| Grétar Magnússon
TIL BAKA
Að halda hreinu var mikilvægt
Daniel Agger segir að leikmenn liðsins fái aukið sjálfstraust eftir að hafa haldið markinu hreinu og komist á sigurbraut á ný gegn WBA um helgina. Agger spilaði sinn 100. leik fyrir félagið í úrvalsdeildinni.
Eftir tvö 1-1 jafntefli í röð í síðustu deildarleikjum spilaði Agger í hjarta varnarinnar sem tryggði sér mikilvægan 2-0 sigur á útivelli og liðið er nú taplaust í síðustu sjö leikjum.
,,Það var mikilvægt fyrir okkur að halda hreinu og það er alltaf gott fyrir okkur varnarmennina og í raun liðið í heild sinni," sagði Agger í viðtali við liverpoolfc.tv.
,,Mér fannst við spila vel og áttum stigin þrjú skilin. Við erum ánægðir og við verðum að halda áfram þessari spilamennsku og halda áfram að vinna leiki. Við getum tekið mikið frá þessum leik og horft til næsta leiks við Swansea á heimavelli og þar reynum við að fá þrjú stig líka."
Þeir Charlie Adam og Andy Carroll skoruðu mörkin gegn WBA. Charlie Adam sýndi mikinn andlegan styrk þegar hann skoraði úr vítaspyrnu en leikmenn West Brom reyndu víst hvað þeir gátu til að koma Adam úr jafnvægi.
Agger sagði: ,,Það var ánægjulegt að sjá Andy skora gott mark og ég var ekki í vafa um hvort að Charlie myndi skora eða ekki. Andstæðingarnir reyndu að koma honum úr jafnvægi en það hefur ekki áhrif á hann."
Varðandi leik númer 100 í úrvalsdeildinni sagði Agger: ,,Það er sérstakt að spila 100 deildarleiki fyrir Liverpool og það hefur nú verið lengi að gerast vegna þess að ég hef verið óheppinn með meiðsli. Vonandi get ég haldið mér meiðslalausum núna og haldið áfram og spilað aðra 100 leiki fyrir félagið."
,,Mér líður vel núna. Vonandi verð ég heppinn með meiðsli því það hefur mikla þýðingu fyrir mig að spila fyrir þetta félag."
Eftir tvö 1-1 jafntefli í röð í síðustu deildarleikjum spilaði Agger í hjarta varnarinnar sem tryggði sér mikilvægan 2-0 sigur á útivelli og liðið er nú taplaust í síðustu sjö leikjum.
,,Það var mikilvægt fyrir okkur að halda hreinu og það er alltaf gott fyrir okkur varnarmennina og í raun liðið í heild sinni," sagði Agger í viðtali við liverpoolfc.tv.
,,Mér fannst við spila vel og áttum stigin þrjú skilin. Við erum ánægðir og við verðum að halda áfram þessari spilamennsku og halda áfram að vinna leiki. Við getum tekið mikið frá þessum leik og horft til næsta leiks við Swansea á heimavelli og þar reynum við að fá þrjú stig líka."
Þeir Charlie Adam og Andy Carroll skoruðu mörkin gegn WBA. Charlie Adam sýndi mikinn andlegan styrk þegar hann skoraði úr vítaspyrnu en leikmenn West Brom reyndu víst hvað þeir gátu til að koma Adam úr jafnvægi.
Agger sagði: ,,Það var ánægjulegt að sjá Andy skora gott mark og ég var ekki í vafa um hvort að Charlie myndi skora eða ekki. Andstæðingarnir reyndu að koma honum úr jafnvægi en það hefur ekki áhrif á hann."
Varðandi leik númer 100 í úrvalsdeildinni sagði Agger: ,,Það er sérstakt að spila 100 deildarleiki fyrir Liverpool og það hefur nú verið lengi að gerast vegna þess að ég hef verið óheppinn með meiðsli. Vonandi get ég haldið mér meiðslalausum núna og haldið áfram og spilað aðra 100 leiki fyrir félagið."
,,Mér líður vel núna. Vonandi verð ég heppinn með meiðsli því það hefur mikla þýðingu fyrir mig að spila fyrir þetta félag."
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Alisson farinn að æfa -
| Sf. Gutt
Landsleikjafréttir -
| Sf. Gutt
Harvey farinn að æfa -
| Sf. Gutt
Ungliðar lánaðir -
| Sf. Gutt
Virgil fékk frí -
| Sf. Gutt
Landsleikjafréttir -
| Sf. Gutt
Georginio Wijnaldum fer víða -
| Sf. Gutt
Tveir uppaldir í enska landsliðinu -
| Sf. Gutt
Trent meiddur -
| Sf. Gutt
Heilsteypt lið!
Fréttageymslan