| Sf. Gutt
TIL BAKA
Á ekki orð!
Luis Suarez kom Liverpool áfram í Deildarbikarnum í gærkvöldi þegar hann skoraði bæði mörk Liverpool í 1:2 sigri í Stoke. Mörkin voru ekki bara mikilvæg heldur mjög falleg og þar fyrra fer í flokk með fallegustu mörkum Liverpool á seinni árum. Kenny Dalglish átti ekki orð eftir leikinn þegar hann ræddi við blaðamenn.
,,Það eru þið sem eigið að vera með próf í ensku máli. Þið hafið meiri orðaforða en ég hef. Ég var nú reyndar eiginlega alveg búinn með öll orð til að lýsa honum þegar hann var búinn að vera í viku hérna. Fyrra markið hans var alveg stórkostlegt. En maður á nú eiginlega aldrei von á að hann skori með því að pota boltanum í markið eða hvað? Hann hefði getað verið búinn að skora áður en fyrsta markið kom og það hefði gert okkur auðveldara fyrir en það var vel þess virði að bíða eftir markinu."
,,Við vorum ánægðir með bæði mörkin hans en það mikilvægasta var hvernig strákarnir skiluðu sínu verki. Jordan átti frábæra viðstöðulausa sendingu. Sendingin og skallinn var eins og best var á kosið. En maður hefur gaman af öllum mörkum ekki satt?"
Kenny Dalglish fagnaði mörkunum sem hann skoraði sjálfur ætíð innilega og hann gerir það á sama hátt á hliðarlínunni núna. Vonandi á hann eftir að fagna mörgum mörkum áður en þessi leiktíð er öll.
,,Það eru þið sem eigið að vera með próf í ensku máli. Þið hafið meiri orðaforða en ég hef. Ég var nú reyndar eiginlega alveg búinn með öll orð til að lýsa honum þegar hann var búinn að vera í viku hérna. Fyrra markið hans var alveg stórkostlegt. En maður á nú eiginlega aldrei von á að hann skori með því að pota boltanum í markið eða hvað? Hann hefði getað verið búinn að skora áður en fyrsta markið kom og það hefði gert okkur auðveldara fyrir en það var vel þess virði að bíða eftir markinu."
,,Við vorum ánægðir með bæði mörkin hans en það mikilvægasta var hvernig strákarnir skiluðu sínu verki. Jordan átti frábæra viðstöðulausa sendingu. Sendingin og skallinn var eins og best var á kosið. En maður hefur gaman af öllum mörkum ekki satt?"
Kenny Dalglish fagnaði mörkunum sem hann skoraði sjálfur ætíð innilega og hann gerir það á sama hátt á hliðarlínunni núna. Vonandi á hann eftir að fagna mörgum mörkum áður en þessi leiktíð er öll.
Nýlegar fréttir
-
| Heimir Eyvindarson
Ofurhetja í uppbótartíma -
| Heimir Eyvindarson
Nunez tryggði mikilvægan sigur á Brentford -
| Heimir Eyvindarson
Brentford-Liverpool -
| Sf. Gutt
Áfram með smjörið! -
| Sf. Gutt
Jafnglími! -
| Heimir Eyvindarson
Af hverju er okkur illa við Nottingham Forest? -
| Sf. Gutt
Fyrsta tapið! -
| Sf. Gutt
Darwin í banni -
| Sf. Gutt
Dregið í FA bikarnum -
| Sf. Gutt
Auðvelt áframhald!
Fréttageymslan