| Sf. Gutt
TIL BAKA
Allt undir á Brúnni
Það er allt undir á Brúnni í kvöld þegar Liverpool heldur þangað til leiks við Chelsea í átta liða úrslitum Deildarbikarsins.
Það fer ekki hjá því að mikilvægi leiksins er mikið fyrir bæði lið. Menn í herbúðum Liverpool hafa alla leiktíðina keppst við að lýsa því yfir að allt kapp verði lagt á að vinna annað hvort Deildarbikarinn eða F.A. bikarinn og helst báða bikarana þar sem Evrópukeppni sé ekki í boði.
Líklegt er að Chelsea muni leggja meiri áherslu á leikinn í kvöld en kannski fyrir nokkrum vikum þar sem liðinu hefur vegnað slaklega upp á síðkastið. Það er nefnilega bikar í húfi hér ef áfram tekst að halda í átt að Wembley.
Það eru aðeins tíu dagar liðnir frá því þessi sömu lið tókust á á sama stað og þá hafði Liverpool betur eins og allir muna. Á hinn bóginn eru aðeins tveir sólarhringar liðnir frá því Liverpool atti kappi við Manchester City í miklum hörkuleik. Kenny Dalglish hefur gagnrýnt að liðið hans skuli þurfa að spila svona mikilvægan leik aðeins tveimur dögum eftir leikinn við City en ekki tjáir að fást um það.
Kenny á vafalaust eftir að breyta liðinu sínu eitthvað frá því á sunnudaginn. Ýmsir búast við því að Jamie Carragher komi í vörnina og Andy Carroll í sóknina. Craig Bellamy ætti svo að koma aftur inn í liðshópinn. Ekki er ólíklegt að Fernando Torres hefji leikinn með Chelsea en ekki þarf að hafa áhyggjur af Raul Meireles því hann lék með Liverpool gegn Exter fyrr í keppninni og er því ekki löglegur.
Liðin hafa fjórum sinnum mæst í þessari keppni og hafa þau tvívegis hvort haft betur hingað til. Chelsea hefur unnið tvær síðustu viðureiginir og var sú fyrri úrslitaleikur keppninnar árið 2005. Chelsea vann þá 3:2 í Cardiff. Það væri mjög kærkomið að hefna fyrir það tap í kvöld!
Það fer ekki hjá því að mikilvægi leiksins er mikið fyrir bæði lið. Menn í herbúðum Liverpool hafa alla leiktíðina keppst við að lýsa því yfir að allt kapp verði lagt á að vinna annað hvort Deildarbikarinn eða F.A. bikarinn og helst báða bikarana þar sem Evrópukeppni sé ekki í boði.
Líklegt er að Chelsea muni leggja meiri áherslu á leikinn í kvöld en kannski fyrir nokkrum vikum þar sem liðinu hefur vegnað slaklega upp á síðkastið. Það er nefnilega bikar í húfi hér ef áfram tekst að halda í átt að Wembley.
Það eru aðeins tíu dagar liðnir frá því þessi sömu lið tókust á á sama stað og þá hafði Liverpool betur eins og allir muna. Á hinn bóginn eru aðeins tveir sólarhringar liðnir frá því Liverpool atti kappi við Manchester City í miklum hörkuleik. Kenny Dalglish hefur gagnrýnt að liðið hans skuli þurfa að spila svona mikilvægan leik aðeins tveimur dögum eftir leikinn við City en ekki tjáir að fást um það.
Kenny á vafalaust eftir að breyta liðinu sínu eitthvað frá því á sunnudaginn. Ýmsir búast við því að Jamie Carragher komi í vörnina og Andy Carroll í sóknina. Craig Bellamy ætti svo að koma aftur inn í liðshópinn. Ekki er ólíklegt að Fernando Torres hefji leikinn með Chelsea en ekki þarf að hafa áhyggjur af Raul Meireles því hann lék með Liverpool gegn Exter fyrr í keppninni og er því ekki löglegur.
Liðin hafa fjórum sinnum mæst í þessari keppni og hafa þau tvívegis hvort haft betur hingað til. Chelsea hefur unnið tvær síðustu viðureiginir og var sú fyrri úrslitaleikur keppninnar árið 2005. Chelsea vann þá 3:2 í Cardiff. Það væri mjög kærkomið að hefna fyrir það tap í kvöld!
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Alisson farinn að æfa -
| Sf. Gutt
Landsleikjafréttir -
| Sf. Gutt
Harvey farinn að æfa -
| Sf. Gutt
Ungliðar lánaðir -
| Sf. Gutt
Virgil fékk frí -
| Sf. Gutt
Landsleikjafréttir -
| Sf. Gutt
Georginio Wijnaldum fer víða -
| Sf. Gutt
Tveir uppaldir í enska landsliðinu -
| Sf. Gutt
Trent meiddur -
| Sf. Gutt
Heilsteypt lið!
Fréttageymslan