| Sf. Gutt
Andy Carroll komst í gær í flokk þeirra sem hafa skorað í sínum fyrsta grannaslag í Liverpool og reyndar komst félagi hans Luis Suarez líka í flokkinn. Andy kom Liverpool yfir gegn Everton með góðu marki og það lagði grunninn að sætum sigri. Andy var auðvitað kátur eftir leikinn.
,,Það var góð tilfinning að skora þetta mark. Það er alltaf frábært að skora og það gerist ekki betra en að skora mitt fyrsta deildarmark á keppnistímabilinu gegn Everton."
,,Það er léttir að hafa skorað fyrsta markið á leiktíðinni. Ég hafði trú á að ég myndi skora og fyrir leikinn hugsaði ég að þetta væri daginn til þess."
,,Markið er fyrir alla. Fyrir Kenny, strákana og stuðningsmennina. Reyndar alla sem hafa stutt mig. Þetta er hápunkturinn fyrir mig frá því ég kom hingað. Það er magnað að skora á móti Everton og leggja þá að velli á þeirra eigin velli. Núna verð ég að halda áfram á sömu braut."
Andy skoraði markið sitt á 71. mínútu þegar hann sendi boltann í markið eftir fyrirgjöf Jose Enrique. Hvernig skyldi hann sjálfur lýsa markinu?
,,Fyrirgjöfin var stórgóð og mér fannst ég hitta boltann vel. Hann endaði í markinu og flóknara var það nú ekki."
Nú er að vona að Andy Carroll nái fleiri mörkum í næstu leikjum því honum hefur ekki gengið of vel að skora frá því hann kom til Liverpool.
TIL BAKA
Andy kátur með markið góða!

,,Það var góð tilfinning að skora þetta mark. Það er alltaf frábært að skora og það gerist ekki betra en að skora mitt fyrsta deildarmark á keppnistímabilinu gegn Everton."
,,Það er léttir að hafa skorað fyrsta markið á leiktíðinni. Ég hafði trú á að ég myndi skora og fyrir leikinn hugsaði ég að þetta væri daginn til þess."
,,Markið er fyrir alla. Fyrir Kenny, strákana og stuðningsmennina. Reyndar alla sem hafa stutt mig. Þetta er hápunkturinn fyrir mig frá því ég kom hingað. Það er magnað að skora á móti Everton og leggja þá að velli á þeirra eigin velli. Núna verð ég að halda áfram á sömu braut."
Andy skoraði markið sitt á 71. mínútu þegar hann sendi boltann í markið eftir fyrirgjöf Jose Enrique. Hvernig skyldi hann sjálfur lýsa markinu?
,,Fyrirgjöfin var stórgóð og mér fannst ég hitta boltann vel. Hann endaði í markinu og flóknara var það nú ekki."
Nú er að vona að Andy Carroll nái fleiri mörkum í næstu leikjum því honum hefur ekki gengið of vel að skora frá því hann kom til Liverpool.
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Mohamed Salah sló metið! -
| Sf. Gutt
Dregið í Meistaradeildinni -
| Heimir Eyvindarson
Joe Gomez úr leik fram á vor -
| Heimir Eyvindarson
Tvö töpuð stig á Villa Park -
| Heimir Eyvindarson
Spáð í spilin - Erfitt verkefni á Villa Park í kvöld -
| Heimir Eyvindarson
Enn eitt metið í hættu í kvöld -
| Sf. Gutt
Sigur í kveðjuleik Jürgen Norbert Klopp! -
| Sf. Gutt
Í minningu Bob Paisley -
| Mummi
Stórviðburður í vændum – Miðasala hafin á árshátíð Liverpoolklúbbsins -
| Sf. Gutt
Yfirlýsing Liverpool félaganna
Fréttageymslan