| Heimir Eyvindarson
TIL BAKA
Gerrard, Suarez og Skrtel hvíldir í kvöld?
Liverpool Daily Post fullyrðir að Kenny Dalglish muni gefa nokkrum lykilmönnum frí í leiknum gegn Blackburn í kvöld til að hvíla þá fyrir átökin gegn Everton um næstu helgi.
Í frétt blaðsins segir að Maxi Rodriguez, Sebastian Coates, Andy Carroll og Craig Bellamy muni líklega allir hefja leik í kvöld, en Steven Gerrard, Luis Suarez og Martin Skrtel verði örugglega hvíldir.
Hversu mikið er að marka þessar fullyrðingar blaðsins er ómögulegt að segja til um á þessari stundu, en víst er að jafnvel þótt það sé freistandi fyrir Dalglish að hvíla menn fyrir bikarleikinn gegn Everton á laugardaginn þá má hann ekki við því að tapa stigum gegn Blackburn. Nóg hefur víst tapast af þeim að undanförnu! Það er því ljóst að Dalglish bíður erfið ákvörðun í dag.
Í gær gaf stjórinn út að hann myndi geyma það eins lengi og hann gæti að tilkynna liðið sem mætir Blackburn. Glen Johnson gæti orðið klár í slaginn í kvöld og sömuleiðis er Daniel Agger kominn til baka eftir meiðsli. Þá er aldrei að vita nema hinn ungi Raheem Sterling, sem kom inn á gegn Wigan um daginn, fái að spreyta sig.
,,Það er mikið álag á leikmennina yfir páskana. Þetta er hefð sem hefur skapast hér í Englandi og þannig er það bara. Sumir þurftu að spila leik á laugardegi og svo aftur á mánudegi. Við erum í sjálfu sér heppnir að eiga ekki leik fyrr en á þriðjudegi. Það gefur okkur ágætis tíma, en það er ekki nægileg hvíld fyrir alla leikmenn. En þá kemur sér vel að vera með góðan hóp."
Í frétt blaðsins segir að Maxi Rodriguez, Sebastian Coates, Andy Carroll og Craig Bellamy muni líklega allir hefja leik í kvöld, en Steven Gerrard, Luis Suarez og Martin Skrtel verði örugglega hvíldir.
Hversu mikið er að marka þessar fullyrðingar blaðsins er ómögulegt að segja til um á þessari stundu, en víst er að jafnvel þótt það sé freistandi fyrir Dalglish að hvíla menn fyrir bikarleikinn gegn Everton á laugardaginn þá má hann ekki við því að tapa stigum gegn Blackburn. Nóg hefur víst tapast af þeim að undanförnu! Það er því ljóst að Dalglish bíður erfið ákvörðun í dag.
Í gær gaf stjórinn út að hann myndi geyma það eins lengi og hann gæti að tilkynna liðið sem mætir Blackburn. Glen Johnson gæti orðið klár í slaginn í kvöld og sömuleiðis er Daniel Agger kominn til baka eftir meiðsli. Þá er aldrei að vita nema hinn ungi Raheem Sterling, sem kom inn á gegn Wigan um daginn, fái að spreyta sig.
,,Það er mikið álag á leikmennina yfir páskana. Þetta er hefð sem hefur skapast hér í Englandi og þannig er það bara. Sumir þurftu að spila leik á laugardegi og svo aftur á mánudegi. Við erum í sjálfu sér heppnir að eiga ekki leik fyrr en á þriðjudegi. Það gefur okkur ágætis tíma, en það er ekki nægileg hvíld fyrir alla leikmenn. En þá kemur sér vel að vera með góðan hóp."
Nýlegar fréttir
-
| Heimir Eyvindarson
Ofurhetja í uppbótartíma -
| Heimir Eyvindarson
Nunez tryggði mikilvægan sigur á Brentford -
| Heimir Eyvindarson
Brentford-Liverpool -
| Sf. Gutt
Áfram með smjörið! -
| Sf. Gutt
Jafnglími! -
| Heimir Eyvindarson
Af hverju er okkur illa við Nottingham Forest? -
| Sf. Gutt
Fyrsta tapið! -
| Sf. Gutt
Darwin í banni -
| Sf. Gutt
Dregið í FA bikarnum -
| Sf. Gutt
Auðvelt áframhald!
Fréttageymslan