| Sf. Gutt
TIL BAKA
Snilld Luis sá um Stoke!
Luis Suarez kom Liverpool áfram í Deildarbikarnum með tveimur mörkum í Stoke. Mörkin færðu 1:2 sigur sem kannski veit á titil því Liverpool vann Deildarbikarinn þegar liðið vann síðast sigur í Stoke!
Liverpool hóf leikinn af miklum krafti og það var greinilegt að þeir Rauðu ætluðu sér að vinna langþráðan sigur í Stoke enda tími til kominn eftir hrakfarir þar síðustu fjórar leiktíðir. Eftir átta mínútur kom fyrsta færi Liverpool þegar Andy Carroll náði föstu skoti utan vítateigs. Thomas Sorensen varði vel en hélt ekki boltanum sem hrökk út til Luis Suarez en hann náði ekki að stýra boltanum á markið og heimamenn sluppu.
Eftir stundarfjórðung náði Liverpool fallegri sókn. Boltinn gekk manna á milli og endaði sóknin með því að Lucas Leiva renndi boltanum þvert fyrir markið á Luis en Thomas henti sér fyrir skot hans og bjargaði meistaralega við markteiginn. Rétt á eftir átti Andy skalla eftir horn en danski markmaðurinn var vel á verði.
Á 25. mínútu ógnaði Liverpool enn og aftur. Maxi Rodriguez braust inn í vítateiginn og reyndi að gefa á Andy. Varnarmaður komst fyrir en boltinn rataði samt á Andy sem var vel staðsettur en skot hans var ekki vel heppnað og boltinn fór beint á Thomas. Heimamenn höfðu varla ógnað en komu boltanum óvænt í markið á 36. mínútu. Jon Walters skallaði þá í mark eftir langt innkast frá Rory Delap. Dómarinn dæmdi markið af vegna þess að hann taldi að Jose Reina hafði verið hindraður. Ekki vildu heimamenn samþykkja þann dóm en honum var ekki hnikað. Martin Kelly svaraði hinu megin en Thomas varði langskot hans af öryggi.
Það fór þó aldrei svo að Stoke næði ekki að skora í hálfleiknum. Það var mínúta eftir af venjulegum leiktíma í hálfleiknum þegar löng sending kom fram hægri kantinn. Sebastian Coates hikaði við að koma boltanum út af og Jon náði honum. Hann lék fram og sendi frábæra sendingu fyrir markið á Kenwyne Jones sem henti sér fram og skallaði laglega í mark. Hroðaleg mistök hjá Sebastian og heimamenn færðu þau sér í nyt eins og skot.
Ekki var Luis búinn að segja sitt síðasta orð í hálfleiknum. Í viðbótartímanum tók hann ripsu inn í vítateiginn þar sem hann skaut framhjá. Þegar hann var rétt kominn inn í vítateiginn sparkaði varnarmaður til hans og Luis hefði auðveldlega getað látið sig detta eins og hann hefur oft verið sakaður um en hann stóð atlöguna af sér og afsannaði að hann láti sig alltaf detta! En Stoke leiddi þegar hlé hófst og var sú staðreynd með ólíkindum miðað við gang leiksins.
Það var greinilegt að leikmenn Liverpool höfðu ekki lagt árar í bát því menn hófu síðari hálfleikinn af krafti. Martin Skrtel var kominn í vörnina í stað Jamie Carragher sem var kominn með gult spjald en kannski var hann meiddur. Reyndar vildu heimamenn að spjaldið á hann væri rautt. Það var svo á 54. mínútu sem snilld Luis Suarez kom Liverpool aftur inn í leikinn með marki sem verður talið með þeim fallegri á þessu keppnistímabili og þótt lengra væri leitað. Lucas Leiva sendi boltann til vinstri út á Luis. Rétt utan við vítateigshornið stakk hann boltanum leiftursnöggt milli fóta Ryan Shotton áður en hann þrykkti knettinum út í hornið fjær út við stöng! Daninn skutlaði sér en átti aldrei nokkra einustu möguleika. Fullkomin snilld og þetta mark verður lengi í minnum haft á meðal stuðningsmanna Liverpool sem til sáu um víða veröld!
Fátt gerðist nú lengi vel þar og farið var að hylla undir framlengingu. Craig Bellamy kom til leiks þegar átta mínútur voru eftir og hann var nærri því að skora rétt á eftir. Hann tók við sendingu frá Andy rétt utan við vítateiginn en skot hans fór í stöng og framhjá. En þegar fimm mínútur voru eftir réðust úrslitin.
Jordan Henderson sendi þá viðstöðulausa háa sendingu inn á vítateiginn. Luis slapp frá vörninni og skallaði boltann laglega út í hægra hornið á sama stað og fyrra markið varð til. Lagleg afgreiðsla og mikill fögnuður braust út hjá Rauðliðum. Luis var hylltur þegar hann haltraði af velli þegar tvær mínútur voru eftir og hann verðskuldaði hyllinguna sannarlega! Stoke hafði ekki sagt sitt síðasta orð og varamaðurinn Peter Crouch vildi fá víti á lokamínútunni eftir viðskipti við Martin Skrtel. Boltinn barst í kjölfarið út úr teignum, hann var aftur sendur inn í og þá fékk Peter færi en hann náði ekki að stýra boltanum á markrammann og markspyrna varð úr. Ekkert var dæmt þegar Martin og Peter áttust við og líkaði heimamönnum það stórilla og kannski höfðu þeir eitthvað til síns máls. En hugsanlega jafnaðist þar út óhagstæð dómgæsla frá síðustu heimsókn Liverpool til Stoke fyrir nokkrum vikum!
Liverpool hélt sigrinum og hann var sannarlega verðskuldaður miðað við gang leiksins og færi. Sigurinn var ekki síður mikilvægur því hann þýðir að Liverpool er enn með í Deildarbikarnum og það er hið besta mál!
Stoke City: Sorensen; Huth, Shawcross, Woodgate, Wilson; Shotton (Pennant 60. mín.), Delap, Whelan, Etherington (Jerome 64. mín.); Jones (Crouch 87. mín.) og Walters. Ónotaðir varamenn: Nash, Upson, Palacios og Diao.
Mark Stoke City: Kenwyne Jones (44. mín.).
Gul spjöld: Robert Huth, Ryan Shawcross og Glen Whelan.
Liverpool: Reina; Kelly, Carragher (Skrtel 46. mín.), Coates, Agger; Spearing, Leiva, Henderson, Rodriguez (Bellamy 82. mín.); Carroll og Suarez (Kuyt 88. mín.). Ónotaðir varamenn: Doni, Flanagan, Aurelio og Adam.
Mörk Liverpool: Luis Suarez (54. og 85. mín.).
Gult spjald: Jamie Carragher.
Áhorfendur á Britannia leikvanginum: 24.934.
Maður leiksins: Luis Suarez. Tvö glæsileg mörk bættust í safn þessa snjalla sóknarmanns frá Úrúgvæ. Seinna mark hans var snyrtilega afgreitt en það fyrra fer í flokk með helstu glæsimörkum í annálum Liverpool!
Kenny Dalglish: Þetta er mikilvægur sigur fyrir alla en það mikilvægasta var að við náðum að uppskera eftir þá knattspyrnu sem við höfum verið að sýna. Við höfum fengið fullt af færum í síðustu tveimur, þremur leikjum en ekki náð að nýta þau. Þetta ætti líka að gefa okkur svolítið sjálfstraust.
Fróðleikur.
- Luis Suarez hefur nú skorað sjö mörk á tímabilinu.
- Hann skoraði í þriðja sinn á móti Stoke en hann skoraði gegn þeim í sínum fyrsta leik með Liverpool.
- Liverpool vann sinn fyrsta sigur á Britannia leikvanginum frá því liðið vann þar 0:8 í Deildarbikarnum í nóvember 2000.
- Það var fyrsti leikur Liverpool á leikvanginum en síðan hefur ekki hafst sigur þar í fjórum heimsóknum.
- Liverpool vann Deildarbikarinn eftir sigurinn á Stoke á leiktíðinni 2000/01 þannig að kannski er sigurinn nú góðs viti.
- Liverpool hefur ekki komist í átta liða úrslit í Deildarbikarnum frá því á leiktíðinni 2004/05.
- Þrír fyrrum leikmenn Liverpool voru varamenn Stoke. Þetta voru þeir Peter Crouch, Jermaine Pennant og Salif Diao.
- Þetta var aðeins annað tap Stoke á heimavelli á árinu.
- Lucas Leiva tók við fyrirliðastöðunni af Jamie Carragher þegar hann fór af velli.
Hér eru myndir úr leiknum af Liverpoolfc.tv.
Hér eru myndir úr leiknum af vefsíðu BBC.
Liverpool hóf leikinn af miklum krafti og það var greinilegt að þeir Rauðu ætluðu sér að vinna langþráðan sigur í Stoke enda tími til kominn eftir hrakfarir þar síðustu fjórar leiktíðir. Eftir átta mínútur kom fyrsta færi Liverpool þegar Andy Carroll náði föstu skoti utan vítateigs. Thomas Sorensen varði vel en hélt ekki boltanum sem hrökk út til Luis Suarez en hann náði ekki að stýra boltanum á markið og heimamenn sluppu.
Eftir stundarfjórðung náði Liverpool fallegri sókn. Boltinn gekk manna á milli og endaði sóknin með því að Lucas Leiva renndi boltanum þvert fyrir markið á Luis en Thomas henti sér fyrir skot hans og bjargaði meistaralega við markteiginn. Rétt á eftir átti Andy skalla eftir horn en danski markmaðurinn var vel á verði.
Á 25. mínútu ógnaði Liverpool enn og aftur. Maxi Rodriguez braust inn í vítateiginn og reyndi að gefa á Andy. Varnarmaður komst fyrir en boltinn rataði samt á Andy sem var vel staðsettur en skot hans var ekki vel heppnað og boltinn fór beint á Thomas. Heimamenn höfðu varla ógnað en komu boltanum óvænt í markið á 36. mínútu. Jon Walters skallaði þá í mark eftir langt innkast frá Rory Delap. Dómarinn dæmdi markið af vegna þess að hann taldi að Jose Reina hafði verið hindraður. Ekki vildu heimamenn samþykkja þann dóm en honum var ekki hnikað. Martin Kelly svaraði hinu megin en Thomas varði langskot hans af öryggi.
Það fór þó aldrei svo að Stoke næði ekki að skora í hálfleiknum. Það var mínúta eftir af venjulegum leiktíma í hálfleiknum þegar löng sending kom fram hægri kantinn. Sebastian Coates hikaði við að koma boltanum út af og Jon náði honum. Hann lék fram og sendi frábæra sendingu fyrir markið á Kenwyne Jones sem henti sér fram og skallaði laglega í mark. Hroðaleg mistök hjá Sebastian og heimamenn færðu þau sér í nyt eins og skot.
Ekki var Luis búinn að segja sitt síðasta orð í hálfleiknum. Í viðbótartímanum tók hann ripsu inn í vítateiginn þar sem hann skaut framhjá. Þegar hann var rétt kominn inn í vítateiginn sparkaði varnarmaður til hans og Luis hefði auðveldlega getað látið sig detta eins og hann hefur oft verið sakaður um en hann stóð atlöguna af sér og afsannaði að hann láti sig alltaf detta! En Stoke leiddi þegar hlé hófst og var sú staðreynd með ólíkindum miðað við gang leiksins.
Það var greinilegt að leikmenn Liverpool höfðu ekki lagt árar í bát því menn hófu síðari hálfleikinn af krafti. Martin Skrtel var kominn í vörnina í stað Jamie Carragher sem var kominn með gult spjald en kannski var hann meiddur. Reyndar vildu heimamenn að spjaldið á hann væri rautt. Það var svo á 54. mínútu sem snilld Luis Suarez kom Liverpool aftur inn í leikinn með marki sem verður talið með þeim fallegri á þessu keppnistímabili og þótt lengra væri leitað. Lucas Leiva sendi boltann til vinstri út á Luis. Rétt utan við vítateigshornið stakk hann boltanum leiftursnöggt milli fóta Ryan Shotton áður en hann þrykkti knettinum út í hornið fjær út við stöng! Daninn skutlaði sér en átti aldrei nokkra einustu möguleika. Fullkomin snilld og þetta mark verður lengi í minnum haft á meðal stuðningsmanna Liverpool sem til sáu um víða veröld!
Fátt gerðist nú lengi vel þar og farið var að hylla undir framlengingu. Craig Bellamy kom til leiks þegar átta mínútur voru eftir og hann var nærri því að skora rétt á eftir. Hann tók við sendingu frá Andy rétt utan við vítateiginn en skot hans fór í stöng og framhjá. En þegar fimm mínútur voru eftir réðust úrslitin.
Jordan Henderson sendi þá viðstöðulausa háa sendingu inn á vítateiginn. Luis slapp frá vörninni og skallaði boltann laglega út í hægra hornið á sama stað og fyrra markið varð til. Lagleg afgreiðsla og mikill fögnuður braust út hjá Rauðliðum. Luis var hylltur þegar hann haltraði af velli þegar tvær mínútur voru eftir og hann verðskuldaði hyllinguna sannarlega! Stoke hafði ekki sagt sitt síðasta orð og varamaðurinn Peter Crouch vildi fá víti á lokamínútunni eftir viðskipti við Martin Skrtel. Boltinn barst í kjölfarið út úr teignum, hann var aftur sendur inn í og þá fékk Peter færi en hann náði ekki að stýra boltanum á markrammann og markspyrna varð úr. Ekkert var dæmt þegar Martin og Peter áttust við og líkaði heimamönnum það stórilla og kannski höfðu þeir eitthvað til síns máls. En hugsanlega jafnaðist þar út óhagstæð dómgæsla frá síðustu heimsókn Liverpool til Stoke fyrir nokkrum vikum!
Liverpool hélt sigrinum og hann var sannarlega verðskuldaður miðað við gang leiksins og færi. Sigurinn var ekki síður mikilvægur því hann þýðir að Liverpool er enn með í Deildarbikarnum og það er hið besta mál!
Stoke City: Sorensen; Huth, Shawcross, Woodgate, Wilson; Shotton (Pennant 60. mín.), Delap, Whelan, Etherington (Jerome 64. mín.); Jones (Crouch 87. mín.) og Walters. Ónotaðir varamenn: Nash, Upson, Palacios og Diao.
Mark Stoke City: Kenwyne Jones (44. mín.).
Gul spjöld: Robert Huth, Ryan Shawcross og Glen Whelan.
Liverpool: Reina; Kelly, Carragher (Skrtel 46. mín.), Coates, Agger; Spearing, Leiva, Henderson, Rodriguez (Bellamy 82. mín.); Carroll og Suarez (Kuyt 88. mín.). Ónotaðir varamenn: Doni, Flanagan, Aurelio og Adam.
Mörk Liverpool: Luis Suarez (54. og 85. mín.).
Gult spjald: Jamie Carragher.
Áhorfendur á Britannia leikvanginum: 24.934.
Maður leiksins: Luis Suarez. Tvö glæsileg mörk bættust í safn þessa snjalla sóknarmanns frá Úrúgvæ. Seinna mark hans var snyrtilega afgreitt en það fyrra fer í flokk með helstu glæsimörkum í annálum Liverpool!
Kenny Dalglish: Þetta er mikilvægur sigur fyrir alla en það mikilvægasta var að við náðum að uppskera eftir þá knattspyrnu sem við höfum verið að sýna. Við höfum fengið fullt af færum í síðustu tveimur, þremur leikjum en ekki náð að nýta þau. Þetta ætti líka að gefa okkur svolítið sjálfstraust.
Fróðleikur.
- Luis Suarez hefur nú skorað sjö mörk á tímabilinu.
- Hann skoraði í þriðja sinn á móti Stoke en hann skoraði gegn þeim í sínum fyrsta leik með Liverpool.
- Liverpool vann sinn fyrsta sigur á Britannia leikvanginum frá því liðið vann þar 0:8 í Deildarbikarnum í nóvember 2000.
- Það var fyrsti leikur Liverpool á leikvanginum en síðan hefur ekki hafst sigur þar í fjórum heimsóknum.
- Liverpool vann Deildarbikarinn eftir sigurinn á Stoke á leiktíðinni 2000/01 þannig að kannski er sigurinn nú góðs viti.
- Liverpool hefur ekki komist í átta liða úrslit í Deildarbikarnum frá því á leiktíðinni 2004/05.
- Þrír fyrrum leikmenn Liverpool voru varamenn Stoke. Þetta voru þeir Peter Crouch, Jermaine Pennant og Salif Diao.
- Þetta var aðeins annað tap Stoke á heimavelli á árinu.
- Lucas Leiva tók við fyrirliðastöðunni af Jamie Carragher þegar hann fór af velli.
Hér eru myndir úr leiknum af Liverpoolfc.tv.
Hér eru myndir úr leiknum af vefsíðu BBC.
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Vopnahlésdagurinn -
| Sf. Gutt
Mikil jákvæðni hjá félaginu -
| Sf. Gutt
Alisson farinn að æfa -
| Sf. Gutt
Landsleikjafréttir -
| Sf. Gutt
Harvey farinn að æfa -
| Sf. Gutt
Ungliðar lánaðir -
| Sf. Gutt
Virgil fékk frí -
| Sf. Gutt
Landsleikjafréttir -
| Sf. Gutt
Georginio Wijnaldum fer víða -
| Sf. Gutt
Tveir uppaldir í enska landsliðinu
Fréttageymslan