Áfram í Deildarbikarnum -
| Mummi
Miðasala á Liverpool – Ipswich og Liverpool – West Ham -
| Mummi
Seinkun á jólagjöf -
| Sf. Gutt
Af samningamálum Trent Alexander-Arnold -
| Sf. Gutt
Jafntefli manni færri! -
| Sf. Gutt
Enn nær Mohamed Salah merkum áfanga! -
| Sf. Gutt
Sögulegur sigur! -
| Sf. Gutt
Sigur á Spáni
Fréttageymslan