| Sf. Gutt
Martin Kelly stóð sig vel gegn Everton og sýndi að honum er vel treystandi í stórleikjum. Hann segir þolinmæði leikmanna Liverpool hafa skipt sköpum í að sigur skyldi nást.
,,Það var magnað fyrir mig að spila í fyrsta grannaslagnum á heimavelli þeirra. Það var svolítið ógnvekjandi til að byrja með þar sem áhorfendur voru á móti okkur en við stóðum saman sem einn maður. Við héldum okkur við að spila eins og við vildum. Það er að halda boltanum niðri og láta hann ganga."
,,Í hálfleik sagði Kenny okkur að við skyldum ekki flýta okkur of mikið. Færin myndu koma ef við myndum sýna þolinmæði. Við vildum alls ekki tapa út af því að við værum að sækja of glannalega og skilja eftir eyður í vörninni sem þeir gætu notað í skyndisóknum. Við vorum þolinmóðir og það endaði með því að mörkin skiluðu sér. Við verðskulduðum sigurinn."
Liverpool hefur ekki oft haldið hreinu hingað til á leiktíðinni en það tókst gegn Everton og sá áfangi jók enn ánægju varnarmanna Rauðliða.
,,Við höfum verið að leggja áherslu á að æfa varnarleikinn. Við höfum reynt að finna rétta meðalveginn í að sækja og verjast þannig að það sé ekki allt opið þegar við missum boltann. Þetta tókst vel gegn Everton. Við erum rosalega ánægðir með að hafa haldið hreinu og við ætlum okkur að gera það oftar."
Það er stutt stórra högga á milli hjá Liverpool og næsti leikur er gegn Manchester United á Anfield Road. Það er ekki minna verk en að glíma við Everton.
,,Sem lið þá vorum við gríðarlega ánægðir með sigurinn og eftir landsleikina komum við saman í næstu viku til að undirbúa okkur fyrir leikinn gegn United."
TIL BAKA
Þolinmæðin skipti sköpum

,,Það var magnað fyrir mig að spila í fyrsta grannaslagnum á heimavelli þeirra. Það var svolítið ógnvekjandi til að byrja með þar sem áhorfendur voru á móti okkur en við stóðum saman sem einn maður. Við héldum okkur við að spila eins og við vildum. Það er að halda boltanum niðri og láta hann ganga."
,,Í hálfleik sagði Kenny okkur að við skyldum ekki flýta okkur of mikið. Færin myndu koma ef við myndum sýna þolinmæði. Við vildum alls ekki tapa út af því að við værum að sækja of glannalega og skilja eftir eyður í vörninni sem þeir gætu notað í skyndisóknum. Við vorum þolinmóðir og það endaði með því að mörkin skiluðu sér. Við verðskulduðum sigurinn."
Liverpool hefur ekki oft haldið hreinu hingað til á leiktíðinni en það tókst gegn Everton og sá áfangi jók enn ánægju varnarmanna Rauðliða.
,,Við höfum verið að leggja áherslu á að æfa varnarleikinn. Við höfum reynt að finna rétta meðalveginn í að sækja og verjast þannig að það sé ekki allt opið þegar við missum boltann. Þetta tókst vel gegn Everton. Við erum rosalega ánægðir með að hafa haldið hreinu og við ætlum okkur að gera það oftar."
Það er stutt stórra högga á milli hjá Liverpool og næsti leikur er gegn Manchester United á Anfield Road. Það er ekki minna verk en að glíma við Everton.
,,Sem lið þá vorum við gríðarlega ánægðir með sigurinn og eftir landsleikina komum við saman í næstu viku til að undirbúa okkur fyrir leikinn gegn United."
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Mohamed Salah sló metið! -
| Sf. Gutt
Dregið í Meistaradeildinni -
| Heimir Eyvindarson
Joe Gomez úr leik fram á vor -
| Heimir Eyvindarson
Tvö töpuð stig á Villa Park -
| Heimir Eyvindarson
Spáð í spilin - Erfitt verkefni á Villa Park í kvöld -
| Heimir Eyvindarson
Enn eitt metið í hættu í kvöld -
| Sf. Gutt
Sigur í kveðjuleik Jürgen Norbert Klopp! -
| Sf. Gutt
Í minningu Bob Paisley -
| Mummi
Stórviðburður í vændum – Miðasala hafin á árshátíð Liverpoolklúbbsins -
| Sf. Gutt
Yfirlýsing Liverpool félaganna
Fréttageymslan