| Sf. Gutt
,,Við leikmennirnir verðum að taka ábyrgð á því hvar við erum í deildinni. Það er ekki nógu gott fyrir félag eins og okkur að vera þarna sem við erum. Við verðum að ná meiri stöðugleika. Við þurfum að rífa okkur upp og það er ekki til betri leikur til þess en gegn Everton. Maður hlakkar alltaf til þessara leikja. Þetta er kvöldleikur og það verður magnað andrúmsloft á Anfield."
,,Það er mikilvægt fyrir leikmenn að standa sig og ná úrslitum fyrir stuðningsmennina. Það eru allir niðurdregnir eftir síðustu leiki en við viljum fá stuðningsmennina til að brosa aftur. Þetta er mikilvæg vika og við viljum fara með sigur í nesti í bikarleikinn gegn Stoke um næstu helgi."
,,Það var frábært afrek að vinna Deildarbikarinn. Allir sem tengjast félaginu glöddust innilega þegar bikarinn vannst og það með réttu. En sá áfangi er nú að baki og við verðum að gleyma honum. Við hugsuðum okkur að nota Deildarbikarsigurinn til að gera atlögu að fjórða sætinu en það hefur ekki gengið eftir og við erum búnir að tapa tveimur leikjum síðan. Við þurfum að koma deildarformi okkar snarlega í lag og reyna að komast á Wembley í F.A. bikarnum. Þess vegna er leikurinn við Stoke orðinn enn mikilvægari en hann var fyrir nokkrum vikum."
Vonandi taka félagar Steven Gerrard fyrirliða sinn á orðinu og ná almennilegum leik gegn Everton. Liverpool hefur aðeins unnið einn deildarleik hingað til á árinu en Everton hefur ekki tapað í síðustu níu leikjum. Leikmenn Liverpool þurfa að taka sig saman í andlitinu og annað dugar ekki þegar rimma á Mersy bökkum stendur fyrir dyrum!
TIL BAKA
Rífum okkur upp!
,,Við leikmennirnir verðum að taka ábyrgð á því hvar við erum í deildinni. Það er ekki nógu gott fyrir félag eins og okkur að vera þarna sem við erum. Við verðum að ná meiri stöðugleika. Við þurfum að rífa okkur upp og það er ekki til betri leikur til þess en gegn Everton. Maður hlakkar alltaf til þessara leikja. Þetta er kvöldleikur og það verður magnað andrúmsloft á Anfield."
,,Það er mikilvægt fyrir leikmenn að standa sig og ná úrslitum fyrir stuðningsmennina. Það eru allir niðurdregnir eftir síðustu leiki en við viljum fá stuðningsmennina til að brosa aftur. Þetta er mikilvæg vika og við viljum fara með sigur í nesti í bikarleikinn gegn Stoke um næstu helgi."
,,Það var frábært afrek að vinna Deildarbikarinn. Allir sem tengjast félaginu glöddust innilega þegar bikarinn vannst og það með réttu. En sá áfangi er nú að baki og við verðum að gleyma honum. Við hugsuðum okkur að nota Deildarbikarsigurinn til að gera atlögu að fjórða sætinu en það hefur ekki gengið eftir og við erum búnir að tapa tveimur leikjum síðan. Við þurfum að koma deildarformi okkar snarlega í lag og reyna að komast á Wembley í F.A. bikarnum. Þess vegna er leikurinn við Stoke orðinn enn mikilvægari en hann var fyrir nokkrum vikum."
Vonandi taka félagar Steven Gerrard fyrirliða sinn á orðinu og ná almennilegum leik gegn Everton. Liverpool hefur aðeins unnið einn deildarleik hingað til á árinu en Everton hefur ekki tapað í síðustu níu leikjum. Leikmenn Liverpool þurfa að taka sig saman í andlitinu og annað dugar ekki þegar rimma á Mersy bökkum stendur fyrir dyrum!
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Mohamed Salah sló metið! -
| Sf. Gutt
Dregið í Meistaradeildinni -
| Heimir Eyvindarson
Joe Gomez úr leik fram á vor -
| Heimir Eyvindarson
Tvö töpuð stig á Villa Park -
| Heimir Eyvindarson
Spáð í spilin - Erfitt verkefni á Villa Park í kvöld -
| Heimir Eyvindarson
Enn eitt metið í hættu í kvöld -
| Sf. Gutt
Sigur í kveðjuleik Jürgen Norbert Klopp! -
| Sf. Gutt
Í minningu Bob Paisley -
| Mummi
Stórviðburður í vændum – Miðasala hafin á árshátíð Liverpoolklúbbsins -
| Sf. Gutt
Yfirlýsing Liverpool félaganna
Fréttageymslan