| Sf. Gutt
TIL BAKA
Lærisveinar Kenny lögðu pilta Roy
Lærisveinar Kenny Dalglish lögðu sveina Roy Hodgson örugglega núna undir kvöldið. Liverpool lék mjög vel og vann West Bromwich Albion 0:2 og var sigurinn síst of stór.
Kenny Dalglish gat ekki teflt fram þeim Steven Gerrard og Jamie Carragher en báðir voru meiddir. Það er ekki oft sem báðir þessir kappar hafa verið báðir frá í einu síðasta áratuginn. Luis Suarez var í liðinu en talið var hugsanlegt að hann myndi missa af leiknum.
Ekki er ólíklegt að leikmönnum Liverpool, sem töpuðu á sama stað undir vor, hafi sviðið það tap og kannski ekki síst vegna þess að gamli lærifaðir þeirra stjórnaði W.B.A. Að minnsta kosti byrjuðu Rauðliðar af krafti og strax á fyrstu mínútu átti Jose Enrique frábæra sendingu fram á Luis Suarez. Hann slapp laus inn í vítateiginn en náði ekki valdi á boltnaum þannig að heimamenn sluppu.
Liverpool komst yfir á 9. mínútu. Jerome Thomas fór þá klaufalega í Luis sem féll við. Dómarinn dæmdi ekkert fyrr en línuvörður hafði gefið honum merki um leikbrot. Heimamenn voru fjúkandi reiðir og vissulega var brotið ekki alvarlegt en snerting átti sér stað og Luis verður alls ekki sakaður um að láta sig detta því hann reyndi að standa í fæturna. Eftir langa mæðu fékk Charlie Adam loks færi á að taka vítaspyrnuna og hann skilaði boltanum í markið af miklu öryggi og sendi Ben Foster í öfugt horn.
Hafi heimamenn verið svekktir með vítaspyrnudóminn þá sluppu þeir litlu síðar með skrekkinn þegar Andy Carroll var rutt niður rétt uppi við markið og svo setti Steven Reid hendi fyrir skalla Andy rétt fyrir miðjan hálfleik. Í báðum þessum tilvikum hefði dómarinn átt að dæma vítaspyrnur en gerði ekki!
Liverpool hafði öll völd og sóknir liðsins voru hraðar og vel útfærðar á köflum. Á 35. mínútu fékk Liverpool horn frá hægri. Boltinn fór þvert yfir þar sem Martin Skrtel lagði hann laglega til baka á Luis en hann mokaði honum yfir úr góðu færi. Undir lok hálfleiksins fóru heimamenn í fyrsta sinn að sækja af einhverjum krafti. Harðar sóknir buldu á vörn Liverpool en á lokamínútunni sneri Liverpool vörn í eldsnögga skyndisókn.
Lucas Leiva, sem var frábær á miðjunni, sendi góða sendingu út til hægri á Luis. Hann renndi boltanum inn á miðjuna á Andy Carroll sem var kominn á auðan sjó. Hann snerti boltann einu sinni og var þar með kominn inn í teig þar sem hann náði að pikka boltanum framhjá Ben sem kom út á móti honum. Frábær sókn og vel gert hjá Andy sem fagnaði vel og innilega með sínum mönnum. Fullkominn endir á hálfleiknum.
Segja má að mark Andy hafi svo til gert út um leikinn en W.B.A. fékk þó færi strax í upphafi síðari hálfleiks þegar Somen Tchoyi fékk boltann inni í vítateignum en skot hans fór rétt framhjá. Heita má að þetta hafi verið síðasta færi lærisveina Roy Hodgson í leiknum.
Hver sókn Liverpool rak aðra þó ekki væri nú alltaf mikil hætta á ferðum. Á 57. mínútu átti Luis fast skot sem varnarmaður komst fyrir en hann fékk boltann aftur og reyndi að lyfta honum yfir Ben en boltinn fór framhjá. Á 65. mínútu sendi Stewart Downing á Jose sem var kominn inn í vítateig. Spánverjinn átti fast skot úr þröngu færi en Ben varði glæsilega með því að slá boltann yfir. Litlu síðar varð Ben aftur að taka á honum stóra sínum þegar hann varði fast skot frá Andy.
Yfirburðir Liverpool voru miklir og mikið öryggi yfir leik lærisveina Kenny. Á lokamínútunni átti Liverpool góða skyndisókn. Boltinn gekk vel á milli manna og varamaðurinn Craig Bellamy sendi á Stewart en gott skot hans small í stönginni. Þetta var í tíunda sinn sem tréverk stöðvar marktilraunir Liverpool það sem af er leiktíðar! Það hefði verið vel þegið fyrir Stewart að skora því honum hefur ekki gengið sérlega vel í síðustu leikjum en sigur Liverpool var löngu orðinn öruggur en var þó í minnsta lagi.
West Bromwich Albion: Foster, Reid, Olsson, McAuley, Jones, Brunt, Scharner (Morrison 58. mín.), Mulumbu (Dorrans 62. mín.), Thomas, Odemwingie og Tchoyi (Cox 71. mín.). Ónotaðir varamenn: Fulop, Shorey, Gera og Dawson.
Gult spjald: Jonas Olsson.
Liverpool: Reina, Johnson, Skrtel, Agger, Jose Enrique, Henderson, Adam, Leiva, Downing, Suarez (Bellamy 81. mín.) og Carroll. Ónotaðir varamenn: Doni, Rodriguez, Coates, Kuyt, Spearing og Flanagan.
Mörk Liverpool: Charlie Adam, víti, (9. mín.) og Andy Carroll (45. mín.).
Áhorfendur á The Hawthorns: 25.522.
Maður leiksins: Martin Skrtel. Það má vera að einhverjir hafi leikið betur en Slóvakinn en hann var grjótharður í vörninni þegar á þurfti að halda. Jose Reina þurfti ekki að verja þannig að hann þyrfti að taka á og það var ekki síst Martin að þakka sem stöðvaði föst skot í tvígang á hetjulegan hátt.
Kenny Dalglish: Ég vil ekki draga úr hrósi mínu á leikmönnunum. Þeir léku virkilega vel á móti liði sem hefur staðið sig vel upp á síðkastið. Þeir sköpuðu sér fullt af færum í dag og uppskáru tvö mörk. Ég held að þeir hafi verðskuldað sigurinn. Við héldum hreinu og skoruðum tvö hinu megin. Við sýndum frábæra knattspyrnu á köflum og hefðum getað skorað fleiri en við erum mjög ánægðir með þrjú stig.
Fróðleikur.
- Charlie Adam skoraði annað mark sitt fyrir Liverpool.
- Andy Carroll skoraði þriðja mark sitt á sparktíðinni.
- Andy lék sinn 20. leik með Liverpool og skoraði fimmta mark sitt.
- Hann skoraði í þriðja sinn á The Hawthorns en hann hafði áður skorað tvö mörk þar fyrir Newcastle United.
- Charlie skoraði af öryggi úr vítaspyrnu sinni en áður höfðu Luis Suarez og Dirk Kuyt misnotað vítaspyrnur á leiktíðinni.
- Jose Reina hélt hreinu í þriðja sinn á leiktíðinni.
- Spánverjinn var fyrirliði í fjarveru Steven Gerrard og Jamie Carragher.
- Þetta var níundi sigur Liverpool á the Hawthorns í síðustu tíu heimsóknum.
Hér eru myndir úr leiknum af Liverpoolfc.tv.
Hér má sjá viðtal við Kenny Dalglish sem tekið var eftir leik.
Hér má sjá viðtal við Roy Hodgson sem tekið var eftir leik.
Hér má sjá viðtal við Andy Carroll.
Kenny Dalglish gat ekki teflt fram þeim Steven Gerrard og Jamie Carragher en báðir voru meiddir. Það er ekki oft sem báðir þessir kappar hafa verið báðir frá í einu síðasta áratuginn. Luis Suarez var í liðinu en talið var hugsanlegt að hann myndi missa af leiknum.
Ekki er ólíklegt að leikmönnum Liverpool, sem töpuðu á sama stað undir vor, hafi sviðið það tap og kannski ekki síst vegna þess að gamli lærifaðir þeirra stjórnaði W.B.A. Að minnsta kosti byrjuðu Rauðliðar af krafti og strax á fyrstu mínútu átti Jose Enrique frábæra sendingu fram á Luis Suarez. Hann slapp laus inn í vítateiginn en náði ekki valdi á boltnaum þannig að heimamenn sluppu.
Liverpool komst yfir á 9. mínútu. Jerome Thomas fór þá klaufalega í Luis sem féll við. Dómarinn dæmdi ekkert fyrr en línuvörður hafði gefið honum merki um leikbrot. Heimamenn voru fjúkandi reiðir og vissulega var brotið ekki alvarlegt en snerting átti sér stað og Luis verður alls ekki sakaður um að láta sig detta því hann reyndi að standa í fæturna. Eftir langa mæðu fékk Charlie Adam loks færi á að taka vítaspyrnuna og hann skilaði boltanum í markið af miklu öryggi og sendi Ben Foster í öfugt horn.
Hafi heimamenn verið svekktir með vítaspyrnudóminn þá sluppu þeir litlu síðar með skrekkinn þegar Andy Carroll var rutt niður rétt uppi við markið og svo setti Steven Reid hendi fyrir skalla Andy rétt fyrir miðjan hálfleik. Í báðum þessum tilvikum hefði dómarinn átt að dæma vítaspyrnur en gerði ekki!
Liverpool hafði öll völd og sóknir liðsins voru hraðar og vel útfærðar á köflum. Á 35. mínútu fékk Liverpool horn frá hægri. Boltinn fór þvert yfir þar sem Martin Skrtel lagði hann laglega til baka á Luis en hann mokaði honum yfir úr góðu færi. Undir lok hálfleiksins fóru heimamenn í fyrsta sinn að sækja af einhverjum krafti. Harðar sóknir buldu á vörn Liverpool en á lokamínútunni sneri Liverpool vörn í eldsnögga skyndisókn.
Lucas Leiva, sem var frábær á miðjunni, sendi góða sendingu út til hægri á Luis. Hann renndi boltanum inn á miðjuna á Andy Carroll sem var kominn á auðan sjó. Hann snerti boltann einu sinni og var þar með kominn inn í teig þar sem hann náði að pikka boltanum framhjá Ben sem kom út á móti honum. Frábær sókn og vel gert hjá Andy sem fagnaði vel og innilega með sínum mönnum. Fullkominn endir á hálfleiknum.
Segja má að mark Andy hafi svo til gert út um leikinn en W.B.A. fékk þó færi strax í upphafi síðari hálfleiks þegar Somen Tchoyi fékk boltann inni í vítateignum en skot hans fór rétt framhjá. Heita má að þetta hafi verið síðasta færi lærisveina Roy Hodgson í leiknum.
Hver sókn Liverpool rak aðra þó ekki væri nú alltaf mikil hætta á ferðum. Á 57. mínútu átti Luis fast skot sem varnarmaður komst fyrir en hann fékk boltann aftur og reyndi að lyfta honum yfir Ben en boltinn fór framhjá. Á 65. mínútu sendi Stewart Downing á Jose sem var kominn inn í vítateig. Spánverjinn átti fast skot úr þröngu færi en Ben varði glæsilega með því að slá boltann yfir. Litlu síðar varð Ben aftur að taka á honum stóra sínum þegar hann varði fast skot frá Andy.
Yfirburðir Liverpool voru miklir og mikið öryggi yfir leik lærisveina Kenny. Á lokamínútunni átti Liverpool góða skyndisókn. Boltinn gekk vel á milli manna og varamaðurinn Craig Bellamy sendi á Stewart en gott skot hans small í stönginni. Þetta var í tíunda sinn sem tréverk stöðvar marktilraunir Liverpool það sem af er leiktíðar! Það hefði verið vel þegið fyrir Stewart að skora því honum hefur ekki gengið sérlega vel í síðustu leikjum en sigur Liverpool var löngu orðinn öruggur en var þó í minnsta lagi.
West Bromwich Albion: Foster, Reid, Olsson, McAuley, Jones, Brunt, Scharner (Morrison 58. mín.), Mulumbu (Dorrans 62. mín.), Thomas, Odemwingie og Tchoyi (Cox 71. mín.). Ónotaðir varamenn: Fulop, Shorey, Gera og Dawson.
Gult spjald: Jonas Olsson.
Liverpool: Reina, Johnson, Skrtel, Agger, Jose Enrique, Henderson, Adam, Leiva, Downing, Suarez (Bellamy 81. mín.) og Carroll. Ónotaðir varamenn: Doni, Rodriguez, Coates, Kuyt, Spearing og Flanagan.
Mörk Liverpool: Charlie Adam, víti, (9. mín.) og Andy Carroll (45. mín.).
Áhorfendur á The Hawthorns: 25.522.
Maður leiksins: Martin Skrtel. Það má vera að einhverjir hafi leikið betur en Slóvakinn en hann var grjótharður í vörninni þegar á þurfti að halda. Jose Reina þurfti ekki að verja þannig að hann þyrfti að taka á og það var ekki síst Martin að þakka sem stöðvaði föst skot í tvígang á hetjulegan hátt.
Kenny Dalglish: Ég vil ekki draga úr hrósi mínu á leikmönnunum. Þeir léku virkilega vel á móti liði sem hefur staðið sig vel upp á síðkastið. Þeir sköpuðu sér fullt af færum í dag og uppskáru tvö mörk. Ég held að þeir hafi verðskuldað sigurinn. Við héldum hreinu og skoruðum tvö hinu megin. Við sýndum frábæra knattspyrnu á köflum og hefðum getað skorað fleiri en við erum mjög ánægðir með þrjú stig.
Fróðleikur.
- Charlie Adam skoraði annað mark sitt fyrir Liverpool.
- Andy Carroll skoraði þriðja mark sitt á sparktíðinni.
- Andy lék sinn 20. leik með Liverpool og skoraði fimmta mark sitt.
- Hann skoraði í þriðja sinn á The Hawthorns en hann hafði áður skorað tvö mörk þar fyrir Newcastle United.
- Charlie skoraði af öryggi úr vítaspyrnu sinni en áður höfðu Luis Suarez og Dirk Kuyt misnotað vítaspyrnur á leiktíðinni.
- Jose Reina hélt hreinu í þriðja sinn á leiktíðinni.
- Spánverjinn var fyrirliði í fjarveru Steven Gerrard og Jamie Carragher.
- Þetta var níundi sigur Liverpool á the Hawthorns í síðustu tíu heimsóknum.
Hér eru myndir úr leiknum af Liverpoolfc.tv.
Hér má sjá viðtal við Kenny Dalglish sem tekið var eftir leik.
Hér má sjá viðtal við Roy Hodgson sem tekið var eftir leik.
Hér má sjá viðtal við Andy Carroll.
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Hlýrra uppi í stúku! -
| Sf. Gutt
Dregið í Deildarbikarnum -
| Sf. Gutt
Áfram í Deildarbikarnum -
| Mummi
Miðasala á Liverpool – Ipswich og Liverpool – West Ham -
| Mummi
Seinkun á jólagjöf -
| Sf. Gutt
Af samningamálum Trent Alexander-Arnold -
| Sf. Gutt
Jafntefli manni færri! -
| Sf. Gutt
Enn nær Mohamed Salah merkum áfanga! -
| Sf. Gutt
Sögulegur sigur! -
| Sf. Gutt
Sigur á Spáni
Fréttageymslan