| Heimir Eyvindarson
Liverpool Daily Post fullyrðir að Kenny Dalglish muni gefa nokkrum lykilmönnum frí í leiknum gegn Blackburn í kvöld til að hvíla þá fyrir átökin gegn Everton um næstu helgi.
Í frétt blaðsins segir að Maxi Rodriguez, Sebastian Coates, Andy Carroll og Craig Bellamy muni líklega allir hefja leik í kvöld, en Steven Gerrard, Luis Suarez og Martin Skrtel verði örugglega hvíldir.
Hversu mikið er að marka þessar fullyrðingar blaðsins er ómögulegt að segja til um á þessari stundu, en víst er að jafnvel þótt það sé freistandi fyrir Dalglish að hvíla menn fyrir bikarleikinn gegn Everton á laugardaginn þá má hann ekki við því að tapa stigum gegn Blackburn. Nóg hefur víst tapast af þeim að undanförnu! Það er því ljóst að Dalglish bíður erfið ákvörðun í dag.
Í gær gaf stjórinn út að hann myndi geyma það eins lengi og hann gæti að tilkynna liðið sem mætir Blackburn. Glen Johnson gæti orðið klár í slaginn í kvöld og sömuleiðis er Daniel Agger kominn til baka eftir meiðsli. Þá er aldrei að vita nema hinn ungi Raheem Sterling, sem kom inn á gegn Wigan um daginn, fái að spreyta sig.
,,Það er mikið álag á leikmennina yfir páskana. Þetta er hefð sem hefur skapast hér í Englandi og þannig er það bara. Sumir þurftu að spila leik á laugardegi og svo aftur á mánudegi. Við erum í sjálfu sér heppnir að eiga ekki leik fyrr en á þriðjudegi. Það gefur okkur ágætis tíma, en það er ekki nægileg hvíld fyrir alla leikmenn. En þá kemur sér vel að vera með góðan hóp."
TIL BAKA
Gerrard, Suarez og Skrtel hvíldir í kvöld?

Í frétt blaðsins segir að Maxi Rodriguez, Sebastian Coates, Andy Carroll og Craig Bellamy muni líklega allir hefja leik í kvöld, en Steven Gerrard, Luis Suarez og Martin Skrtel verði örugglega hvíldir.
Hversu mikið er að marka þessar fullyrðingar blaðsins er ómögulegt að segja til um á þessari stundu, en víst er að jafnvel þótt það sé freistandi fyrir Dalglish að hvíla menn fyrir bikarleikinn gegn Everton á laugardaginn þá má hann ekki við því að tapa stigum gegn Blackburn. Nóg hefur víst tapast af þeim að undanförnu! Það er því ljóst að Dalglish bíður erfið ákvörðun í dag.
Í gær gaf stjórinn út að hann myndi geyma það eins lengi og hann gæti að tilkynna liðið sem mætir Blackburn. Glen Johnson gæti orðið klár í slaginn í kvöld og sömuleiðis er Daniel Agger kominn til baka eftir meiðsli. Þá er aldrei að vita nema hinn ungi Raheem Sterling, sem kom inn á gegn Wigan um daginn, fái að spreyta sig.
,,Það er mikið álag á leikmennina yfir páskana. Þetta er hefð sem hefur skapast hér í Englandi og þannig er það bara. Sumir þurftu að spila leik á laugardegi og svo aftur á mánudegi. Við erum í sjálfu sér heppnir að eiga ekki leik fyrr en á þriðjudegi. Það gefur okkur ágætis tíma, en það er ekki nægileg hvíld fyrir alla leikmenn. En þá kemur sér vel að vera með góðan hóp."
Nýlegar fréttir
-
| Heimir Eyvindarson
Hvað sem hver segir -
| Sf. Gutt
Fyrsta deildartapið frá í haust! -
| Sf. Gutt
Gríðarlega mikilvægur sigur! -
| Mummi
Aðalfundur Liverpoolklúbbsins -
| Sf. Gutt
Hundraðasti sigur Liverpool á Everton! -
| Sf. Gutt
Í síðasta sinn í gegnum Stanley garðinn! -
| Heimir Eyvindarson
Hvernig leggst hvíldin í okkar menn -
| Sf. Gutt
Lokaspretturinn hefst annað kvöld! -
| Sf. Gutt
Skipt um gír í síðari hálfleik! -
| Sf. Gutt
Fyrsti apríl!
Fréttageymslan