Mark spáir í spilin
Eftir síðustu tvo deildarleiki er hundur í mörgum stuðningsmönnum Liverpool og sumir vilja jafnvel nýjan framkvæmdastjóra. En eiga forráðamenn Liverpool að taka upp starfsaðferðir Chelsea og fleiri knattspyrnufélga og reka framkvæmdastjóra eftir svona og svona stuttan tíma? Að mínu mati kom besta svarið við svona vangaveltum á einni stuðningsmannasíðu Liverpool fyrir nokkrum dögum. Þar stóð einfaldlega. Við erum ekki Chelsea!
Newcastle United v Liverpool
Ef maður tekur úrslitin í Carling bikarnum frá þá hefur Liverpool staðið sig rétt í meðallagi á árinu 2012 og þá er vægt til orða tekið. Liðið hefur verið mjög slakt í deildinni og í síðustu þremur leikjum hefur vörnin ekki verið nógu góð. Daniel Agger er greinilega saknað úr vörninni.
Venjulega skapar Liverpool sér fullt af færum og þá skiptir ekki máli hver mótherjinn er. Það var reyndar ekki svo í tapleiknum á móti Wigan í síðustu viku. Ég hugsa að liðið muni leika aðeins meiri varnarleik í Newcastle því nú þarf að spyrna við fótum. Newcastle leit mjög vel út í sigurleik sínum í West Brom. Þeir léku Baggies auðveldlega sundur og saman og vöktu aðdáun. Skjórarnir geta, í sumar, litið ánægðir á leiktíðina en í herbúðum Liverpool er ég ekki viss að svo verði hægt.
Eitt af vandamálum þeirra Rauðu liggur í nokkrum af leikmannakaupum þeirra síðustu átján mánuði. Hefur Jose Enrique styrkt liðið? Já. Hafa Craig Bellamy og Luis Suarez gert það? Auðvitað. En hvað um Andy Carroll, Stewart Downing, Jordan Henderson og Charlie Adam? Á þeissum tímapunkti er ekki hægt að segja að þeir hafi bætt liðið. Í lok leiktíðar verða leikmenn metnir og skoðað hvað þeir hafa lagt til liðsins. Hverjir hafa átt góða leiktíð og hverjir ekki.
Stewart Downing stóð sig vel í úrslitaleiknum um Carling bikarinn en hann var á móti liði úr næst efstu deild. Hann hefur ekki enn skorað í Úrvalsdeildinni fyrir Liverpool og það finnst mér alveg ótrúlegt. Menn eins og hann, Charlie, með tvö mörk, Jordan, eitt mark, eiga að skora af og til með þeim Luis Suarez og Craig Bellamy. Andy hefur svo skorað þrjú mörk. Mér finnst að þessir menn ættu að geta skorað 30 deildarmörk. Mörk frá þessum mönnum myndu hafa mikið að segja. Þessir menn ættu einfaldlega að geta skorað 30 mörk í góðu liði.
Þó svo að Steven Gerrard, sem hefur skorað fimm mörk, og Dirk Kuyt, með tvö, séu taldir með þá næst ekki helmingur upp í þessa tölu. Þetta er ekki nóg. Miðjumennirnir ættu að skora fimm mörk hver og Andy átti að vera búinn að skora minnst tíu mörk. Þarna liggur vandi Liverpool á leiktíðinni.
Liðið hefur verið sókndjarfara eftir að Jay Spearing kom inn í það og því hefur Steven Gerrard getað sótt meira en þetta hefur ekki skilað sér í mörkum. Jordan og Stewart koma sér bara ekki inn í vítateiginn og það er ekki eins og þessir tveir séu að misnota færi í hverri viku. Kannski væri snjallt hjá Liverpool að láta Andy, fyrrum sóknarmann Newcastle, hefja leik gegn sínu gamla liði. Andy hefur bara byrjað 21 leik hjá Liverpool hingað til á leiktíðinni og í þeim leikjum hefur Liverpool 62% vinningshlutfall. En vinningshlutfallið er bara 38% þegar hann er ekki með.
Spá: 1:1.
Til minnis!
- Liverpool hefur aðeins unnið tvo deildarleiki á árinu.
- Liverpool er í sjöunda sæti deildarinnar með 42 stig.
- Liverpool vann fyrri leik liðanna á næsta síðasta degi síðasta árs. Craig Bellamy skoraði tvö og Steven Gerrard innsiglaði 3:1 sigur eftir að sjálfsmark Daniel Agger kom Newcastle yfir á Anfield.
- Andy Carroll skoraði síðasta mark sitt fyrir Newcastle í leik liðanna á síðustu leiktíð þegar Skjórarnir unnu 3:1.
- Kenny Dalglish stjórnaði Newcastle á árunum 1997 til 1998.
- Jose Reina hefur einn manna ekki misst af leik hjá Liverpool á þessu keppnistímabili.
- Luis Suarez hefur skorað flest mörk leikmanna Liverpool eða tólf talsins.
Hér má sjá leikmenn Liverpool æfa fyrir leikinn.
Síðast!
Liverpool lenti í vandræðum í St James Park. Kevin Nolan kom heimamönnum yfir en Dirk Kuyt jafnaði metin. Newcastle hafði sigur á lokakaflanum þegar Joey Barton og Andy Carroll skoruðu og sendu Liverpool heim án stiga. Liverpool tapaði 3:1 og Raoy Hodgson var þungt hugsi líkt og stuðningsmenn Liverpool.
-
| Sf. Gutt
Hlýrra uppi í stúku! -
| Sf. Gutt
Dregið í Deildarbikarnum -
| Sf. Gutt
Áfram í Deildarbikarnum -
| Mummi
Miðasala á Liverpool – Ipswich og Liverpool – West Ham -
| Mummi
Seinkun á jólagjöf -
| Sf. Gutt
Af samningamálum Trent Alexander-Arnold -
| Sf. Gutt
Jafntefli manni færri! -
| Sf. Gutt
Enn nær Mohamed Salah merkum áfanga! -
| Sf. Gutt
Sögulegur sigur! -
| Sf. Gutt
Sigur á Spáni