| Grétar Magnússon
TIL BAKA
Tap í Rússlandi
Liverpool tapaði fyrir Anzhi Makhachkala fyrr í dag í riðlakeppni Evrópudeildarinnar. Eins og búist var við stillti Rodgers upp mikið breyttu liði.
Conor Coady spilaði sinn fyrsta leik með aðalliði félagsins og aðeins þeir Brad Jones og Andre Wisdom voru í byrjunarliðinu frá síðasta leik gegn Newcastle um liðna helgi.
Rússarnir stilltu upp sterku liði og þeir ógnuðu fyrst markinu eftir fimm mínútna leik þegar Rasim Tagirbekov skaut að marki með vinstri fæti en Brad Jones þurfti ekki að hafa miklar áhyggjur af. Hann þurfti þó að vera vakandi nokkrum andartökum síðar til að taka boltann af Traore sem var nærri því að sleppa einn í gegn.
Á 23. mínútu spiluðu þeir Adam Morgan og Jordan Henderson vel saman og Jordan var kominn einn í gegn hægra megin í vítateignum. Hann ákvað að senda boltann inná teiginn í stað þess að skjóta sjálfur og varnarmenn Anzhi náðu boltanum. Óskiljanlegt að Jordan skyldi ekki skjóta á markið í upplögðu færi.
Heimamenn sóttu í sig veðrið og Traore var í góðri stöðu til að skjóta að marki úr teignum en hann hitti ekki boltann. Skömmu síðar varði Jones listavel skot frá Samuel Eto'o eftir að Yuri Zhirkov hafði stolið boltanum af Andre Wisdom.
Í uppbótartíma fyrri hálfleiks kom svo eina mark leiksins. Löng sending fram völlinn virtist hættulaus en Sebastian Coates fór of nálægt boltanum og Traore flikkaði honum framhjá með einni snertingu. Við það var hann kominn nánast einn í gegn og Brad Jones kom út á móti, það þýddi að Traore gat vippað boltanum yfir hann og í autt markið.
Leikmenn Liverpool mættu þó ágætlega stemmdir til síðari hálfleiks og skaut ungliðinn Adam Morgan í hliðarnetið eftir samleik við Joe Cole. Heimamenn voru þó áfram skeinuhættir og Jones varði aftur ágætlega frá Eto'o og skömmu síðar skaut Traore rétt framhjá markinu.
Eftir klukkutíma leik skipti Rodgers þeim Suso og Daniel Pacheco inná fyrir þá Coady og Morgan. Við þetta gekk gestunum betur að halda boltanum en áfram þurfti Jones að vera vel á verði í markinu þegar hann varði skalla af stuttu færi frá Traore.
Á 77. mínútu fengu gestirnir svo sitt besta færi þegar Suso skaut að marki frá vítateigslínu, Gabulov, markvörður heimamanna hélt ekki boltanum en náði honum þó aftur áður en Joe Cole gat brugðist við.
Við aukinn sóknarþunga gestanna sköpuðust færi fyrir Guus Hiddink og hans menn og títtnefndur Traore komst einn í gegn en skaut framhjá. Ekki tókst Liverpool mönnum að jafna leikinn og þegar upp var staðið var 1-0 tap staðreynd.
Anzhi Makhachkala: Gabulov, Samba, Joao Carlos, Tagirbekov, Logashov, Boussoufa, Jucilei, Zhirkov, Ahmedov (Gonzalez, 29. mín. (Lakhiyalov, 92. mín.)), Eto'o og Traore (Smolov, 80. mín.). Ónotaðir varamenn: Pomazan, Gadzhibekov, Agalarov og Burmistrov.
Mark Anzhi: Lacina Traore (45. + 1 mín.).
Liverpool: Jones, Coates, Carragher, Flanagan, Wisdom, Cole (Assaidi, 77. mín.), Henderson, Downing, Shelvey, Coady (Suso, 61. mín.) og Morgan (Pacheco, 61. mín.). Ónotaðir varamenn: Gulacsi, Wilson, Sama og Robinson.
Gul spjöld: Jon Flanagan og Jonjo Shelvey.
Maður leiksins: Suso átti mjög góða innkomu og fékk hann að spila á miðjunni í fyrsta sinn á tímabilinu og nýtti hann það tækifæri vel. Góð boltameðferð hans og gott auga fyrir spili nýttist vel.
Brendan Rodgers: ,,Mér fannst leikmennirnir gefa allt sitt í leikinn. Taktískt séð var einbeitingin mjög góð, við stjórnuðum leiknum í 44 mínútur og 50 sekúndur af fyrri hálfleiknum en gerðum ein slæm mistök og var refsað fyrir. Það er staðreynd."
,,Það var svo meira af því sama í seinni hálfleik og við áttum færi. Menn voru vonsviknir í búningsherberginu eftir leik og ég fann til með leikmönnunum. Anzhi eru með gott lið og toppleikmenn, en við héldum haus, ungu leikmennirnir voru frábærir og við erum vonsviknir með að hafa ekki fengið eitthvað útúr leiknum."
Fróðleikur
- Conor Coady spilaði sinn fyrsta leik með aðalliði félagsins.
- Þetta var 60. leikur Stewart Downing fyrir félagið. Hann hefur skorað fjögur mörk.
- Það sama gildir um Jordan Henderson og hann hefur skorað tvö mörk.
- Joe Cole varð 31. árs í dag.
- Liverpool eru í öðru sæti riðilsins eftir leiki kvöldsins en óvænt úrslit voru á Ítalíu er Young Boys unnu Udinese 2-3.
- Young Boys og Liverpool eru jöfn með 6 stig eftir fjóra leiki, Anzhi sitja á toppnum með 7 stig og Udinese eru með 4 stig.
- Næsti leikur Liverpool í þessum riðli er gegn Young Boys á Anfield þann 22. nóvember.
Hér eru myndir úr leiknum af heimasíðu félagsins.
Conor Coady spilaði sinn fyrsta leik með aðalliði félagsins og aðeins þeir Brad Jones og Andre Wisdom voru í byrjunarliðinu frá síðasta leik gegn Newcastle um liðna helgi.
Rússarnir stilltu upp sterku liði og þeir ógnuðu fyrst markinu eftir fimm mínútna leik þegar Rasim Tagirbekov skaut að marki með vinstri fæti en Brad Jones þurfti ekki að hafa miklar áhyggjur af. Hann þurfti þó að vera vakandi nokkrum andartökum síðar til að taka boltann af Traore sem var nærri því að sleppa einn í gegn.
Á 23. mínútu spiluðu þeir Adam Morgan og Jordan Henderson vel saman og Jordan var kominn einn í gegn hægra megin í vítateignum. Hann ákvað að senda boltann inná teiginn í stað þess að skjóta sjálfur og varnarmenn Anzhi náðu boltanum. Óskiljanlegt að Jordan skyldi ekki skjóta á markið í upplögðu færi.
Heimamenn sóttu í sig veðrið og Traore var í góðri stöðu til að skjóta að marki úr teignum en hann hitti ekki boltann. Skömmu síðar varði Jones listavel skot frá Samuel Eto'o eftir að Yuri Zhirkov hafði stolið boltanum af Andre Wisdom.
Í uppbótartíma fyrri hálfleiks kom svo eina mark leiksins. Löng sending fram völlinn virtist hættulaus en Sebastian Coates fór of nálægt boltanum og Traore flikkaði honum framhjá með einni snertingu. Við það var hann kominn nánast einn í gegn og Brad Jones kom út á móti, það þýddi að Traore gat vippað boltanum yfir hann og í autt markið.
Leikmenn Liverpool mættu þó ágætlega stemmdir til síðari hálfleiks og skaut ungliðinn Adam Morgan í hliðarnetið eftir samleik við Joe Cole. Heimamenn voru þó áfram skeinuhættir og Jones varði aftur ágætlega frá Eto'o og skömmu síðar skaut Traore rétt framhjá markinu.
Eftir klukkutíma leik skipti Rodgers þeim Suso og Daniel Pacheco inná fyrir þá Coady og Morgan. Við þetta gekk gestunum betur að halda boltanum en áfram þurfti Jones að vera vel á verði í markinu þegar hann varði skalla af stuttu færi frá Traore.
Á 77. mínútu fengu gestirnir svo sitt besta færi þegar Suso skaut að marki frá vítateigslínu, Gabulov, markvörður heimamanna hélt ekki boltanum en náði honum þó aftur áður en Joe Cole gat brugðist við.
Við aukinn sóknarþunga gestanna sköpuðust færi fyrir Guus Hiddink og hans menn og títtnefndur Traore komst einn í gegn en skaut framhjá. Ekki tókst Liverpool mönnum að jafna leikinn og þegar upp var staðið var 1-0 tap staðreynd.
Anzhi Makhachkala: Gabulov, Samba, Joao Carlos, Tagirbekov, Logashov, Boussoufa, Jucilei, Zhirkov, Ahmedov (Gonzalez, 29. mín. (Lakhiyalov, 92. mín.)), Eto'o og Traore (Smolov, 80. mín.). Ónotaðir varamenn: Pomazan, Gadzhibekov, Agalarov og Burmistrov.
Mark Anzhi: Lacina Traore (45. + 1 mín.).
Liverpool: Jones, Coates, Carragher, Flanagan, Wisdom, Cole (Assaidi, 77. mín.), Henderson, Downing, Shelvey, Coady (Suso, 61. mín.) og Morgan (Pacheco, 61. mín.). Ónotaðir varamenn: Gulacsi, Wilson, Sama og Robinson.
Gul spjöld: Jon Flanagan og Jonjo Shelvey.
Maður leiksins: Suso átti mjög góða innkomu og fékk hann að spila á miðjunni í fyrsta sinn á tímabilinu og nýtti hann það tækifæri vel. Góð boltameðferð hans og gott auga fyrir spili nýttist vel.
Brendan Rodgers: ,,Mér fannst leikmennirnir gefa allt sitt í leikinn. Taktískt séð var einbeitingin mjög góð, við stjórnuðum leiknum í 44 mínútur og 50 sekúndur af fyrri hálfleiknum en gerðum ein slæm mistök og var refsað fyrir. Það er staðreynd."
,,Það var svo meira af því sama í seinni hálfleik og við áttum færi. Menn voru vonsviknir í búningsherberginu eftir leik og ég fann til með leikmönnunum. Anzhi eru með gott lið og toppleikmenn, en við héldum haus, ungu leikmennirnir voru frábærir og við erum vonsviknir með að hafa ekki fengið eitthvað útúr leiknum."
Fróðleikur
- Conor Coady spilaði sinn fyrsta leik með aðalliði félagsins.
- Þetta var 60. leikur Stewart Downing fyrir félagið. Hann hefur skorað fjögur mörk.
- Það sama gildir um Jordan Henderson og hann hefur skorað tvö mörk.
- Joe Cole varð 31. árs í dag.
- Liverpool eru í öðru sæti riðilsins eftir leiki kvöldsins en óvænt úrslit voru á Ítalíu er Young Boys unnu Udinese 2-3.
- Young Boys og Liverpool eru jöfn með 6 stig eftir fjóra leiki, Anzhi sitja á toppnum með 7 stig og Udinese eru með 4 stig.
- Næsti leikur Liverpool í þessum riðli er gegn Young Boys á Anfield þann 22. nóvember.
Hér eru myndir úr leiknum af heimasíðu félagsins.
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Úr leik! -
| Sf. Gutt
Hlýrra uppi í stúku! -
| Sf. Gutt
Dregið í Deildarbikarnum -
| Sf. Gutt
Áfram í Deildarbikarnum -
| Mummi
Miðasala á Liverpool – Ipswich og Liverpool – West Ham -
| Mummi
Seinkun á jólagjöf -
| Sf. Gutt
Af samningamálum Trent Alexander-Arnold -
| Sf. Gutt
Jafntefli manni færri! -
| Sf. Gutt
Enn nær Mohamed Salah merkum áfanga! -
| Sf. Gutt
Sögulegur sigur!
Fréttageymslan