| Grétar Magnússon
TIL BAKA
Verðum að vera beittari
Jamie Carragher kallar eftir því að liðið bæti sig á báðum endum vallarins eftir að varnarmistök urðu til þess að Anzhi skoruðu eina mark leiksins í Evrópudeildinni í gærkvöldi.
Carragher var fyrirliði í fjarveru Steven Gerrard og leiddi ungliða eins og Adam Morgan, Jon Flanagan og Conor Coady sem spilaði sinn fyrsta leik með aðalliðinu. Hann segist vera stoltur af frammistöðu ungu leikmannana í þessu 1-0 tapi en telur engu að síður að þeir rauðu verði að vera beittari fyrir framan markið sem og í varnarvinnuni ef þeir ætli sér að bæta sig á tímabilinu.
,,Við gerðum mistök rétt fyrir hálfleik og á þessu stigi, þegar maður er sekúndum frá því að flautað er til hálfleiks, þá getur maður ekki leyft sér svona mistök," sagði Carra. ,,Við verðum að vera beittari. Og þá er ég ekki bara að tala um fimmtudagskvöldið eða í bara í Evrópudeildinni, þetta á við tímabilið í heild sinni."
,,Tapið gegn Anzhi var stór lærdómskúrfa. Ekki bara fyrir ungu leikmennina heldur mig líka. En svona er Evrópuboltinn - maður verður að vera beittur á báðum endum vallarins."
,,En mér fannst við standa okkur ágætlega. Ungu leikmennirnir stóðu sig vel. Anzhi eru lið sem er sett saman af mörgum dýrum leikmönnum og þeir eru með nokkra toppleikmenn í sínum röðum. Það var því ánægjulegt fyrir þessa ungu leikmenn að koma hingað og standa sig eins vel og þeir gerðu, mér fannst við eiga eitthvað skilið úr þessum leik."
Staðan í þessum A riðli flæktist aðeins eftir leiki gærkvöldsins og komust Young Boys upp að hlið Liverpool með sigri sínum á Udinese á Ítalíu og bæði lið hafa sex stig, Anzhi sitja á toppnum með stigi meira og Udinese eru á botninum með fjögur stig.
,,Við verðum að vinna heimaleikinn okkar við Young Boys," sagði Carragher. ,,Ef við gerum það, þá mun það setja okkur í mjög góða stöðu (til að komast áfram úr riðlinum) og svo veltur þetta á því hvernig leikur Anzhi og Udinese fer þann sama dag."
,,Það væri betra ef við þyrftum ekki að fara til Udinese til að vinna til að komast áfram en ef við þurfum á stigi að halda þar þá munum við klárlega sætta okkur við það."
Carragher var fyrirliði í fjarveru Steven Gerrard og leiddi ungliða eins og Adam Morgan, Jon Flanagan og Conor Coady sem spilaði sinn fyrsta leik með aðalliðinu. Hann segist vera stoltur af frammistöðu ungu leikmannana í þessu 1-0 tapi en telur engu að síður að þeir rauðu verði að vera beittari fyrir framan markið sem og í varnarvinnuni ef þeir ætli sér að bæta sig á tímabilinu.
,,Við gerðum mistök rétt fyrir hálfleik og á þessu stigi, þegar maður er sekúndum frá því að flautað er til hálfleiks, þá getur maður ekki leyft sér svona mistök," sagði Carra. ,,Við verðum að vera beittari. Og þá er ég ekki bara að tala um fimmtudagskvöldið eða í bara í Evrópudeildinni, þetta á við tímabilið í heild sinni."
,,Tapið gegn Anzhi var stór lærdómskúrfa. Ekki bara fyrir ungu leikmennina heldur mig líka. En svona er Evrópuboltinn - maður verður að vera beittur á báðum endum vallarins."
,,En mér fannst við standa okkur ágætlega. Ungu leikmennirnir stóðu sig vel. Anzhi eru lið sem er sett saman af mörgum dýrum leikmönnum og þeir eru með nokkra toppleikmenn í sínum röðum. Það var því ánægjulegt fyrir þessa ungu leikmenn að koma hingað og standa sig eins vel og þeir gerðu, mér fannst við eiga eitthvað skilið úr þessum leik."
Staðan í þessum A riðli flæktist aðeins eftir leiki gærkvöldsins og komust Young Boys upp að hlið Liverpool með sigri sínum á Udinese á Ítalíu og bæði lið hafa sex stig, Anzhi sitja á toppnum með stigi meira og Udinese eru á botninum með fjögur stig.
,,Við verðum að vinna heimaleikinn okkar við Young Boys," sagði Carragher. ,,Ef við gerum það, þá mun það setja okkur í mjög góða stöðu (til að komast áfram úr riðlinum) og svo veltur þetta á því hvernig leikur Anzhi og Udinese fer þann sama dag."
,,Það væri betra ef við þyrftum ekki að fara til Udinese til að vinna til að komast áfram en ef við þurfum á stigi að halda þar þá munum við klárlega sætta okkur við það."
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Vopnahlésdagurinn -
| Sf. Gutt
Mikil jákvæðni hjá félaginu -
| Sf. Gutt
Alisson farinn að æfa -
| Sf. Gutt
Landsleikjafréttir -
| Sf. Gutt
Harvey farinn að æfa -
| Sf. Gutt
Ungliðar lánaðir -
| Sf. Gutt
Virgil fékk frí -
| Sf. Gutt
Landsleikjafréttir -
| Sf. Gutt
Georginio Wijnaldum fer víða -
| Sf. Gutt
Tveir uppaldir í enska landsliðinu
Fréttageymslan