| Sf. Gutt
Brad Jones átti sannarlega tilfinningaþrungna innkomu á Ewood Park í gærkvöldi. Öllum að óvörum var hann kominn í mark um miðjan fyrri hálfleik þegar hann leysti hinn brottrekna Alexander Doni af hólmi.
Fyrsta snerting Brad var svo þegar hann varði vítið sem búið var að dæma en Ayegbeni Yakubu fyrrum félagi hans hjá Middlesborough tók það. Ayegbeni gekk betur seinna í leiknum með því að skora tvívegis. Brad fagnaði hins vegar sigri í þessum óvænta leik sínum.
Það tóku margir eftir því að Brad benti til himins þegar hann var búinn að verja vítaspyrnuna. Það gerði hann til að minnast Luca fimm ára sonar síns sem lést úr hvítblæði í nóvember. Brad tileinkaði honum markvörsluna eftir leikinn og sagði hana hafa verið fyrir Luca.
,,Það var gaman að verja vítið því síðustu átján mánuðir hafa verið erfiðir. Ég missti son minn og kannski veitti hann mér gæfu í dag. Luca er með mér á hverjum einasta degi. Ég ber hann með mér á hverjum degi því ég er með mynd af honum í snyrtitöskunni minni. Ég er með leikföng sem hann átti í ferðatöskunni og þannig séð fer hann með mér út um allt. Ég hef því alveg örugglega einhvern hjá mér til að gæta mín."
Fyrir viku fæddist Brad og Dani kærustu hans annar sonur sem hefur verið skírður Nico Luca. Þessi vika hefur því verið viðburðarík hjá þeim hjúunum. Ekki er nóg með að þeim hafði fæðst sonur heldur mun Brad að öllum líkindum standa í marki Liverpool á Wembley á laugardaginn!
TIL BAKA
Tilfinningaþrungin innkoma Brad Jones!

Fyrsta snerting Brad var svo þegar hann varði vítið sem búið var að dæma en Ayegbeni Yakubu fyrrum félagi hans hjá Middlesborough tók það. Ayegbeni gekk betur seinna í leiknum með því að skora tvívegis. Brad fagnaði hins vegar sigri í þessum óvænta leik sínum.
Það tóku margir eftir því að Brad benti til himins þegar hann var búinn að verja vítaspyrnuna. Það gerði hann til að minnast Luca fimm ára sonar síns sem lést úr hvítblæði í nóvember. Brad tileinkaði honum markvörsluna eftir leikinn og sagði hana hafa verið fyrir Luca.
,,Það var gaman að verja vítið því síðustu átján mánuðir hafa verið erfiðir. Ég missti son minn og kannski veitti hann mér gæfu í dag. Luca er með mér á hverjum einasta degi. Ég ber hann með mér á hverjum degi því ég er með mynd af honum í snyrtitöskunni minni. Ég er með leikföng sem hann átti í ferðatöskunni og þannig séð fer hann með mér út um allt. Ég hef því alveg örugglega einhvern hjá mér til að gæta mín."
Fyrir viku fæddist Brad og Dani kærustu hans annar sonur sem hefur verið skírður Nico Luca. Þessi vika hefur því verið viðburðarík hjá þeim hjúunum. Ekki er nóg með að þeim hafði fæðst sonur heldur mun Brad að öllum líkindum standa í marki Liverpool á Wembley á laugardaginn!
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Mohamed Salah sló metið! -
| Sf. Gutt
Dregið í Meistaradeildinni -
| Heimir Eyvindarson
Joe Gomez úr leik fram á vor -
| Heimir Eyvindarson
Tvö töpuð stig á Villa Park -
| Heimir Eyvindarson
Spáð í spilin - Erfitt verkefni á Villa Park í kvöld -
| Heimir Eyvindarson
Enn eitt metið í hættu í kvöld -
| Sf. Gutt
Sigur í kveðjuleik Jürgen Norbert Klopp! -
| Sf. Gutt
Í minningu Bob Paisley -
| Mummi
Stórviðburður í vændum – Miðasala hafin á árshátíð Liverpoolklúbbsins -
| Sf. Gutt
Yfirlýsing Liverpool félaganna
Fréttageymslan