| Heimir Eyvindarson
TIL BAKA
Slæmt tap gegn Arsenal
Liverpool tapaði í dag fyrir Arsenal á Anfield, í leik þar sem Liverpool var með yfirhöndina svo að segja allan tímann. Lokatölur urðu 1-2.
Kenny Dalglish varð að gera 3 breytingar á byrjunarliðinu frá leiknum gegn Cardiff um síðustu helgi vegna meiðsla. Glen Johnsons, Steven Gerrard og Daniel Agger eru allir meiddir og í stað þeirra komu Martin Kelly, Jay Spearing og Jamie Carragher inn í liðið. Þá fékk Dirk Kuyt sæti í byrjunarliðinu á kostnað Andy Carroll.
Liverpool var sprækara liðið á vellinum alveg frá byrjun. Stewart Downing og Luis Suarez voru báðir nálægt því að skora á fyrstu 15 mínútum leiksins, en þeir skutu ýmist langt frá marki eða létu Szczesny í marki Arsenal verja frá sér. Ekki fyrsti markvörðurinn sem á stórleik á Anfield.
Á 17. mínútu fékk Szczesny síðan dæmda á sig vítaspyrnu fyrir að fella Luis Suarez inní teig. Snertingin kannski ekki mikil, en Mark Halsey ágætur dómari leiksins ákvað samt sem áður að benda á punktinn.
Það kom í hlut Dirk Kuyt að taka spyrnuna, en hún var slök og Szczesny varði. Boltinn barst aftur til Kuyt í teignum, en seinna skotið var máttlaust og Szczesny varði aftur.
Á 23. mínútu kom loks fyrsta mark leiksins. Þar var að verki Koscielny, varnarmaður Arsenal, en hann setti boltann í eigið mark eftir fasta fyrirgjöf frá Henderson. Staðan orðin 1-0 á Anfield.
Á 25. mínútu var Liverpool í tvígang nálægt því að auka forystuna. Fyrst skaut Henderson að marki eftir sendingu frá Kuyt. Szczesny varði og þá komst Suarez í boltann, en setti hann í stöngina. Lánleysi okkar manna algjört, eins og svo oft áður.
Á 31. mínútu kom síðan jöfnunarmark Arsenal, svo að segja upp úr engu. Sagna sendi boltann fyrir frá hægri, beint á kollinn á Van Persie sem átti ekki í nokkrum vandræðum með að skalla boltann í bláhornið, enda í afleitri gæslu Jamie Carragher. Staðan orðin jöfn á Anfield, þvert gegn gangi leiksins.
Það sem eftir lifði hálfleiks hélt Liverpool áfram að sækja og bæði Suarez og Kuyt voru grátlega nærri því að koma okkar mönnum aftur yfir. En allt kom fyrir ekki og staðan jöfn í hálfleik.
Síðari hálfleikur var kannski ekki jafn fjörugur og sá fyrri en Liverpool var áfam mun betri aðilinn í leiknum. Meira með boltann og skapaði sér hættulegri færi. En því miður var enginn okkar manna á skotskónum í dag. Það kom kannski best í ljós á 69. mínútu, þegar Martin Kelly skaut í sjálfan sig og út af þar sem hann stóð í dauðafæri innan við metra frá opnu marki Arsenal!
Í liði gestanna er hinsvegar magnaður framherji, Robin Van Persie, sem getur gert sér mat úr litlu, og það gerði hann svo sannarlega í dag. Á 90. mínútu fékk hann boltann inn fyrir vörn heimamanna og tókst einhvern veginn að skora fram hjá Reina úr þröngu færi. Staðan orðin 2-1 fyrir gestina. Það urðu lokatölur leiksins. Afar ósanngjarn sigur Arsenal og ekki í fyrsta sinn sem okkar mönnum mistekst að nýta færin og gera út um leiki sem þeir virðast hafa í hendi sér.
Liverpool: Reina, Kelly, Carragher, Skrtel, Enrique, Kuyt, Spearing (Carroll á 90. mín.), Adam, Downing (Bellamy á 88. mín.), Suarez og Henderson. Ónotaðir varamenn: Doni, Rodriguez, Flanagan, Carroll og Coates.
Mark Liverpool: Laurent Koscielny, sjálfsmark á 23. mín..
Arsenal: Szczesny, Sagna, Gibbs, Vermaelen, Koscielny, Walcott, Arteta (Diaby 53. mín (Oxlade-Chamberlain 81. mín!), Song, Rosicky, Benayoun (Gervinho 74. mín.) og van Persie. Ónotaðir varamenn: Fabianski, Chamach, Jenkinson og Miguel.
Mörk Arsenal: Robin Van Persie
Gult spjald: Vermaelen
Áhorfendur á Anfield: 44.941.
Maður leiksins: Jordan Henderson hreppir hnossið í dag. Fyrst og fremt fyrir góða frammistöðu sóknarlega í fyrri hálfleik, en þá flaut sóknarleikur Liverpool vel í gegnum hann. Henderson verður að vísu að fara að klára færin sín betur, en það má reyndar segja um alla aðra leikmenn liðsins.
Kenny Dalglish: Við spiluðum vel í dag. Svo vel að það er eiginlega óskiljanlegt hvernig okkur tókst að tapa. Úrslitin endurspegla ekki leikinn á nokkurn hátt.
Fróðleikur.
- Þeta var fyrsta tap Liverpool á heimavelli á leiktíðinni.
- Það er athyglisvert að síðan 2003 hefur Liverpool einungis þrisvar sinnum tapað leik á Anfield þar sem liðið hefur skorað fyrsta mark leiksins. Í öll skiptin hefur Arsenal verið andstæðingurinn!
- Mörkin tvö sem Van Persie skoraði í dag eru fyrstu mörk hans á Anfield.
- Frá stofnun Úrvalsdeildarinnar hafa liðin nú mæst 40 sinnum. 15 þessara leikja hefur Liverpool unnið, Arsenal 14 og 11 hafa endað með jafntefli.
- Á Anfield hefur Arsenal nú unnið okkar menn 7 sinnum eftir að Úrvalsdeildin var stofnuð. Liverpool
hefur 9 sinnum farið með sigur af hólmi og aðeins 4 leikir hafa endað með jafntefli.
- Þrátt fyrir ágætan árangur gegn Arsenal í sögulegu samhengi hefur okkar mönnum gengið fremur illa með Lundúnaliðið undanfarin ár. Í síðustu 10 deildarviðureignum liðanna hefur Liverpool aðeins farið einu sinni með sigur af hólmi. Það var einmitt í upphafi yfirstandandi tímabils, þegar Liverpool vann 2-0 á Emirates.
- Dirk Kuyt misnotaði sitt annað víti á leiktíðinni. Í heild hafa sex víti farið forgörðum á leiktíðinni.
Hér eru myndir úr leiknum af Liverpoolfc.tv.
Hér eru myndir úr leiknum af vefsíðu BBC.
Hér er viðtal við Kenny Dalglish sem tekið var eftir leikinn.
Kenny Dalglish varð að gera 3 breytingar á byrjunarliðinu frá leiknum gegn Cardiff um síðustu helgi vegna meiðsla. Glen Johnsons, Steven Gerrard og Daniel Agger eru allir meiddir og í stað þeirra komu Martin Kelly, Jay Spearing og Jamie Carragher inn í liðið. Þá fékk Dirk Kuyt sæti í byrjunarliðinu á kostnað Andy Carroll.
Liverpool var sprækara liðið á vellinum alveg frá byrjun. Stewart Downing og Luis Suarez voru báðir nálægt því að skora á fyrstu 15 mínútum leiksins, en þeir skutu ýmist langt frá marki eða létu Szczesny í marki Arsenal verja frá sér. Ekki fyrsti markvörðurinn sem á stórleik á Anfield.
Á 17. mínútu fékk Szczesny síðan dæmda á sig vítaspyrnu fyrir að fella Luis Suarez inní teig. Snertingin kannski ekki mikil, en Mark Halsey ágætur dómari leiksins ákvað samt sem áður að benda á punktinn.
Það kom í hlut Dirk Kuyt að taka spyrnuna, en hún var slök og Szczesny varði. Boltinn barst aftur til Kuyt í teignum, en seinna skotið var máttlaust og Szczesny varði aftur.
Á 23. mínútu kom loks fyrsta mark leiksins. Þar var að verki Koscielny, varnarmaður Arsenal, en hann setti boltann í eigið mark eftir fasta fyrirgjöf frá Henderson. Staðan orðin 1-0 á Anfield.
Á 25. mínútu var Liverpool í tvígang nálægt því að auka forystuna. Fyrst skaut Henderson að marki eftir sendingu frá Kuyt. Szczesny varði og þá komst Suarez í boltann, en setti hann í stöngina. Lánleysi okkar manna algjört, eins og svo oft áður.
Á 31. mínútu kom síðan jöfnunarmark Arsenal, svo að segja upp úr engu. Sagna sendi boltann fyrir frá hægri, beint á kollinn á Van Persie sem átti ekki í nokkrum vandræðum með að skalla boltann í bláhornið, enda í afleitri gæslu Jamie Carragher. Staðan orðin jöfn á Anfield, þvert gegn gangi leiksins.
Það sem eftir lifði hálfleiks hélt Liverpool áfram að sækja og bæði Suarez og Kuyt voru grátlega nærri því að koma okkar mönnum aftur yfir. En allt kom fyrir ekki og staðan jöfn í hálfleik.
Síðari hálfleikur var kannski ekki jafn fjörugur og sá fyrri en Liverpool var áfam mun betri aðilinn í leiknum. Meira með boltann og skapaði sér hættulegri færi. En því miður var enginn okkar manna á skotskónum í dag. Það kom kannski best í ljós á 69. mínútu, þegar Martin Kelly skaut í sjálfan sig og út af þar sem hann stóð í dauðafæri innan við metra frá opnu marki Arsenal!
Í liði gestanna er hinsvegar magnaður framherji, Robin Van Persie, sem getur gert sér mat úr litlu, og það gerði hann svo sannarlega í dag. Á 90. mínútu fékk hann boltann inn fyrir vörn heimamanna og tókst einhvern veginn að skora fram hjá Reina úr þröngu færi. Staðan orðin 2-1 fyrir gestina. Það urðu lokatölur leiksins. Afar ósanngjarn sigur Arsenal og ekki í fyrsta sinn sem okkar mönnum mistekst að nýta færin og gera út um leiki sem þeir virðast hafa í hendi sér.
Liverpool: Reina, Kelly, Carragher, Skrtel, Enrique, Kuyt, Spearing (Carroll á 90. mín.), Adam, Downing (Bellamy á 88. mín.), Suarez og Henderson. Ónotaðir varamenn: Doni, Rodriguez, Flanagan, Carroll og Coates.
Mark Liverpool: Laurent Koscielny, sjálfsmark á 23. mín..
Arsenal: Szczesny, Sagna, Gibbs, Vermaelen, Koscielny, Walcott, Arteta (Diaby 53. mín (Oxlade-Chamberlain 81. mín!), Song, Rosicky, Benayoun (Gervinho 74. mín.) og van Persie. Ónotaðir varamenn: Fabianski, Chamach, Jenkinson og Miguel.
Mörk Arsenal: Robin Van Persie
Gult spjald: Vermaelen
Áhorfendur á Anfield: 44.941.
Maður leiksins: Jordan Henderson hreppir hnossið í dag. Fyrst og fremt fyrir góða frammistöðu sóknarlega í fyrri hálfleik, en þá flaut sóknarleikur Liverpool vel í gegnum hann. Henderson verður að vísu að fara að klára færin sín betur, en það má reyndar segja um alla aðra leikmenn liðsins.
Kenny Dalglish: Við spiluðum vel í dag. Svo vel að það er eiginlega óskiljanlegt hvernig okkur tókst að tapa. Úrslitin endurspegla ekki leikinn á nokkurn hátt.
Fróðleikur.
- Þeta var fyrsta tap Liverpool á heimavelli á leiktíðinni.
- Það er athyglisvert að síðan 2003 hefur Liverpool einungis þrisvar sinnum tapað leik á Anfield þar sem liðið hefur skorað fyrsta mark leiksins. Í öll skiptin hefur Arsenal verið andstæðingurinn!
- Mörkin tvö sem Van Persie skoraði í dag eru fyrstu mörk hans á Anfield.
- Frá stofnun Úrvalsdeildarinnar hafa liðin nú mæst 40 sinnum. 15 þessara leikja hefur Liverpool unnið, Arsenal 14 og 11 hafa endað með jafntefli.
- Á Anfield hefur Arsenal nú unnið okkar menn 7 sinnum eftir að Úrvalsdeildin var stofnuð. Liverpool
hefur 9 sinnum farið með sigur af hólmi og aðeins 4 leikir hafa endað með jafntefli.
- Þrátt fyrir ágætan árangur gegn Arsenal í sögulegu samhengi hefur okkar mönnum gengið fremur illa með Lundúnaliðið undanfarin ár. Í síðustu 10 deildarviðureignum liðanna hefur Liverpool aðeins farið einu sinni með sigur af hólmi. Það var einmitt í upphafi yfirstandandi tímabils, þegar Liverpool vann 2-0 á Emirates.
- Dirk Kuyt misnotaði sitt annað víti á leiktíðinni. Í heild hafa sex víti farið forgörðum á leiktíðinni.
Hér eru myndir úr leiknum af Liverpoolfc.tv.
Hér eru myndir úr leiknum af vefsíðu BBC.
Hér er viðtal við Kenny Dalglish sem tekið var eftir leikinn.
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Hlýrra uppi í stúku! -
| Sf. Gutt
Dregið í Deildarbikarnum -
| Sf. Gutt
Áfram í Deildarbikarnum -
| Mummi
Miðasala á Liverpool – Ipswich og Liverpool – West Ham -
| Mummi
Seinkun á jólagjöf -
| Sf. Gutt
Af samningamálum Trent Alexander-Arnold -
| Sf. Gutt
Jafntefli manni færri! -
| Sf. Gutt
Enn nær Mohamed Salah merkum áfanga! -
| Sf. Gutt
Sögulegur sigur! -
| Sf. Gutt
Sigur á Spáni
Fréttageymslan