| Sf. Gutt
Seinni partinn í dag náðist að landa sýningarrétti á leik Liverpool og Oldham Athletic. Leikurinn var ekki á dagskrá og litlar líkur taldar á að hægt yrði að ná að sýna hann. Leikurinn er til dæmis ekki á dagskrá á Englandi. En það verður hægt að sjá hann á Stöð tvö sport og hefst leikurinn klukkan átta.
Það er óvenjulegt að Liverpool skuli leika á föstudagskvöldi þótt liðið hafi reyndar leikið fyrir réttri viku en sá leikur var í jólatörninni og þá er nú spilað á alls konar tímum. En ástæðan fyrir því að Liverpool er að spila í kvöld er sú að Everton mætir Tamworth á Goodison Park á morgun og Liverpool vildi frekar leika í kvöld en á sunnudaginn en þá verða nokkrir leikir í beinni útsendingu.
Þessi ákvörðun forráðamanna Liverpool að spila á föstudagkvöldi hefur kannski borgað sig því uppselt er á Anfield Road í kvöld. Svo fá leikmenn Liverpool meiri hvíld en Manchester City fyrir leik liðanna á miðvikudagskvöldið og ekki er það verra. Nú er að vona að það verði sannkölluð þrettándagleði hjá stuðningsmönnum Liverpool í Musterinu í kvöld.
TIL BAKA
Hægt að horfa á Liverpool á Íslandi!

Það er óvenjulegt að Liverpool skuli leika á föstudagskvöldi þótt liðið hafi reyndar leikið fyrir réttri viku en sá leikur var í jólatörninni og þá er nú spilað á alls konar tímum. En ástæðan fyrir því að Liverpool er að spila í kvöld er sú að Everton mætir Tamworth á Goodison Park á morgun og Liverpool vildi frekar leika í kvöld en á sunnudaginn en þá verða nokkrir leikir í beinni útsendingu.
Þessi ákvörðun forráðamanna Liverpool að spila á föstudagkvöldi hefur kannski borgað sig því uppselt er á Anfield Road í kvöld. Svo fá leikmenn Liverpool meiri hvíld en Manchester City fyrir leik liðanna á miðvikudagskvöldið og ekki er það verra. Nú er að vona að það verði sannkölluð þrettándagleði hjá stuðningsmönnum Liverpool í Musterinu í kvöld.
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Mohamed Salah sló metið! -
| Sf. Gutt
Dregið í Meistaradeildinni -
| Heimir Eyvindarson
Joe Gomez úr leik fram á vor -
| Heimir Eyvindarson
Tvö töpuð stig á Villa Park -
| Heimir Eyvindarson
Spáð í spilin - Erfitt verkefni á Villa Park í kvöld -
| Heimir Eyvindarson
Enn eitt metið í hættu í kvöld -
| Sf. Gutt
Sigur í kveðjuleik Jürgen Norbert Klopp! -
| Sf. Gutt
Í minningu Bob Paisley -
| Mummi
Stórviðburður í vændum – Miðasala hafin á árshátíð Liverpoolklúbbsins -
| Sf. Gutt
Yfirlýsing Liverpool félaganna
Fréttageymslan