| Sf. Gutt
TIL BAKA
Ekki hálfdrættingar!
Jamie Carragher leiddi Liverpool til leiks í Moskvu á móti Anzhi. Segja má að hinir leikmenn Liverpool hafi ekki verið hálfdrættingar á við fyrirliðann. Jamie hafði fyrir leikinn í Moskvu leikið 710. leiki með Liverpool en hinir tíu leikmenn Liverpool sem hófu leikinn höfðu aðeins spilað 260 leiki samanlagt fyrir Liverpool!
Þetta er merkileg staðreynd og segir í raun sína sögu um hversu þunnskipaður leikmannahópur Liverpool er orðinn. Jamie er auðvitað reyndastur leikmanna Liverpool með 711 leiki og Steven Gerrard er næstur með sína 600. Auðvitað eru aðrir reyndir leikmenn í hópnum en margir eru reynslulitlir og eru jafnvel að stíga sín fyrstu skref. Sem dæmi má nefna að Conor Coady lék sinn fyrsta leik í Moskvu og Adam Morgan sinn þriðja. Þeir Andre Wisdom og Suso spiluðu í níunda sinn fyrir aðalliðið, Jon Flanagan lék sinn 16 leik og Daniel Pacheco einum meira.
Þeir Andre, Suso og Raheem Sterling hafa verið fastamenn í síðustu leikjum og ekki er aldrinum fyrir að fara hjá þeim piltum. Það er þó alls ekki slæmt að ungir leikmenn fái tækifæri og það á vonandi eftir að skila sér hjá þeim og liðinu til framtíðar litið.
Þetta er merkileg staðreynd og segir í raun sína sögu um hversu þunnskipaður leikmannahópur Liverpool er orðinn. Jamie er auðvitað reyndastur leikmanna Liverpool með 711 leiki og Steven Gerrard er næstur með sína 600. Auðvitað eru aðrir reyndir leikmenn í hópnum en margir eru reynslulitlir og eru jafnvel að stíga sín fyrstu skref. Sem dæmi má nefna að Conor Coady lék sinn fyrsta leik í Moskvu og Adam Morgan sinn þriðja. Þeir Andre Wisdom og Suso spiluðu í níunda sinn fyrir aðalliðið, Jon Flanagan lék sinn 16 leik og Daniel Pacheco einum meira.
Þeir Andre, Suso og Raheem Sterling hafa verið fastamenn í síðustu leikjum og ekki er aldrinum fyrir að fara hjá þeim piltum. Það er þó alls ekki slæmt að ungir leikmenn fái tækifæri og það á vonandi eftir að skila sér hjá þeim og liðinu til framtíðar litið.
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Úr leik! -
| Sf. Gutt
Hlýrra uppi í stúku! -
| Sf. Gutt
Dregið í Deildarbikarnum -
| Sf. Gutt
Áfram í Deildarbikarnum -
| Mummi
Miðasala á Liverpool – Ipswich og Liverpool – West Ham -
| Mummi
Seinkun á jólagjöf -
| Sf. Gutt
Af samningamálum Trent Alexander-Arnold -
| Sf. Gutt
Jafntefli manni færri! -
| Sf. Gutt
Enn nær Mohamed Salah merkum áfanga! -
| Sf. Gutt
Sögulegur sigur!
Fréttageymslan