| Sf. Gutt

Mark spáir í spilin

Liverpool er komið í undanúrslit í Deildarbikarnum en nú er að sjá hversu langt liðið kemst í F.A. bikarnum. Það liggur fyrir að mikil áhersla er lögð á ensku bikarkeppnirnar tvær á þessu keppnistímabili í herbúðum Liverpool. Liðið náði ekki Evrópusæti og því ætti að vera hægt að leggja meiri áherslu á Deildarbikarinn og F.A. bikarinn. Vonandi nær nú liðið loksins almennilegum árangri í bikarkeppnunum en hann hefur ekki verið upp á marga fiska síðustu leiktíðir.

Alltof mörg óþolandi töð fyrir slökum liðum hafa ergt stuðningsmenn Liverpool síðustu árin og vonandi verður ekki slíkt uppi á teningum núna. Það skiptir nefnilega miklu að komast sem lengst í þessum keppnum. Fleiri leikir, meiri spenna og svo auðvitað möguleiki á titlum!

                                                             

                                                                          
                                                             Liverpool v Oldham Athleitc 

Það hrannast upp leikir hjá Liverpool og stutt er orðið í undanúrslitaleik í Deildarbikarnum við Manchester City en hann fer fram í næstu viku. En Kenny Dalglish getur breytt liðinu sínu og þó svo að hann hvíli nokkra menn þá held ég að liðið verði of sterkt fyrir Oldham. Stuðningsmenn Latics eiga eftir að fjölmenna til Anfielden ég á ekki von á neinum óvæntum úrslitum og þetta ætti að vera þægilegur sigur fyrir Liverpool.

Spá: 2:0.

                                                                                   Til minnis!
 
- Liverpool hefur unnið F.A. bikarinn sjö sinnum. 1965, 1974, 1986, 1989, 1992, 2001 og 2006.

- Þeir Jose Reina, Jamie Carragher og Steven Gerrard voru bikarmeistarar með Liverpool árið 2006.

- Jose Reina er eini leikmaður Liverpool sem hefur leikið alla leiki Liverpool hingað til á leiktíðinni.

- Liverpool mætti Oldham síðast á leiktíðinni 1993/94 en þá lék Oldham í efstu deild.

- Þessi leikur er í 3. umferð F.A. bikarkeppninnar og Liverpool hefur fallið úr leik í þeirri umferð síðustu tvö árin.
 
Hér eru myndir af leikmönnum Liverpool æfa sig fyrir leikinn.

 
TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan