| Sf. Gutt
TIL BAKA
Sætur sigur Rauðliða á Bláliðum!
Liverpool nýtti sér liðsmuninn út í ystu æsar og vann góðan 0:2 sigur á Everton á Goodison Park. Liverpool hafði mann yfir frá því um miðjan fyrri hálfleik og það hjálpaði mikið til við að vinna sætan sigur.
Það var ekki bara heitt í veðri, en 30 stiga methiti í október mældist á Bretlandi, þegar Liverpool og Everton leiddu saman hesta sína á Goodison um hádegisbilið. Kenny Dalglish mætti í fyrsta sinn á leikvanginn þar sem fyrri valdatíð hans sem framkvæmdastjóri Liverpool lauk fyrir tveimur áratugum. Hann lét fimm leikmenn, sem ekki höfðu áður leikið í grannaslag, hefja leikinn.
Leikurinn hófst af krafti, í tuttugu stiga hita, og ekkert þurfti að koma á óvart við það enda þeir Rauðu og Bláu að eigast við. Á 9. mínútu kom fyrsta færi leiksins. Dirk Kuyt náði boltanum eftir að varnarmanni mistókst að hreinsa. Hann kom boltanum fyrir markið frá vinstri og hitti beint á höfuðið á Luis Suarez en skalli hans úr góðu færi var laus og fór beint á Tim Howard.
Bláliðar ruku fram völlinn og Seamus Coleman sendi frábæra sendingu inn á vítateiginn á Tim Cahill sem náði góðum skalla en Jose Reina var vel á verði og sló boltann yfir með tilþrifum. Önnur hornspyrna fylgdi og eftir hana fékk Sylvain Distin boltann í vítateignum, sneri tvo varnarmenn af sér en skot hans fór yfir.
Eftir þetta var fátt tíðinda fram á 23. mínútu en þá sópaði Jack Rodwell Luis Suarez niður á miðjum vellinum. Dómarinn sem var rétt hjá rak Jack umsvifalaust af velli og þar með var ekki lengur jafnt í liðum. Bláliðar voru æfir og höfðu að þessu sinni ýmislegt til síns máls. Jack lenti að vísu harkalega á Luis en hann snerti boltann fyrst og gult spjald hefði verið nær lagi en Rauðliðum var slétt sama!
Leikmenn Everton hertu sig eftir að fækkaði í liði þeirra og héldu sínu þar til mínútu fyrir leikhlé. Phil Jagielka braut þá klaufalega á Luis við vinstra vítateigshornið þegar engin hætta var á ferðum. Dómarinn dæmdi víti og hafði rétt fyrir sér að þessu sinni! Hinn öruggi Dirk Kuyt tók vítaspyrnuna en Tim sá við honum og varði vel með því að henda sér neðst í vinstra hornið. Dirk skoraði úr tveimur vítum neðst í sama hornið á þessum velli fyrir nokkrum árum en nú sá Tim við honum. Þetta var fyrsta vítið sem Dirk misnotaði fyrir Liverpool og það á versta tíma.
Ekki var allt búið enn í þessum hálfleik þótt lítið væri eftir af honum. Charlie Adam fékk boltann rétt utan vítateigs og þrumaði honum í þverslá. Fallegt skot hjá Skotanum og hann var óheppinn í þetta sinnið því Tim hefði aldrei átt möguleika. Það var því markalaust þegar leikhléið kom en margt var hægt að ræða í stúkunum.
Liverpool hóf síðari hálfleikinn vel og það var greinilegt að það átti að reyna að færa sér liðsmuninn í nyt. Á 53. mínútu fékk Liverpool horn frá hægri. Charlie tók það og hitti á Andy Carroll en Sylvian bjargaði rétt við markið. Rétt á eftir ógnaði Andy aftur með skalla en nú eftir horn frá vinstri. Boltinn fór í varnarmann á leiðinni að markinu og Tim sló hann svo frá. Bláliðar voru ekki af baki dottnir og á 60. mínútu var Luis Saha ekki fjarri lagi þegar hann fékk frið til að skjóta utan vítateigs en boltinn fór rétt framhjá.
Á 67. mínútu sendi Kenny þá Steven Gerrard og Craig Bellamy til leiks og fjórum mínútum seinna komst Liverpool yfir. Craig sendi þá góða sendingu fram vinstri kantinn á Jose Enrique. Spánverjinn lék upp að endamörkum og sendi fyrir markið. Boltinn stefndi á Dirk en hann beygði sig og lét boltann fara. Hann rataði á Andy Carroll og sá stóri stýrði honum neðst í hægra hornið. Nú kom Tim engum vörnum við og Liverpool var komið yfir og það kætti fylgismenn þeirra heldur betur! Ekki var kæti Andy minni en honum hefur ekki gengið vel að skora það sem af er leiktíðarinnar.
Eftir þetta má segja að Liverpool hafi haft öll ráð Everton í sínum höndum. Everton barðist auðvitað vel en Liverpool réði gangi mála og lék af yfirvegun og þá sérstaklega miðjumennirnir sem héldu boltanum vel. Á 81. mínútu réðust úrslitin svo endanlega. Luis Suarez braust inn í vítateiginn hægra megin. Þeir Sylvian Distin og Leighton Baines þrengdu að honum og hættan virtist liðin hjá. En Sylvian, þegar hann ætlaði að hreinsa, sparkaði boltanum í magann á Luis sem var allt í einu kominn í dauðafæri. Hann lét það ekki fara framhjá sér og renndi boltanum örugglega í markið. Hroðaleg mistök hjá Everton en Rauðliðar fögnuðu vel og sáu fram á sigur.
Eftir þetta hefði Liverpool getað bætt við mörkum. Mínútu fyrir leikslok tók Craig horn frá hægri. Hann kom boltanum á Steven sem náði skoti rétt utan vítateigs. Boltinn fór í mótherja og af honum rétt framhjá. Drenthe, varamaður Everton, ógnaði hinu megin en skot hans fór beint á Jose. Dirk var svo nærri því að bæta fyrir vítaspyrnumissinn þegar komið var fram yfir venjulegan leiktíma. Luis var þá snöggur til að taka horn. Hann sendi á Dirk sem fékk boltann við endamörkin og náði að pikka honum framhjá Tim en boltinn fór í stöngina og út í teiginn.
Rauðliðar fögnuðu hressilega í hitanum þegar hinn umdeildi dómari flautaði til leiksloka. Ákvörðun hans í fyrri hálfleik hafði mikið að segja en leikmenn Liverpool unnu fyrir sínu og uppskáru sætan sigur. Það er jú fátt jafn hressandi og að leggja Everton að velli!
Everton: Howard, Hibbert (Vellios 78. mín.), Jagielka, Distin, Baines, Coleman (Drenthe 59. mín.), Fellaini, Rodwell, Osman (Neville 69. mín.), Cahill og Saha. Ónotaðir varamenn: Mucha, Bilyaletdinov, Stracqualursi og Barkley.
Rautt spjald: Jack Rodwell.
Gult spjald: Tim Cahill.
Liverpool: Reina, Kelly, Carragher, Skrtel, Enrique, Kuyt, Leiva (Henderson 88. mín.), Adam (Gerrard 67. mín.), Downing (Bellamy 67. mín.), Suarez og Carroll. Ónotaðir varamenn: Doni, Flanagan, Coates og Spearing.
Mörk Liverpool: Andy Carroll (71. mín.) og Luis Suarez (81. mín.).
Gult spjald: Lucas Leiva.
Áhorfendur á Goodison Park: 39.510.
Maður leiksins: Lucas Leiva. Brasilíumaðurinn var sem fyrr duglegur og yfirvegaður á miðjunni. Kannski voru einhverjir betri en hann lék hann sérlega vel og skilaði lykilhlutverki eins og svo oft áður.
Kenny Dalglish: Það er stundum erfitt að leika að móti tíu mönnum. Sú varð raunin og maður vissi alveg að Everton myndi leggja allt í sölurnar til að halda núll núll eða þá reyna að vinna. Þetta var aldrei auðvelt fyrir okkur en mér finnst leikmennirnir eiga hrós skilið fyrir hvernig þeir stóðu sig.
Fróðleikur
- Þetta var 216. leikur Liverpool og Everton í öllum keppnum. Liverpool hefur unnið 84 en Everton 66.
- Þetta var 71. sigur Liverpool í 185. deildarleikjum liðanna. Everton hefur unnið 57 leiki.
- Andy Carroll skoraði annað mark sitt á sparktíðinni.
- Luis Suarez skoraði fimmta mark sitt á leiktíðinni.
- Bæði Andy og Luis komust í flokk þeirra sem hafa skorað í sínum fyrsta Merseybakka slag.
- Dirk Kuyt mistnotaði sitt fyrsta víti fyrir Liverpool.
- Hann hafði þrívegis skorað úr vítum gegn Everton og samtals fimm mörk gegn þeim Bláu.
- Þetta var aðeins annað tap Everton á heimavelli frá því í nóvember.
- Ellefu leikmenn hafa verið reknir af velli í síðustu fjórtán rimmum Liverpool liðanna.
- Þetta var 150. deildarsigurinn sem Kenny Dalglish vinnur á framkvæmdastjóraferli sínum.
Hér eru myndir úr leiknum af Liverpoolfc.tv.
Hér eru myndir úr leiknum af vefsíðu BBC.
Hér er viðtal við Kenny Dalglish sem tekið var eftir leikinn.
Hér er viðtal við Andy Carroll sem tekið var eftir leikinn.
Það var ekki bara heitt í veðri, en 30 stiga methiti í október mældist á Bretlandi, þegar Liverpool og Everton leiddu saman hesta sína á Goodison um hádegisbilið. Kenny Dalglish mætti í fyrsta sinn á leikvanginn þar sem fyrri valdatíð hans sem framkvæmdastjóri Liverpool lauk fyrir tveimur áratugum. Hann lét fimm leikmenn, sem ekki höfðu áður leikið í grannaslag, hefja leikinn.
Leikurinn hófst af krafti, í tuttugu stiga hita, og ekkert þurfti að koma á óvart við það enda þeir Rauðu og Bláu að eigast við. Á 9. mínútu kom fyrsta færi leiksins. Dirk Kuyt náði boltanum eftir að varnarmanni mistókst að hreinsa. Hann kom boltanum fyrir markið frá vinstri og hitti beint á höfuðið á Luis Suarez en skalli hans úr góðu færi var laus og fór beint á Tim Howard.
Bláliðar ruku fram völlinn og Seamus Coleman sendi frábæra sendingu inn á vítateiginn á Tim Cahill sem náði góðum skalla en Jose Reina var vel á verði og sló boltann yfir með tilþrifum. Önnur hornspyrna fylgdi og eftir hana fékk Sylvain Distin boltann í vítateignum, sneri tvo varnarmenn af sér en skot hans fór yfir.
Eftir þetta var fátt tíðinda fram á 23. mínútu en þá sópaði Jack Rodwell Luis Suarez niður á miðjum vellinum. Dómarinn sem var rétt hjá rak Jack umsvifalaust af velli og þar með var ekki lengur jafnt í liðum. Bláliðar voru æfir og höfðu að þessu sinni ýmislegt til síns máls. Jack lenti að vísu harkalega á Luis en hann snerti boltann fyrst og gult spjald hefði verið nær lagi en Rauðliðum var slétt sama!
Leikmenn Everton hertu sig eftir að fækkaði í liði þeirra og héldu sínu þar til mínútu fyrir leikhlé. Phil Jagielka braut þá klaufalega á Luis við vinstra vítateigshornið þegar engin hætta var á ferðum. Dómarinn dæmdi víti og hafði rétt fyrir sér að þessu sinni! Hinn öruggi Dirk Kuyt tók vítaspyrnuna en Tim sá við honum og varði vel með því að henda sér neðst í vinstra hornið. Dirk skoraði úr tveimur vítum neðst í sama hornið á þessum velli fyrir nokkrum árum en nú sá Tim við honum. Þetta var fyrsta vítið sem Dirk misnotaði fyrir Liverpool og það á versta tíma.
Ekki var allt búið enn í þessum hálfleik þótt lítið væri eftir af honum. Charlie Adam fékk boltann rétt utan vítateigs og þrumaði honum í þverslá. Fallegt skot hjá Skotanum og hann var óheppinn í þetta sinnið því Tim hefði aldrei átt möguleika. Það var því markalaust þegar leikhléið kom en margt var hægt að ræða í stúkunum.
Liverpool hóf síðari hálfleikinn vel og það var greinilegt að það átti að reyna að færa sér liðsmuninn í nyt. Á 53. mínútu fékk Liverpool horn frá hægri. Charlie tók það og hitti á Andy Carroll en Sylvian bjargaði rétt við markið. Rétt á eftir ógnaði Andy aftur með skalla en nú eftir horn frá vinstri. Boltinn fór í varnarmann á leiðinni að markinu og Tim sló hann svo frá. Bláliðar voru ekki af baki dottnir og á 60. mínútu var Luis Saha ekki fjarri lagi þegar hann fékk frið til að skjóta utan vítateigs en boltinn fór rétt framhjá.
Á 67. mínútu sendi Kenny þá Steven Gerrard og Craig Bellamy til leiks og fjórum mínútum seinna komst Liverpool yfir. Craig sendi þá góða sendingu fram vinstri kantinn á Jose Enrique. Spánverjinn lék upp að endamörkum og sendi fyrir markið. Boltinn stefndi á Dirk en hann beygði sig og lét boltann fara. Hann rataði á Andy Carroll og sá stóri stýrði honum neðst í hægra hornið. Nú kom Tim engum vörnum við og Liverpool var komið yfir og það kætti fylgismenn þeirra heldur betur! Ekki var kæti Andy minni en honum hefur ekki gengið vel að skora það sem af er leiktíðarinnar.
Eftir þetta má segja að Liverpool hafi haft öll ráð Everton í sínum höndum. Everton barðist auðvitað vel en Liverpool réði gangi mála og lék af yfirvegun og þá sérstaklega miðjumennirnir sem héldu boltanum vel. Á 81. mínútu réðust úrslitin svo endanlega. Luis Suarez braust inn í vítateiginn hægra megin. Þeir Sylvian Distin og Leighton Baines þrengdu að honum og hættan virtist liðin hjá. En Sylvian, þegar hann ætlaði að hreinsa, sparkaði boltanum í magann á Luis sem var allt í einu kominn í dauðafæri. Hann lét það ekki fara framhjá sér og renndi boltanum örugglega í markið. Hroðaleg mistök hjá Everton en Rauðliðar fögnuðu vel og sáu fram á sigur.
Eftir þetta hefði Liverpool getað bætt við mörkum. Mínútu fyrir leikslok tók Craig horn frá hægri. Hann kom boltanum á Steven sem náði skoti rétt utan vítateigs. Boltinn fór í mótherja og af honum rétt framhjá. Drenthe, varamaður Everton, ógnaði hinu megin en skot hans fór beint á Jose. Dirk var svo nærri því að bæta fyrir vítaspyrnumissinn þegar komið var fram yfir venjulegan leiktíma. Luis var þá snöggur til að taka horn. Hann sendi á Dirk sem fékk boltann við endamörkin og náði að pikka honum framhjá Tim en boltinn fór í stöngina og út í teiginn.
Rauðliðar fögnuðu hressilega í hitanum þegar hinn umdeildi dómari flautaði til leiksloka. Ákvörðun hans í fyrri hálfleik hafði mikið að segja en leikmenn Liverpool unnu fyrir sínu og uppskáru sætan sigur. Það er jú fátt jafn hressandi og að leggja Everton að velli!
Everton: Howard, Hibbert (Vellios 78. mín.), Jagielka, Distin, Baines, Coleman (Drenthe 59. mín.), Fellaini, Rodwell, Osman (Neville 69. mín.), Cahill og Saha. Ónotaðir varamenn: Mucha, Bilyaletdinov, Stracqualursi og Barkley.
Rautt spjald: Jack Rodwell.
Gult spjald: Tim Cahill.
Liverpool: Reina, Kelly, Carragher, Skrtel, Enrique, Kuyt, Leiva (Henderson 88. mín.), Adam (Gerrard 67. mín.), Downing (Bellamy 67. mín.), Suarez og Carroll. Ónotaðir varamenn: Doni, Flanagan, Coates og Spearing.
Mörk Liverpool: Andy Carroll (71. mín.) og Luis Suarez (81. mín.).
Gult spjald: Lucas Leiva.
Áhorfendur á Goodison Park: 39.510.
Maður leiksins: Lucas Leiva. Brasilíumaðurinn var sem fyrr duglegur og yfirvegaður á miðjunni. Kannski voru einhverjir betri en hann lék hann sérlega vel og skilaði lykilhlutverki eins og svo oft áður.
Kenny Dalglish: Það er stundum erfitt að leika að móti tíu mönnum. Sú varð raunin og maður vissi alveg að Everton myndi leggja allt í sölurnar til að halda núll núll eða þá reyna að vinna. Þetta var aldrei auðvelt fyrir okkur en mér finnst leikmennirnir eiga hrós skilið fyrir hvernig þeir stóðu sig.
Fróðleikur
- Þetta var 216. leikur Liverpool og Everton í öllum keppnum. Liverpool hefur unnið 84 en Everton 66.
- Þetta var 71. sigur Liverpool í 185. deildarleikjum liðanna. Everton hefur unnið 57 leiki.
- Andy Carroll skoraði annað mark sitt á sparktíðinni.
- Luis Suarez skoraði fimmta mark sitt á leiktíðinni.
- Bæði Andy og Luis komust í flokk þeirra sem hafa skorað í sínum fyrsta Merseybakka slag.
- Dirk Kuyt mistnotaði sitt fyrsta víti fyrir Liverpool.
- Hann hafði þrívegis skorað úr vítum gegn Everton og samtals fimm mörk gegn þeim Bláu.
- Þetta var aðeins annað tap Everton á heimavelli frá því í nóvember.
- Ellefu leikmenn hafa verið reknir af velli í síðustu fjórtán rimmum Liverpool liðanna.
- Þetta var 150. deildarsigurinn sem Kenny Dalglish vinnur á framkvæmdastjóraferli sínum.
Hér eru myndir úr leiknum af Liverpoolfc.tv.
Hér eru myndir úr leiknum af vefsíðu BBC.
Hér er viðtal við Kenny Dalglish sem tekið var eftir leikinn.
Hér er viðtal við Andy Carroll sem tekið var eftir leikinn.
Nýlegar fréttir
-
| Heimir Eyvindarson
Ofurhetja í uppbótartíma -
| Heimir Eyvindarson
Nunez tryggði mikilvægan sigur á Brentford -
| Heimir Eyvindarson
Brentford-Liverpool -
| Sf. Gutt
Áfram með smjörið! -
| Sf. Gutt
Jafnglími! -
| Heimir Eyvindarson
Af hverju er okkur illa við Nottingham Forest? -
| Sf. Gutt
Fyrsta tapið! -
| Sf. Gutt
Darwin í banni -
| Sf. Gutt
Dregið í FA bikarnum -
| Sf. Gutt
Auðvelt áframhald!
Fréttageymslan