| Sf. Gutt
Craig Bellamy syrgir vinn sinn þessa dagana en landi hans Gary Speed svipti sig lífi um síðustu helgi. Craig treysti sér skiljanlega ekki til að leika á móti Manchester City á sunnudaginn enda bárust fregnir af fráfalli Gary þá fyrr um daginn. En Craig var mættur til leiks á Stamford Bridge og kvöldið var sannarlega tilfinningaþrungið fyrir Veilsverjann.
Fyrir leik var Gary Speed minnst og áhorfendur kyrjuðu nafn hans. Það var ekki undarlegt að Craig skyldi komast við en hann og Gary voru miklir vinir. Gary var nú síðast landsliðsþjálfari Wales þar sem Craig hefur leikið lykilhlutverk til margra ára við hlið og nú síðast undir stjórn hans.
Craig fór af velli ellefu mínútum fyrir leikslok eftir að hafa lagt upp bæði mörk Liverpool. Stuðningsmenn Liverpool hylltu þá Veilsverjann og kyrjuðu um leið nafn Gary Speed. Mögnuð stund og stuðningsmenn Liverpool sýndu þarna Craig góðan stuðning á erfiðri stundu. Gary var auðvitað leikmaður Everton um tíma en stuðningsmenn Liverpool sýndu honum þarna verðskuldaða virðingu á eftirminnilegan hátt.
Hér má sjá hvernig Gary Speed var minnst á Stamford Bridge fyrir leik Liverpool og Chelsea.
TIL BAKA
Craig syrgir vinn sinn

Fyrir leik var Gary Speed minnst og áhorfendur kyrjuðu nafn hans. Það var ekki undarlegt að Craig skyldi komast við en hann og Gary voru miklir vinir. Gary var nú síðast landsliðsþjálfari Wales þar sem Craig hefur leikið lykilhlutverk til margra ára við hlið og nú síðast undir stjórn hans.
Craig fór af velli ellefu mínútum fyrir leikslok eftir að hafa lagt upp bæði mörk Liverpool. Stuðningsmenn Liverpool hylltu þá Veilsverjann og kyrjuðu um leið nafn Gary Speed. Mögnuð stund og stuðningsmenn Liverpool sýndu þarna Craig góðan stuðning á erfiðri stundu. Gary var auðvitað leikmaður Everton um tíma en stuðningsmenn Liverpool sýndu honum þarna verðskuldaða virðingu á eftirminnilegan hátt.
Hér má sjá hvernig Gary Speed var minnst á Stamford Bridge fyrir leik Liverpool og Chelsea.
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Mohamed Salah sló metið! -
| Sf. Gutt
Dregið í Meistaradeildinni -
| Heimir Eyvindarson
Joe Gomez úr leik fram á vor -
| Heimir Eyvindarson
Tvö töpuð stig á Villa Park -
| Heimir Eyvindarson
Spáð í spilin - Erfitt verkefni á Villa Park í kvöld -
| Heimir Eyvindarson
Enn eitt metið í hættu í kvöld -
| Sf. Gutt
Sigur í kveðjuleik Jürgen Norbert Klopp! -
| Sf. Gutt
Í minningu Bob Paisley -
| Mummi
Stórviðburður í vændum – Miðasala hafin á árshátíð Liverpoolklúbbsins -
| Sf. Gutt
Yfirlýsing Liverpool félaganna
Fréttageymslan