| Grétar Magnússon
TIL BAKA
Aftur glæstur sigur á Brúnni
Í annað sinn á níu dögum vannst frábær sigur á Stamford Bridge, aftur skoraði Maxi fyrsta markið eftir stoðsendingu frá Craig Bellamy og hægri bakvörðurinn innsiglaði svo sigurinn.
Kenny Dalglish gagnrýndi mikið það að liðið þyrfti að spila annan mikilvægan leik aðeins rúmum 48 klukkustundum eftir að flautað var til leiksloka gegn Manchester City á sunnudagskvöldið. Hann stillti því upp leikmönnum sem lítið spiluðu í síðasta leik að þeim Pepe Reina, Jose Enrique, Jordan Henderson og Lucas undanskildum. Inní liðið komu þeir Martin Kelly, Jamie Carragher, Sebastian Coates, Jay Spearing, Craig Bellamy og Andy Carroll.
Áður en flautað var til leiks var Gary Speed vottuð virðing með einnar mínútu klappi. Aðeins þrem mínútum eftir fyrsta flaut dómarans hefðu Chelsea menn ef til vill átt að fá vítaspyrnu er Luiz skeiðaði inní vítateig. Coates renndi sér en náði ekki til boltans og felldi Luiz. Dómarinn flautaði hinsvegar aukaspyrnu og gaf Luiz gult spjald fyrir leikaraskap. Vissulega má segja að Luiz hafi verið byrjaður að láta sig falla áður en Coates snerti hann en leikmenn Liverpool hefðu ekki getað mótmælt mikið ef vítaspyrna hefði verið dæmd.
Skömmu síðar gerðist svipað atvik í hinum vítateignum er títtnefndur Luiz virtist hrinda Carroll þegar sending kom inná teig en Phil Dowd sá ekki ástæðu til að dæma. Leikurinn einkenndist af miðjubaráttu og fátt markvert gerðist ekki fyrr en á 22. mínútu er Jose Enrique sendi boltann fyrir frá vinstri, Carroll fór í skallaeinvígi við Alex, miðvörð Chelsea. Alex handlék knöttinn og boltinn fór aftur fyrir endamörk, Carroll mótmælti kröftuglega ásamt samherjum sínum og dómarinn dæmdi vítaspyrnu. Carroll fór sjálfur á punktinn, þrumaði á mitt markið en Ross Turnbull markvörður sá við honum og varði með fótunum.
Heimamenn vöknuðu aðeins við þetta og komust í nokkur hálffæri sem varnarmenn og Jose Reina sá við, næst komust heimamenn því að skora þegar Lukaku skallaði að marki í uppbótartíma en boltinn fór framhjá. Flautað var svo til hálfleiks í stöðunni 0-0.
Síðari hálfleikur var keimlíkur þeim fyrri en heimamenn voru fyrstir til að ógna. Lampard tók aukaspyrnu frá hægri og sendi boltann yfir á fjærstöngina þar sem Malouda náði hálf lélegu skoti á markið, boltinn skoppaði á þverslánni og Coates reyndi að hreinsa frá. Hann náði ekki að hitta boltann og Luiz var mættur, skallaði boltann að marki en Coates bjargaði vel í horn.
Ísinn var svo brotinn á 58. mínútu. Jordan Henderson var með boltann á miðjum vallarhelmingi Chelsea, hann sá gott hlaup frá Bellamy á hægri kanti og sendi boltann hárfínt á hann á milli varnarmanna Chelsea. Bellamy skeiðaði í átt að marki, sá gott hlaup frá Maxi vinstra megin og sendi boltann á hann. Maxi átti ekki í vandræðum með að setja boltann í markið við mikinn fögnuð gestanna.
Aðeins fjórum mínútum síðar var staðan orðin 2-0. Bellamy lék upp vinstra megin og brotið var á honum. Hann tók aukaspyrnuna sjálfur og sendi frábæra sendingu inná vítateig þar sem Martin Kelly var einn og óvaldaður og hann þurfti lítið að koma við boltann til að skalla hann í fjærhornið. Fyrsta mark Kelly fyrir félagið staðreynd og hann fagnaði því vel og innilega. Craig Bellamy hafði nú átt tvær stoðsendingar og verið sífelld ógn við varnarmenn Chelsea.
2-0 fyrir gestina og margir héldu að heimamenn myndu nú pressa allverulega til að reyna að minnka muninn. Ekki er hægt að segja að það hafi verið raunin því gestirnir höfðu í raun töglin og haldirnar. Það sem skyggði á frábæra frammistöðu liðsins voru meiðsli Lucas en hann virtist meiðast illa á hné um miðjan seinni hálfleikinn. Var hann borinn útaf og Charlie Adam kom inná í hans stað. Eftir brotthvarf Lucasar náðu heimamenn upp ágætis pressu þó án þess að skapa hættu uppvið markið. Fernando Torres náði skalla að marki eftir hornspyrnu sem Reina varði vel og þar með eru hættulegustu færin upptalin.
2-0 sigur var því staðreynd við lokaflaut dómarans og Liverpool eru nú komnir í undanúrslit Deildarbikarsins í 14 sinn í sögu félagsins.
Chelsea: Turnbull, Bosingwa, Alex, Luiz, Bertrand, Romeu, McEachran (Ramires, 41. mín.), Lampard, Malouda (Anelka, 64. mín.), Lukaku (Mata, 64. mín.), Torres. Ónotaðir varamenn: Hilario, Ferreira, Ivanovic, Kalou.
Gul spjöld: Luiz, Alex, Malouda, Bertrand og Ramires.
Liverpool: Reina, Kelly, Carragher, Coates, Enrique, Lucas (Adam, 70. mín.), Spearing, Henderson, Maxi (Skrtel, 89. mín.), Bellamy (Kuyt 79. mín.), Carroll. Ónotaðir varamenn: Doni, Flanagan, Downing, Suarez.
Mörk Liverpool: Maxi Rodriguez (58. mín.) og Martin Kelly (63. mín.).
Gult spjald: Coates.
Áhorfendur á Stamford Bridge: 40.511
Maður leiksins: Craig Bellamy átti sýnilega erfitt með að halda aftur af tilfinningum sínum rétt fyrir leik þegar góðvini hans Gary Speed var vottuð virðing. Hann hefur greinilega notað það sem innblástur því hann stóð sig mjög vel í leiknum, átti stoðsendingu í báðum mörkunum og var sem fyrr vinnusamur og ógnandi fyrir varnarmenn Chelsea.
Kenny Dalglish: ,,Ég veit ekki hvort við spiluðum þá sundur og saman en við erum hæstánægðir með spilamennskuna. Við gerðum breytingar og flestir af þeim sem hafa spilað áður í þessari keppni fengu tækifæri því okkur fannst að þeir ættu það skilið. Þeir stóðu sig frábærlega. Jose Enrique, spilaði fyrir 48 klukkutímum síðan, Jordan sömuleiðis og Lucas líka og það hvernig þeir stóðu sig í þessum leik svo skömmu eftir þann síðasta var stórkostlegt. Við áttum góðan dag og ég held að við höfum átt skilið að fara áfram."
- Liverpool hafa nú komist í undanúrslit Deildarbikarsins 14 sinnum.
- Síðast komst félagið í úrslit keppninnar árið 2005 en þá tapaðist sá leikur einmitt gegn Chelsea 3-2 í Cardiff.
- Kenny Dalglish hefur aldrei tapað sem stjóri Liverpool á Stamford Bridge.
- Maxi Rodriguez hefur nú skorað þrjú mörk á tímabilinu og hafa tvö þeirra komið í Deilarbikarnum.
- Martin Kelly skoraði sitt fyrsta mark fyrir félagið.
Hér má sjá myndir úr leiknum frá heimasíðu Liverpool.
Kenny Dalglish gagnrýndi mikið það að liðið þyrfti að spila annan mikilvægan leik aðeins rúmum 48 klukkustundum eftir að flautað var til leiksloka gegn Manchester City á sunnudagskvöldið. Hann stillti því upp leikmönnum sem lítið spiluðu í síðasta leik að þeim Pepe Reina, Jose Enrique, Jordan Henderson og Lucas undanskildum. Inní liðið komu þeir Martin Kelly, Jamie Carragher, Sebastian Coates, Jay Spearing, Craig Bellamy og Andy Carroll.
Áður en flautað var til leiks var Gary Speed vottuð virðing með einnar mínútu klappi. Aðeins þrem mínútum eftir fyrsta flaut dómarans hefðu Chelsea menn ef til vill átt að fá vítaspyrnu er Luiz skeiðaði inní vítateig. Coates renndi sér en náði ekki til boltans og felldi Luiz. Dómarinn flautaði hinsvegar aukaspyrnu og gaf Luiz gult spjald fyrir leikaraskap. Vissulega má segja að Luiz hafi verið byrjaður að láta sig falla áður en Coates snerti hann en leikmenn Liverpool hefðu ekki getað mótmælt mikið ef vítaspyrna hefði verið dæmd.
Skömmu síðar gerðist svipað atvik í hinum vítateignum er títtnefndur Luiz virtist hrinda Carroll þegar sending kom inná teig en Phil Dowd sá ekki ástæðu til að dæma. Leikurinn einkenndist af miðjubaráttu og fátt markvert gerðist ekki fyrr en á 22. mínútu er Jose Enrique sendi boltann fyrir frá vinstri, Carroll fór í skallaeinvígi við Alex, miðvörð Chelsea. Alex handlék knöttinn og boltinn fór aftur fyrir endamörk, Carroll mótmælti kröftuglega ásamt samherjum sínum og dómarinn dæmdi vítaspyrnu. Carroll fór sjálfur á punktinn, þrumaði á mitt markið en Ross Turnbull markvörður sá við honum og varði með fótunum.
Heimamenn vöknuðu aðeins við þetta og komust í nokkur hálffæri sem varnarmenn og Jose Reina sá við, næst komust heimamenn því að skora þegar Lukaku skallaði að marki í uppbótartíma en boltinn fór framhjá. Flautað var svo til hálfleiks í stöðunni 0-0.
Síðari hálfleikur var keimlíkur þeim fyrri en heimamenn voru fyrstir til að ógna. Lampard tók aukaspyrnu frá hægri og sendi boltann yfir á fjærstöngina þar sem Malouda náði hálf lélegu skoti á markið, boltinn skoppaði á þverslánni og Coates reyndi að hreinsa frá. Hann náði ekki að hitta boltann og Luiz var mættur, skallaði boltann að marki en Coates bjargaði vel í horn.
Ísinn var svo brotinn á 58. mínútu. Jordan Henderson var með boltann á miðjum vallarhelmingi Chelsea, hann sá gott hlaup frá Bellamy á hægri kanti og sendi boltann hárfínt á hann á milli varnarmanna Chelsea. Bellamy skeiðaði í átt að marki, sá gott hlaup frá Maxi vinstra megin og sendi boltann á hann. Maxi átti ekki í vandræðum með að setja boltann í markið við mikinn fögnuð gestanna.
Aðeins fjórum mínútum síðar var staðan orðin 2-0. Bellamy lék upp vinstra megin og brotið var á honum. Hann tók aukaspyrnuna sjálfur og sendi frábæra sendingu inná vítateig þar sem Martin Kelly var einn og óvaldaður og hann þurfti lítið að koma við boltann til að skalla hann í fjærhornið. Fyrsta mark Kelly fyrir félagið staðreynd og hann fagnaði því vel og innilega. Craig Bellamy hafði nú átt tvær stoðsendingar og verið sífelld ógn við varnarmenn Chelsea.
2-0 fyrir gestina og margir héldu að heimamenn myndu nú pressa allverulega til að reyna að minnka muninn. Ekki er hægt að segja að það hafi verið raunin því gestirnir höfðu í raun töglin og haldirnar. Það sem skyggði á frábæra frammistöðu liðsins voru meiðsli Lucas en hann virtist meiðast illa á hné um miðjan seinni hálfleikinn. Var hann borinn útaf og Charlie Adam kom inná í hans stað. Eftir brotthvarf Lucasar náðu heimamenn upp ágætis pressu þó án þess að skapa hættu uppvið markið. Fernando Torres náði skalla að marki eftir hornspyrnu sem Reina varði vel og þar með eru hættulegustu færin upptalin.
2-0 sigur var því staðreynd við lokaflaut dómarans og Liverpool eru nú komnir í undanúrslit Deildarbikarsins í 14 sinn í sögu félagsins.
Chelsea: Turnbull, Bosingwa, Alex, Luiz, Bertrand, Romeu, McEachran (Ramires, 41. mín.), Lampard, Malouda (Anelka, 64. mín.), Lukaku (Mata, 64. mín.), Torres. Ónotaðir varamenn: Hilario, Ferreira, Ivanovic, Kalou.
Gul spjöld: Luiz, Alex, Malouda, Bertrand og Ramires.
Liverpool: Reina, Kelly, Carragher, Coates, Enrique, Lucas (Adam, 70. mín.), Spearing, Henderson, Maxi (Skrtel, 89. mín.), Bellamy (Kuyt 79. mín.), Carroll. Ónotaðir varamenn: Doni, Flanagan, Downing, Suarez.
Mörk Liverpool: Maxi Rodriguez (58. mín.) og Martin Kelly (63. mín.).
Gult spjald: Coates.
Áhorfendur á Stamford Bridge: 40.511
Maður leiksins: Craig Bellamy átti sýnilega erfitt með að halda aftur af tilfinningum sínum rétt fyrir leik þegar góðvini hans Gary Speed var vottuð virðing. Hann hefur greinilega notað það sem innblástur því hann stóð sig mjög vel í leiknum, átti stoðsendingu í báðum mörkunum og var sem fyrr vinnusamur og ógnandi fyrir varnarmenn Chelsea.
Kenny Dalglish: ,,Ég veit ekki hvort við spiluðum þá sundur og saman en við erum hæstánægðir með spilamennskuna. Við gerðum breytingar og flestir af þeim sem hafa spilað áður í þessari keppni fengu tækifæri því okkur fannst að þeir ættu það skilið. Þeir stóðu sig frábærlega. Jose Enrique, spilaði fyrir 48 klukkutímum síðan, Jordan sömuleiðis og Lucas líka og það hvernig þeir stóðu sig í þessum leik svo skömmu eftir þann síðasta var stórkostlegt. Við áttum góðan dag og ég held að við höfum átt skilið að fara áfram."
Fróðleikur:
- Liverpool hafa nú komist í undanúrslit Deildarbikarsins 14 sinnum.
- Síðast komst félagið í úrslit keppninnar árið 2005 en þá tapaðist sá leikur einmitt gegn Chelsea 3-2 í Cardiff.
- Kenny Dalglish hefur aldrei tapað sem stjóri Liverpool á Stamford Bridge.
- Maxi Rodriguez hefur nú skorað þrjú mörk á tímabilinu og hafa tvö þeirra komið í Deilarbikarnum.
- Martin Kelly skoraði sitt fyrsta mark fyrir félagið.
Hér má sjá myndir úr leiknum frá heimasíðu Liverpool.
Nýlegar fréttir
-
| Heimir Eyvindarson
Ofurhetja í uppbótartíma -
| Heimir Eyvindarson
Nunez tryggði mikilvægan sigur á Brentford -
| Heimir Eyvindarson
Brentford-Liverpool -
| Sf. Gutt
Áfram með smjörið! -
| Sf. Gutt
Jafnglími! -
| Heimir Eyvindarson
Af hverju er okkur illa við Nottingham Forest? -
| Sf. Gutt
Fyrsta tapið! -
| Sf. Gutt
Darwin í banni -
| Sf. Gutt
Dregið í FA bikarnum -
| Sf. Gutt
Auðvelt áframhald!
Fréttageymslan