| Grétar Magnússon
TIL BAKA
Óánægja með leikdagsetningu
Forráðamenn félagsins eru ekki sáttir með þá ákvörðun að setja leikinn í 8. liða úrslitum Deildarbikarsins á aðeins 48 tímum eftir að flautað er til leiksloka í öðrum stórleik.
Félaginu var tilkynnt það að ekki væri hægt að leika á miðvikudagskvöldi í London vegna þess að Tottenham eiga leik í Evrópudeildinni gegn PAOK Salonika en einnig er búið að boða einhver mótmæli þetta kvöld skv. fréttum. Borgarlögreglan í Lundúnum vill ekki bæta við öðrum knattspyrnuleik í höfuðborginni þennan dag.
Liverpool reyndu að biðla til knattspyrnusambandsins um að seinka þessum leik á sömu dagsetningu og undanúrslitaleikirnir eiga að fara fram, í janúar næstkomandi. Því var hinsvegar neitað vegna þess að forráðamenn sambandsins óttast að þá verði of mikið af leikjum á stuttum tíma fram að úrslitaleiknum þann 26. febrúar.
Áfram héldu Liverpool menn að koma með tillögur að breytingum og næst reyndu þeir að flytja leikinn við Manchester City, sem fram fer sunnudaginn 27. nóvember á Anfield aftur til laugardagsins 26. nóvember. Manchester City menn studdu þetta því þeir eru sjálfir í sömu stöðu og Liverpool, þurfa að ferðast til London og leika við Arsenal þann 29. nóvember.
Úrvalsdeildin neitaði þessu hinsvegar vegna þess að flutningur leiksins gæti þýtt að liðin væru ekki að standa við gerða sjónvarpssamninga.
Því þurftu forráðamenn félagsins að játa sig sigraða í þessari baráttu en eru engu að síður virkilega ósáttir með að þurfa að spila þennan leik á tilsettum tíma. Telja þeir að knattspyrnusambandið dragi úr mikilvægi Deildarbikarsins með því að láta tvö stórlið hafa svo stuttan tíma til undirbúnings fyrir 8. liða úrslitin.
Chelsea spila við Úlfana laugardaginn 26. nóvember og eru því í ansi góðri stöðu fyrir þennan leik. Þeir fá auka dag í hvíld og þurfa ekki að ferðast neitt.
Leikurinn við Manchester City verður ekki lokið fyrr en um kl. 18 á sunnudeginum en samt gert ráð fyrir því að leikmenn Liverpool gangi út á völlinn í London aðeins rétt rúmum 48 klukkustundum síðar. Verður þetta að teljast frekar erfitt verkefni allt saman og ljóst er að Kenny Dalglish getur ekki stillt upp sínu sterkasta liði í þessum leik en hann hefur hingað til tekið þessa keppni alvarlega.
Vissulega er gaman fyrir stuðningsmenn félagsins þegar svo margir stórleikir eru á skömmum tíma en öllu má nú ofgera.
Félaginu var tilkynnt það að ekki væri hægt að leika á miðvikudagskvöldi í London vegna þess að Tottenham eiga leik í Evrópudeildinni gegn PAOK Salonika en einnig er búið að boða einhver mótmæli þetta kvöld skv. fréttum. Borgarlögreglan í Lundúnum vill ekki bæta við öðrum knattspyrnuleik í höfuðborginni þennan dag.
Liverpool reyndu að biðla til knattspyrnusambandsins um að seinka þessum leik á sömu dagsetningu og undanúrslitaleikirnir eiga að fara fram, í janúar næstkomandi. Því var hinsvegar neitað vegna þess að forráðamenn sambandsins óttast að þá verði of mikið af leikjum á stuttum tíma fram að úrslitaleiknum þann 26. febrúar.
Áfram héldu Liverpool menn að koma með tillögur að breytingum og næst reyndu þeir að flytja leikinn við Manchester City, sem fram fer sunnudaginn 27. nóvember á Anfield aftur til laugardagsins 26. nóvember. Manchester City menn studdu þetta því þeir eru sjálfir í sömu stöðu og Liverpool, þurfa að ferðast til London og leika við Arsenal þann 29. nóvember.
Úrvalsdeildin neitaði þessu hinsvegar vegna þess að flutningur leiksins gæti þýtt að liðin væru ekki að standa við gerða sjónvarpssamninga.
Því þurftu forráðamenn félagsins að játa sig sigraða í þessari baráttu en eru engu að síður virkilega ósáttir með að þurfa að spila þennan leik á tilsettum tíma. Telja þeir að knattspyrnusambandið dragi úr mikilvægi Deildarbikarsins með því að láta tvö stórlið hafa svo stuttan tíma til undirbúnings fyrir 8. liða úrslitin.
Chelsea spila við Úlfana laugardaginn 26. nóvember og eru því í ansi góðri stöðu fyrir þennan leik. Þeir fá auka dag í hvíld og þurfa ekki að ferðast neitt.
Leikurinn við Manchester City verður ekki lokið fyrr en um kl. 18 á sunnudeginum en samt gert ráð fyrir því að leikmenn Liverpool gangi út á völlinn í London aðeins rétt rúmum 48 klukkustundum síðar. Verður þetta að teljast frekar erfitt verkefni allt saman og ljóst er að Kenny Dalglish getur ekki stillt upp sínu sterkasta liði í þessum leik en hann hefur hingað til tekið þessa keppni alvarlega.
Vissulega er gaman fyrir stuðningsmenn félagsins þegar svo margir stórleikir eru á skömmum tíma en öllu má nú ofgera.
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Hlýrra uppi í stúku! -
| Sf. Gutt
Dregið í Deildarbikarnum -
| Sf. Gutt
Áfram í Deildarbikarnum -
| Mummi
Miðasala á Liverpool – Ipswich og Liverpool – West Ham -
| Mummi
Seinkun á jólagjöf -
| Sf. Gutt
Af samningamálum Trent Alexander-Arnold -
| Sf. Gutt
Jafntefli manni færri! -
| Sf. Gutt
Enn nær Mohamed Salah merkum áfanga! -
| Sf. Gutt
Sögulegur sigur! -
| Sf. Gutt
Sigur á Spáni
Fréttageymslan