Mark spáir í spilin
Já, það verður ekki annað sagt en að fyrsti leikur Liverpool hafi borið vísbendingu um hvað koma skyldi. En það þýðir ekki annað en að halda baráttunni áfram. Það er líka gaman að vera stuðningsmaður Liverpool. Liðið er að spila vel og Kenny Dalglish er búinn að færa bikar í hús!

Sunderland v Liverpool
Þegar maður er ekki í slagnum sjálfur er hægt að hlæja að svona hamagangi eins og við sáum í hinum harða Tyne-Wear grannaslag í síðustu viku. Það var sérstakt að sjá leikmenn og aðra úr herbúðum Newcastle og Sunderland missa sig algjörlega. Lee Cattermole, miðjumaður Svörtu kattanna, á skilið að fá hressilegar skammir frá Martin O´Neill því hann lét reka sig út af eftir að leiknum var lokið og í leiknum náði liðið góðu stigi á útivelli gegn helstu keppinautum sínum. Þetta var alveg glórulaust hjá honum.
Sunderland er venjulega mjög sterkt á heimavelli en ég held að liðið vinni ekki lið Liverpool sem þrátt fyrir tap fyrir Arsenal í síðustu viku lék einn besta leik sinn á leiktíðinni. Eftir tapið eru þeir Rauðu tíu stigum á eftir Arsenal í baráttunni um fjórða sætið en þó þeir hefðu gert jafntefli í leiknum á Anfield held að að þeir hefðu ekki náð að enda fyrir ofan Skytturnar. Liðið hefur gert jafntefli í alltof mörgum leikjum á heimavelli og þeir munu sjá eftir því í þegar upp verður staðið á leiktíðinni.
Spá: 1:1.
Til minnis!
- Liverpool hefur aðeins unnið einn deildarleik á árinu.
- Liverpool hefur tapað síðustu tveimur deildarleikjum sínum.
- Þetta er 150. deildarleikur liðanna.
- Liverpool og Sunderland mættust á Anfield í fyrstu umferð deildarinnar. Liðin skildu jöfn 1:1. Luis Suarez kom Liverpool yfir með skalla en Sebastian Larsson jafnaði.
- Luis Suarez misnotaði víti í þeim leik. Fimm sinnum í viðbót hafa víti farið í súginn síðan.
- Liverpool er í sjöunda sæti deildarinnar með 39 stig.
- Jose Reina hefur einn manna ekki misst af leik hjá Liverpool á þessu keppnistímabili.
- Luis Suarez hefur skorað flest mörk leikmanna Liverpool eða tíu.
- Hann er búinn að skora í báðum leikjum sínum gegn Sunderland hingað til.
Hér má sjá leikmenn Liverpool æfa fyrir leikinn.
Síðast!
Liverpool vann sætan sigur á Ljósvangi. Dirk Kuyt skoraði fyrst úr víti eftir að Jay Spearing var felldur. Heimamenn töldu hann hafa verið sparkaðan niður utan vítateigs en vítið stóð. Luis Suarez skoraði svo ótrúlegt mark eftir að hafa brotist upp meðfram endamörkunum og skorað úr mjög þröngu færi. Mjög góður sigur!
-
| Mummi
Við minnum á aðalfund klúbbsins þann 6. maí nk. -
| Sf. Gutt
Hamingjuóskir frá Jürgen Klopp! -
| Sf. Gutt
Útilokað að tapa leiknum! -
| Sf. Gutt
Liverpool er Englandsmeistari 2025! -
| Sf. Gutt
Eitt stig dugir! -
| Sf. Gutt
Ljúkum verkefninu! -
| Sf. Gutt
Gleðilegt sumar! -
| Sf. Gutt
Conor Bradley Leikmaður ársins hjá Norður Írum -
| Sf. Gutt
Þrjú stig duga! -
| Sf. Gutt
Með stærri stundum!