| Sf. Gutt
TIL BAKA
Aðeins meira gaman!
Steven Gerrard var hreint út sagt magnaður gegn Everton í gærkvöldi og skoraði öll þrjú mörk Liverpool í stærsta heimasigrinum í deildinni á þessari sparktíð. Hann sagði það sérstaklega gaman að skora þrennu á móti Everton af öllum liðum. Steven hafði meðal annars þetta að segja í viðtali á Liverpoolfc.tv eftir leikinn.
,,Það er alltaf sérstaklega gaman að vinna Everton og þess vegna er enn skemmtilegra að ná að skora þrjú mörk á móti þeim. En ég verð að hrósa félögum mínum og þá sérstaklega Luis Suarez því hann lagði upp tvö mörk fyrir mig þannig að ég þurfti lítið fyrir þeim að hafa. Liðið lék frábærlega og við héldum hreinu. Allt sem við ætluðum okkur í leiknum gekk upp."
Þrennan hjá Steven Gerrard var sú fyrsta sem leikmaður Liverpool skorar í deildarleik gegn Everton frá því Ian Rush skoraði fernu á Goodison Park í nóvember 1982 í 0:5 sigri. Steven segir gaman að hafa náð að skora þrennu en vill engan samanburð við Ian þegar honum var sagt að hann hafi skorað fyrstu deildarþrennuna frá því Ian gjörði svo.
,,Ég býst við að það hafi verið enn merkilegra fyrst Ian Rush átti í hlut. Hann var hetja hjá mér, ég leit lengi upp til hans og horfði á margar myndbandsspólur með honum. En við skulum ekki vera með neina heimsku hérna. Mér dettur ekki í hug að bera mig saman við Ian Rush! Hann var í allt öðrum gæðaflokki en ég."
,,Það er alltaf sérstaklega gaman að vinna Everton og þess vegna er enn skemmtilegra að ná að skora þrjú mörk á móti þeim. En ég verð að hrósa félögum mínum og þá sérstaklega Luis Suarez því hann lagði upp tvö mörk fyrir mig þannig að ég þurfti lítið fyrir þeim að hafa. Liðið lék frábærlega og við héldum hreinu. Allt sem við ætluðum okkur í leiknum gekk upp."
Þrennan hjá Steven Gerrard var sú fyrsta sem leikmaður Liverpool skorar í deildarleik gegn Everton frá því Ian Rush skoraði fernu á Goodison Park í nóvember 1982 í 0:5 sigri. Steven segir gaman að hafa náð að skora þrennu en vill engan samanburð við Ian þegar honum var sagt að hann hafi skorað fyrstu deildarþrennuna frá því Ian gjörði svo.
,,Ég býst við að það hafi verið enn merkilegra fyrst Ian Rush átti í hlut. Hann var hetja hjá mér, ég leit lengi upp til hans og horfði á margar myndbandsspólur með honum. En við skulum ekki vera með neina heimsku hérna. Mér dettur ekki í hug að bera mig saman við Ian Rush! Hann var í allt öðrum gæðaflokki en ég."
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Alisson farinn að æfa -
| Sf. Gutt
Landsleikjafréttir -
| Sf. Gutt
Harvey farinn að æfa -
| Sf. Gutt
Ungliðar lánaðir -
| Sf. Gutt
Virgil fékk frí -
| Sf. Gutt
Landsleikjafréttir -
| Sf. Gutt
Georginio Wijnaldum fer víða -
| Sf. Gutt
Tveir uppaldir í enska landsliðinu -
| Sf. Gutt
Trent meiddur -
| Sf. Gutt
Heilsteypt lið!
Fréttageymslan