| Sf. Gutt
Það er mæting í Musterið á þrettándakvöldi. Ekki verða nú jólin beint kvödd þar heldur hefst vegferð Liverpool í F.A. bikarnum. Liverpool mætir þar Oldham Athletic í 3. umferð F.A. bikarsins og vonandi mun sönn þrettándagleði ríkja hjá stuðningsmönnum Liverpool.
Heldur er óvenjulegt að leikur í F.A. bikarkeppninni fari fram á föstudagskvöldi en Everton á líka heimaleik í þessari umferð og sá var fastsettur á undan því Oldham þurfti aukaleik. Liverpool varð því að spila á öðrum degi og að ráði varð að leika á föstudagskvöldi.
Liverpool hefur ekki unnið F.A. bikarinn frá 2006 og hafa margir slæmir útslættir orðið frá þeim sigri. Nú er að vona að liðið nái alla leið á Wembley í vor. Liðið er jú komið í undanúrslit í Deildarbikarnum og góð rispa í F.A. bikarnum er líka orðin löngu tímabær.
TIL BAKA
Mæting í Musterið á þrettándakvöld!

Heldur er óvenjulegt að leikur í F.A. bikarkeppninni fari fram á föstudagskvöldi en Everton á líka heimaleik í þessari umferð og sá var fastsettur á undan því Oldham þurfti aukaleik. Liverpool varð því að spila á öðrum degi og að ráði varð að leika á föstudagskvöldi.
Liverpool hefur ekki unnið F.A. bikarinn frá 2006 og hafa margir slæmir útslættir orðið frá þeim sigri. Nú er að vona að liðið nái alla leið á Wembley í vor. Liðið er jú komið í undanúrslit í Deildarbikarnum og góð rispa í F.A. bikarnum er líka orðin löngu tímabær.
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Mohamed Salah sló metið! -
| Sf. Gutt
Dregið í Meistaradeildinni -
| Heimir Eyvindarson
Joe Gomez úr leik fram á vor -
| Heimir Eyvindarson
Tvö töpuð stig á Villa Park -
| Heimir Eyvindarson
Spáð í spilin - Erfitt verkefni á Villa Park í kvöld -
| Heimir Eyvindarson
Enn eitt metið í hættu í kvöld -
| Sf. Gutt
Sigur í kveðjuleik Jürgen Norbert Klopp! -
| Sf. Gutt
Í minningu Bob Paisley -
| Mummi
Stórviðburður í vændum – Miðasala hafin á árshátíð Liverpoolklúbbsins -
| Sf. Gutt
Yfirlýsing Liverpool félaganna
Fréttageymslan