| Sf. Gutt
Margir tóku fram stóru lýsingarorðin í gærkvöldi þegar Steven Gerrard skoraði þrennu og tryggði Liverpool 3:0 sigur á Everton. Kenny Dalglish er ekki langskólagenginn maður og hann segist því einfaldlega ekki hafa nógu mikinn orðaforða til að lýsa Steven Gerrard og því hversu góður leikmaður hann sé.
,,Ég er nú bara ekki nógu lærður til að geta bætt við allt það sem aðrir hafa sagt um Steven. Hann hefur verið alveg frábær hjá þessu knattspyrnufélagi. Ég hætti fimmtán ára í skóla og hef ekki svo ýkja mikinn orðaforða. Ég get því bara ekki lýst Steven Gerrard þannig að nógu vel sé. Hann uppskar ríkulega í kvöld og átti sannarlega skilið að skora þrennu. Hinir heimastrákarnir þrír voru heldur ekkert slor."
Þó svo að Steven hafi verið maður leiksins með þrennuna sína þá lagði Kenny áherslu á að allir leikmenn Liverpool hefðu lagt sitt af mörkum þannig að sigur náðist.
Hér má sjá fyrirsagnir ýmissa blaða eftir sigur Liverpool.
TIL BAKA
Hef ekki nægan orðaforða!

,,Ég er nú bara ekki nógu lærður til að geta bætt við allt það sem aðrir hafa sagt um Steven. Hann hefur verið alveg frábær hjá þessu knattspyrnufélagi. Ég hætti fimmtán ára í skóla og hef ekki svo ýkja mikinn orðaforða. Ég get því bara ekki lýst Steven Gerrard þannig að nógu vel sé. Hann uppskar ríkulega í kvöld og átti sannarlega skilið að skora þrennu. Hinir heimastrákarnir þrír voru heldur ekkert slor."
Þó svo að Steven hafi verið maður leiksins með þrennuna sína þá lagði Kenny áherslu á að allir leikmenn Liverpool hefðu lagt sitt af mörkum þannig að sigur náðist.
Hér má sjá fyrirsagnir ýmissa blaða eftir sigur Liverpool.
Nýlegar fréttir
-
| Mummi
Við minnum á aðalfund klúbbsins þann 6. maí nk. -
| Sf. Gutt
Hamingjuóskir frá Jürgen Klopp! -
| Sf. Gutt
Útilokað að tapa leiknum! -
| Sf. Gutt
Liverpool er Englandsmeistari 2025! -
| Sf. Gutt
Eitt stig dugir! -
| Sf. Gutt
Ljúkum verkefninu! -
| Sf. Gutt
Gleðilegt sumar! -
| Sf. Gutt
Conor Bradley Leikmaður ársins hjá Norður Írum -
| Sf. Gutt
Þrjú stig duga! -
| Sf. Gutt
Með stærri stundum!
Fréttageymslan