| Sf. Gutt
TIL BAKA
Taphrinan stöðvuð en ekkert meira!
Liverpool náði að stöðva þriggja leikja taphrinu en ekki náðist nú sigur frekar en oft áður. Liverpool náði að jafna leika 1:1 á Anfield Road, gegn Aston Villa, eftir að hafa lent undir. Kannski mátti greina örlítil batamerki á liðinu sem ekki gafst upp eftir að lenda undir líkt og í síðustu tveimur leikjum.
Fyrir leik var þeirra 96, sem létust á Hillsborough, minnst með mínútu þögn eins og hefð er fyrir á síðasta heimaleik fyrir 15. apríl. Falleg og tilfinningaþrungin stund.
Alexander Doni tók stöðu sína í marki Liverpool í fyrsta sinn í alvöru kappleik í stað Jose Reina sem hóf þriggja leikja bann sitt. Liverpool náði góðri sókn eftir sjö mínútur. Stewart Downing tók magnaða ripsu fram vinstri kantinn og sendi fyrir markið. Við fjærstöngina náði Dirk Kuyt að stýra boltanum að marki úr þröngu færi en Shy Given varði á marklínunni með snöggum viðbrögðum og kom boltanum frá. Sumir töldu að boltinn hefði farið inn en líklega fór hann aldrei allur inn en litlu munaði. Þessi tilþrif lofuðu kannski góðu en þremur mínútum seinna lá boltinn í markinu hinu megin.
Stephen Warnock gaf fyrir frá vinstri. Alexander sló blotann frá en ekki nógu langt. Barry Bannan náði honum hægra megin í vítateignum og rúllaði honum út á Chris Herd sem sendi hann upp í vinstra hornið án þess að Alexander fengi rönd við reist. Enn og aftur höfðu mótherjar Liverpool skorað úr sínu fyrsta færi og hefur það gerst ótal sinnum á leiktíðinni!
Strax í næstu sókn vildi Luis Suarez fá víti þegar boltinn virtist fara í hendi varnarmanns þegar hann reyndi að komast áleiðis í vítateignum en ekkert var dæmt og þetta var ekki fyrsta skipti sem Luis fékk ekki neitt umbeðið frá dómaranum! Hann hefði svo vel getað fengið annað víti í fyrri hálfleik þegar Alan Hutton sótti að honum.
Leikmenn Liverpool voru alveg slegnir út af laginu með marki Villa og lengi vel gerðist ekkert af viti í leik liðsins. Þegar fór að draga að leikhléi fór þó loks að brá af mönnum. Mínútu fyrir hálfleik sendi Luis fyrir frá vinstri. Boltinn fór yfir á Steven Gerrard sem skilaði honum til baka fyrir markið en fyrir opnu marki mokaði Dirk boltanum á ótrúlegan hátt yfir! Rétt á eftir komst Luis inn í vítateig en skot hans fór beint í fangið á Shy sem átti stórleik.
Leikmenn Liverpool voru mjög ákveðnir í síðari hálfleik og voru mun ákveðnari en fyrir leikhlé og var ekki vanþörf á. Á 54. mínútu sendi Steven frábæra sendingu inn í vítateiginn frá hægri. Luis náði að sneyða boltann út í vinstra hornið með höfðinu en viti menn boltinn fór í innanverða stöngina og Shy náði með ótrúlegum viðbröðgum að slá boltann frá. Enn einu sinni kom tréverkið í veg fyrir mark hjá Liverpool og svo mögnuð markvarsla í kjölfarið. Kunnuglegt stef!
Sókn Liverpool þyngdist smátt og smátt þótt opin færi létu á sér standa og gestirnir reyndu ekki að sækja. Dirk vildi fá víti þegar varnarmaður handlék boltann þegar Dirk reyndi að stinga sér framhjá honum en vítaspyrnur eru ekki í boði fyrir Liverpool um þessar mundir! Þrír varamenn komu til leiks og þeir Craig Bellamy og Daniel Agger komu sterkir til leiks. Þetta var fyrsti leikur Daniel frá því í Deildarbikarsigrinum á Wembley og hann fór í stöðu vinstri bakvarðar í stað Jose Enrique sem átti afleitan leik svo ekki sé meira sagt. Þegar ellefu mínútur voru eftir hrökk boltinn út fyrir vítateig á Craig en fast skot hans sleikti stöngina og fór framhjá.
Daniel lék stórvel og ekki síst var honum að þakka hörð atlaga Liverpool síðustu tíu mínúturnar. Atlaga Liverpool átti líka rætur sínar að rekja í öflugum stuðningi áhorfenda og var það vel að þeir skyldu leggja sitt til.
Átta mínútum fyrir leikslok lá boltinn loks í marki gestanna. Liverpool fékk horn frá vinstri. Boltinn barst yfir til hægri og þaðan sendi Steven fyrir markið. Daniel skallaði að marki og enn einu sinni hafnaði boltinn í tréverkinu en nú slapp mark Villa ekki lengur og Luis Suarez skallaði í mark af örstuttu færi. Vel gert og loksins mark!
Mínútu fyrir leikslok fékk Andy Carroll færi á skalla eftir sendingu frá vinstri en laus skalli hans fór beint á Shy. Enn bregst Andy í góðu færi. Fimm mínútum var bætt við og leikmenn Liverpool reyndu hvað þeir gátu. Mikil orrahríð gaf næstum sigurmark. Steven átti bylmingsskot utan vítateigs sem Shy varði meistaralega. Boltinn hrökk út og sóknin hélt áfram. Það endaði með því að skot frá Daniel fór í Dirk sem var rétt fyrir framan markið! Jafntefli varð niðurstaðan og þótt hún væri ekki góð í sjálfu sér þá má segja að jákvætt hafi verið að leikmenn Liverpool skyldu ekki gefast upp. Eitthvað í áttina en það er langt í land enn.
Liverpool: Doni, Flanagan, Carragher, Skrtel, Enrique (Agger 76. mín.), Henderson, Gerrard, Shelvey (Bellamy 65. mín.), Downing (Carroll 65. mín.), Suarez og Kuyt. Ónotaðir varamenn: Jones, Rodriguez, Coates og Spearing.
Mark Liverpool: Luis Suarez (82. mín.).
Gult spjald: Luis Suarez.
Aston Villa: Given, Hutton, Collins, Baker, Warnock, Lichaj, Ireland, Herd (Weimann 73. mín.), Bannan (Carruthers 86. mín.), Heskey (Gardner 58 mín.) og Agbonlahor. Ónotaðir varamenn: Guzan, Stevens, Johnson og Williams.
Mark Aston Villa: Chris Herd (10. mín.).
Gult spjald: Samir Carruthers.
Áhorfendur á Anfield Road: 44.321.
Maður leiksins: Luis Suarez. Suður Ameríkumeistarinn barðist vel og dró hvergi af sér. Þrátt fyrir að flest gengi honum í móti hélt hann haus og skilaði boltanum loks í markið með honum. Hann fékk ekkert með sér í dómum og á ótrúlegan hátt fékk hann gult spjald þegar einn andstæðingur traðkaði á honum!
Kenny Dalglish: Við vorum mun sterkari síðustu tuttugu mínúturnar í fyrri hálfleik og allt til leiksloka. Við sóttum og náðum að skora og mér finnst að við hefðum verðskuldað meira. Leikmennirnir sýndu stórgóða staðfestu og áhorfendur voru svolítið eins og í gamla daga þegar þeir hvöttu okkur til dáða.
Fróðleikur
- Luis Suarez skoraði í þrettánda sinn á leiktíðinni.
- Alexander Doni lék sinn fyrsta leik með Liverpool.
- Jose Reina var fjarri vegna leikbanns og þar með hefur enginn spilað alla leiki Liverpool á leiktíðinni.
- Jose hafði leikið 183 deildarleiki í röð fyrir þennan leik.
- Jordan Henderson lék sinn 40. leik. Hann hefur skorað eitt mark.
- Liverpool hafði fyrir þennan leik tapað þremur leikjum í röð.
Hér má sjá minningarathöfnina sem fór fram fyrir leik.
Hér eru myndir úr leiknum af Liverpoolfc.tv.
Hér er viðtal við Kenny Dalglish sem tekið var eftir leik.
Fyrir leik var þeirra 96, sem létust á Hillsborough, minnst með mínútu þögn eins og hefð er fyrir á síðasta heimaleik fyrir 15. apríl. Falleg og tilfinningaþrungin stund.
Alexander Doni tók stöðu sína í marki Liverpool í fyrsta sinn í alvöru kappleik í stað Jose Reina sem hóf þriggja leikja bann sitt. Liverpool náði góðri sókn eftir sjö mínútur. Stewart Downing tók magnaða ripsu fram vinstri kantinn og sendi fyrir markið. Við fjærstöngina náði Dirk Kuyt að stýra boltanum að marki úr þröngu færi en Shy Given varði á marklínunni með snöggum viðbrögðum og kom boltanum frá. Sumir töldu að boltinn hefði farið inn en líklega fór hann aldrei allur inn en litlu munaði. Þessi tilþrif lofuðu kannski góðu en þremur mínútum seinna lá boltinn í markinu hinu megin.
Stephen Warnock gaf fyrir frá vinstri. Alexander sló blotann frá en ekki nógu langt. Barry Bannan náði honum hægra megin í vítateignum og rúllaði honum út á Chris Herd sem sendi hann upp í vinstra hornið án þess að Alexander fengi rönd við reist. Enn og aftur höfðu mótherjar Liverpool skorað úr sínu fyrsta færi og hefur það gerst ótal sinnum á leiktíðinni!
Strax í næstu sókn vildi Luis Suarez fá víti þegar boltinn virtist fara í hendi varnarmanns þegar hann reyndi að komast áleiðis í vítateignum en ekkert var dæmt og þetta var ekki fyrsta skipti sem Luis fékk ekki neitt umbeðið frá dómaranum! Hann hefði svo vel getað fengið annað víti í fyrri hálfleik þegar Alan Hutton sótti að honum.
Leikmenn Liverpool voru alveg slegnir út af laginu með marki Villa og lengi vel gerðist ekkert af viti í leik liðsins. Þegar fór að draga að leikhléi fór þó loks að brá af mönnum. Mínútu fyrir hálfleik sendi Luis fyrir frá vinstri. Boltinn fór yfir á Steven Gerrard sem skilaði honum til baka fyrir markið en fyrir opnu marki mokaði Dirk boltanum á ótrúlegan hátt yfir! Rétt á eftir komst Luis inn í vítateig en skot hans fór beint í fangið á Shy sem átti stórleik.
Leikmenn Liverpool voru mjög ákveðnir í síðari hálfleik og voru mun ákveðnari en fyrir leikhlé og var ekki vanþörf á. Á 54. mínútu sendi Steven frábæra sendingu inn í vítateiginn frá hægri. Luis náði að sneyða boltann út í vinstra hornið með höfðinu en viti menn boltinn fór í innanverða stöngina og Shy náði með ótrúlegum viðbröðgum að slá boltann frá. Enn einu sinni kom tréverkið í veg fyrir mark hjá Liverpool og svo mögnuð markvarsla í kjölfarið. Kunnuglegt stef!
Sókn Liverpool þyngdist smátt og smátt þótt opin færi létu á sér standa og gestirnir reyndu ekki að sækja. Dirk vildi fá víti þegar varnarmaður handlék boltann þegar Dirk reyndi að stinga sér framhjá honum en vítaspyrnur eru ekki í boði fyrir Liverpool um þessar mundir! Þrír varamenn komu til leiks og þeir Craig Bellamy og Daniel Agger komu sterkir til leiks. Þetta var fyrsti leikur Daniel frá því í Deildarbikarsigrinum á Wembley og hann fór í stöðu vinstri bakvarðar í stað Jose Enrique sem átti afleitan leik svo ekki sé meira sagt. Þegar ellefu mínútur voru eftir hrökk boltinn út fyrir vítateig á Craig en fast skot hans sleikti stöngina og fór framhjá.
Daniel lék stórvel og ekki síst var honum að þakka hörð atlaga Liverpool síðustu tíu mínúturnar. Atlaga Liverpool átti líka rætur sínar að rekja í öflugum stuðningi áhorfenda og var það vel að þeir skyldu leggja sitt til.
Átta mínútum fyrir leikslok lá boltinn loks í marki gestanna. Liverpool fékk horn frá vinstri. Boltinn barst yfir til hægri og þaðan sendi Steven fyrir markið. Daniel skallaði að marki og enn einu sinni hafnaði boltinn í tréverkinu en nú slapp mark Villa ekki lengur og Luis Suarez skallaði í mark af örstuttu færi. Vel gert og loksins mark!
Mínútu fyrir leikslok fékk Andy Carroll færi á skalla eftir sendingu frá vinstri en laus skalli hans fór beint á Shy. Enn bregst Andy í góðu færi. Fimm mínútum var bætt við og leikmenn Liverpool reyndu hvað þeir gátu. Mikil orrahríð gaf næstum sigurmark. Steven átti bylmingsskot utan vítateigs sem Shy varði meistaralega. Boltinn hrökk út og sóknin hélt áfram. Það endaði með því að skot frá Daniel fór í Dirk sem var rétt fyrir framan markið! Jafntefli varð niðurstaðan og þótt hún væri ekki góð í sjálfu sér þá má segja að jákvætt hafi verið að leikmenn Liverpool skyldu ekki gefast upp. Eitthvað í áttina en það er langt í land enn.
Liverpool: Doni, Flanagan, Carragher, Skrtel, Enrique (Agger 76. mín.), Henderson, Gerrard, Shelvey (Bellamy 65. mín.), Downing (Carroll 65. mín.), Suarez og Kuyt. Ónotaðir varamenn: Jones, Rodriguez, Coates og Spearing.
Mark Liverpool: Luis Suarez (82. mín.).
Gult spjald: Luis Suarez.
Aston Villa: Given, Hutton, Collins, Baker, Warnock, Lichaj, Ireland, Herd (Weimann 73. mín.), Bannan (Carruthers 86. mín.), Heskey (Gardner 58 mín.) og Agbonlahor. Ónotaðir varamenn: Guzan, Stevens, Johnson og Williams.
Mark Aston Villa: Chris Herd (10. mín.).
Gult spjald: Samir Carruthers.
Áhorfendur á Anfield Road: 44.321.
Maður leiksins: Luis Suarez. Suður Ameríkumeistarinn barðist vel og dró hvergi af sér. Þrátt fyrir að flest gengi honum í móti hélt hann haus og skilaði boltanum loks í markið með honum. Hann fékk ekkert með sér í dómum og á ótrúlegan hátt fékk hann gult spjald þegar einn andstæðingur traðkaði á honum!
Kenny Dalglish: Við vorum mun sterkari síðustu tuttugu mínúturnar í fyrri hálfleik og allt til leiksloka. Við sóttum og náðum að skora og mér finnst að við hefðum verðskuldað meira. Leikmennirnir sýndu stórgóða staðfestu og áhorfendur voru svolítið eins og í gamla daga þegar þeir hvöttu okkur til dáða.
Fróðleikur
- Luis Suarez skoraði í þrettánda sinn á leiktíðinni.
- Alexander Doni lék sinn fyrsta leik með Liverpool.
- Jose Reina var fjarri vegna leikbanns og þar með hefur enginn spilað alla leiki Liverpool á leiktíðinni.
- Jose hafði leikið 183 deildarleiki í röð fyrir þennan leik.
- Jordan Henderson lék sinn 40. leik. Hann hefur skorað eitt mark.
- Liverpool hafði fyrir þennan leik tapað þremur leikjum í röð.
Hér má sjá minningarathöfnina sem fór fram fyrir leik.
Hér eru myndir úr leiknum af Liverpoolfc.tv.
Hér er viðtal við Kenny Dalglish sem tekið var eftir leik.
Nýlegar fréttir
-
| Heimir Eyvindarson
Ofurhetja í uppbótartíma -
| Heimir Eyvindarson
Nunez tryggði mikilvægan sigur á Brentford -
| Heimir Eyvindarson
Brentford-Liverpool -
| Sf. Gutt
Áfram með smjörið! -
| Sf. Gutt
Jafnglími! -
| Heimir Eyvindarson
Af hverju er okkur illa við Nottingham Forest? -
| Sf. Gutt
Fyrsta tapið! -
| Sf. Gutt
Darwin í banni -
| Sf. Gutt
Dregið í FA bikarnum -
| Sf. Gutt
Auðvelt áframhald!
Fréttageymslan