| Grétar Magnússon
TIL BAKA
Agger frá í nokkrar vikur
Kenny Dalglish staðfesti það í dag að Daniel Agger verður frá í nokkrar vikur eftir að hann brákaði rifbein gegn Cardiff. Daninn fór af velli undir lok venjulegs leiktíma á Wembley. Einnig er óvíst með Steven Gerrard eftir landsleik Englendinga.
Steven Gerrard sneri aftur á Melwood í dag þar sem hann verður skoðaður frekar en honum var skipt útaf á 32. mínútu í 3-2 tapi Englendinga gegn Hollendingum á Wembley á miðvikudagskvöldið.
Kenny Daglish sagði á blaðamannafundi fyrr í dag: ,,Leikmennirnir eru að koma til baka í dag, þannig að við fáum mat á þá flesta þegar við ræðum við læknaliðið og svo skoðum við hlutina í framhaldi."
,,Ef ég veit ekki hvers eðlis meiðsli eru þá get ég ekki sagt ykkur hvort að hann (Gerrard) geti spilað gegn Arsenal. Það er því best að sleppa því að vera með ágiskanir og bíða bara og sjá hvað læknarnir hafa að segja þegar þeir hafa skoðað hann."
Þó er ljóst að Daniel Agger verður ekki með gegn Arsenal á laugardaginn. Þess má geta að Daniel varð fyrir svipuðum meiðslum í haust í leik gegn Tottenham.
Dalglish sagði: ,,Hann er með brákað rifbein og gæti því verið frá í nokkrar vikur. Allir sem eru meiddir er klárlega saknað. Daniel hefur verið að spila frábærlega á tímabilinu, en við söknum allra þeirra sem eru ekki klárir í slaginn."
,,Leikmannahópurinn er til þess að maður geti komið í manns stað þegar um meiðsli og bönn er að ræða - og við munum þurfa að nota aðra leikmenn í stað Daniel ef hann er frá í nokkrar vikur."
Hvað aðra leikmenn varðar mun Dalglish fá fréttir af þeim síðar í dag þegar leikmenn tínast einn af öðrum aftur á Melwood eftir landsleikjahléð. Eftir það hefst svo undirbúningur fyrir stórleikinn gegn Arsenal.
Dalglish bætti við: ,,Hvað við höfum í höndunum og hverjir spila gegn Arsenal veit ég ekki um því við höfum ekki æft eftir landsleikina. Við vorum með 12 eða 13 leikmenn á ferð og flugi, við verðum því að bíða og sjá hvernig menn eru þegar þeir koma til baka."
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Hlýrra uppi í stúku! -
| Sf. Gutt
Dregið í Deildarbikarnum -
| Sf. Gutt
Áfram í Deildarbikarnum -
| Mummi
Miðasala á Liverpool – Ipswich og Liverpool – West Ham -
| Mummi
Seinkun á jólagjöf -
| Sf. Gutt
Af samningamálum Trent Alexander-Arnold -
| Sf. Gutt
Jafntefli manni færri! -
| Sf. Gutt
Enn nær Mohamed Salah merkum áfanga! -
| Sf. Gutt
Sögulegur sigur! -
| Sf. Gutt
Sigur á Spáni
Fréttageymslan