| Sf. Gutt
TIL BAKA
Aftur á toppinn!
Herkvaðning Rauða hersins hafði sitt að segja. Liverpool vann Bournemouth 3:0 af öryggi á Anfield og komst upp í efsta sæti deildarinnar. Þetta var besti leikur Liverpool á árinu!
Herkvaðning var send út af stuðningsmönnum Liverpool fyrir leikinn og fólk hvatt til að mæta snemma og hvetja liðið af krafti. Kvaðningin hafði sitt að segja og andrúmsloftið fyrir leik og reyndar allan leik var rafmagnað. Aðeins ein breyting var gerð á liði Liverpool frá leiknum á móti West Ham United sem olli miklum vonbrigðum. Georginio Wijnaldum var orðinn góður af meiðslum og kom inn fyrir Adam Lallana.
Bournemouth byrjaði vel og strax á fyrstu mínútu komst Ryan Fraser í skotfæri en Alisson Becker var vel á verði og varði. Segja má að færi gestanna í leiknum séu nú upptalin. Liverpool fór í gang og á 12. mínútu komst Roberto Firmino í færi eftir undirbúning Sadio Mané en Artur Boruc varði. Á 24. mínutu komst Liverpool yfir. Horn James Milner frá hægri var skallað frá en sókn Liverpool hélt áfram. James fékk boltann aftur og sendi fyrir beint á höfuðið á Sadio Mané sem skallaði af krafti í markið. Enn eitt markið hjá Sadio sem er búinn að skora í fjórum leikjum í röð. Gestirnir vildu fá rangstöðu en Sadio hafði verið fyrir innan vörnina rétt áður en hann skoraði en hann var búinn að koma sér úr rangstöðunni þótt litlu hefði mátt muna.
Á 31. mínútu átti Joël Matip frábæra sendingu inn fyrir vörn Bournemouth á Roberto sem var einn á móti markverði en hann náði ekki valdi á boltanum og hættan leið hjá. Þremur mínútum seinna fór betur Naby Keita vann boltann úti við hliðarlínu vinstra megin og gaf á Andrew Robertson. Hann sendi hárnákvæma sendingu inn í vítateiginn á Georginio Wijnaldum sem lyfti boltanum stórglæsilega yfir Artur og í markið. Magnað mark hjá Hollendingnum sem var frábær í leiknum. Á lokamínútu hálfleiksins tók Mohamed Salah boltann fallega á lofti við vítateiginn en Artur sló boltann yfir með tilþrifum. Góð staða í hálfleik og Liverpool hafði spilað mun betur en í síðustu tveimur leikjum.
Liverpool fékk óskabyrjun í síðari hálfleik. Naby sendi boltann fram á Roberto sem sendi umsvifalaust hælsendingu, við hægri vítateigshornið, á Mohamed Salah sem lagði boltann fyrir sig og spyrnti honum svo af öryggi neðst í fjærhornið. Leikmenn Liverpool fögnuðu fyrir framan Kop stúkuna og um leið má segja að sigurinn hafi verið í höfn þó aðeins tvær mínútur hafi verið búnar af síðari hálfleik!
Sigurinn hefði þó átt að vera mun stærri. Á 53. mínútu sendi Georginio fyrir á Sadio en hann skallaði rétt framhjá úr góðu færi. Þegar tæpur stundarfjórðungur var eftir lagði Roberto upp færi fyrir Mohamed en skot hans fór í þverslá. Rétt á eftir var Roberto enn á ferðinni og lagði upp skotfæri fyrir Naby en hann skaut yfir. Hann hefði verðskuldað að skora í sínum besta leik með Liverpool.
Á 59. mínútu var klappað fyrir tveimur fyrrum leikmönnum Liverpool. Dominic Solanke kom þá inn á í staðinn fyrir Jordan Ibe. Fengu þeir félagar góðar viðtökur.
Þegar þrjár mínútur sneri Liverpool vörn í sókn. Roberto komst einn í gegn og inn í vítateiginn en Artur varði frá honum. Roberto, sem var frábær, hefði þó betur rúllað boltanum til hægri á Virgil van Dijk sem hafði ætt fram allan völlinn með Roberto! Á lokamínútunni lagði Roberto enn einu sinni upp færi. Nú fyrir varamanninn Trent Alexander-Arnold sem var kominn fam í vítateiginn en aftur bjargaði Artur. Sigri Liverpool var fagnað innan vallar sem utan nokkrum andartökum seinna!
Rauði herinn reif sig í gang innan vallar sem utan og það var ekki að sökum að spyrja. Liverpool spilaði sinn besta leik á árinu og náði toppsætinu. Baráttan um Englandsmeistaratitilinn heldur áfram!
Liverpool: Alisson, Milner, Matip, Van Dijk, Robertson, Wijnaldum (Alexander-Arnold 77. mín.), Fabinho, Keita, Mane (Origi 87. mín.), Salah og Firmino (Sturridge 90. mín.). Ónotaðir varamenn: Mignolet, Camacho, Henderson og Lallana.
Mörk Liverpool: Sadio Mané (24. mín.), Georginio Wijnaldum (34. mín.) og Mohamed Salah (47. mín.).
Gul spjöld: Joël Matip og Andrew Robertson.
Bournemouth: Boruc, Smith, Cook, Ake, Rico (Mepham 80. mín.), Ibe (Solanke 59. mín.), Gosling, Lerma (Mousset 73. mín.), Surman, Fraser og King. Ónotaðir varamenn: Begovic, Simpson, Taylor og Surridge.
Gul spjöld: Diego Rico og Adam Smith
Áhorfendur á Anfield Road: 53.178.
Maður leiksins: Georginio Wijnaldum. Hollendingurinn kom inn í liðið eftir meiðsli og sýndi að hann er lykilmaður. Það verður kannski ekki alltaf mikið vart við hann en hann hefur verið einn besti leikmaður Liverpool á leiktíðinni. Hann var frábær á miðjunni og skoraði meitlað mark. Sérstaklega lék hann vel ef haft er í huga að hann var hálf lasinn í gær!
Jürgen Klopp: Við gerum miklar væntingar til okkar og í dag unnum við með því að sýna stórgóðan leik. Margir leikmanna okkar voru framúrskarandi. Mark númer þrjú var í heimsklassa. Við vildum snúa við blaðinu frá síðustu leikjum. Það er ekki bara nóg fyrir okkur að skila unnu verki. Við viljum vinna verk okkar vel og á sannfærandi hátt!
- Liverpool náði efsta sæti deildarinnar með sigrinum.
- Sadio Mané skoraði 13. mark sitt á leiktíðinni.
- Hann skoraði fjórða leikinn í röð.
- Georginio Wijnaldum skoraði í annað sinn á sparktíðinni.
- Mohamed Salah skoraði 20. mark sitt á keppnistímabilinu.
- Andrew Robertson lék sinn 60. leik með Liverpool. Hann hefur skorað eitt mark.
- James Milner lék í 160. sinn fyrir hönd Liverpool. Hann hefur skorað 20 mörk.
Hér er viðtal við Jürgen Klopp sem var tekið eftir leikinn.
Herkvaðning var send út af stuðningsmönnum Liverpool fyrir leikinn og fólk hvatt til að mæta snemma og hvetja liðið af krafti. Kvaðningin hafði sitt að segja og andrúmsloftið fyrir leik og reyndar allan leik var rafmagnað. Aðeins ein breyting var gerð á liði Liverpool frá leiknum á móti West Ham United sem olli miklum vonbrigðum. Georginio Wijnaldum var orðinn góður af meiðslum og kom inn fyrir Adam Lallana.
Bournemouth byrjaði vel og strax á fyrstu mínútu komst Ryan Fraser í skotfæri en Alisson Becker var vel á verði og varði. Segja má að færi gestanna í leiknum séu nú upptalin. Liverpool fór í gang og á 12. mínútu komst Roberto Firmino í færi eftir undirbúning Sadio Mané en Artur Boruc varði. Á 24. mínutu komst Liverpool yfir. Horn James Milner frá hægri var skallað frá en sókn Liverpool hélt áfram. James fékk boltann aftur og sendi fyrir beint á höfuðið á Sadio Mané sem skallaði af krafti í markið. Enn eitt markið hjá Sadio sem er búinn að skora í fjórum leikjum í röð. Gestirnir vildu fá rangstöðu en Sadio hafði verið fyrir innan vörnina rétt áður en hann skoraði en hann var búinn að koma sér úr rangstöðunni þótt litlu hefði mátt muna.
Á 31. mínútu átti Joël Matip frábæra sendingu inn fyrir vörn Bournemouth á Roberto sem var einn á móti markverði en hann náði ekki valdi á boltanum og hættan leið hjá. Þremur mínútum seinna fór betur Naby Keita vann boltann úti við hliðarlínu vinstra megin og gaf á Andrew Robertson. Hann sendi hárnákvæma sendingu inn í vítateiginn á Georginio Wijnaldum sem lyfti boltanum stórglæsilega yfir Artur og í markið. Magnað mark hjá Hollendingnum sem var frábær í leiknum. Á lokamínútu hálfleiksins tók Mohamed Salah boltann fallega á lofti við vítateiginn en Artur sló boltann yfir með tilþrifum. Góð staða í hálfleik og Liverpool hafði spilað mun betur en í síðustu tveimur leikjum.
Liverpool fékk óskabyrjun í síðari hálfleik. Naby sendi boltann fram á Roberto sem sendi umsvifalaust hælsendingu, við hægri vítateigshornið, á Mohamed Salah sem lagði boltann fyrir sig og spyrnti honum svo af öryggi neðst í fjærhornið. Leikmenn Liverpool fögnuðu fyrir framan Kop stúkuna og um leið má segja að sigurinn hafi verið í höfn þó aðeins tvær mínútur hafi verið búnar af síðari hálfleik!
Sigurinn hefði þó átt að vera mun stærri. Á 53. mínútu sendi Georginio fyrir á Sadio en hann skallaði rétt framhjá úr góðu færi. Þegar tæpur stundarfjórðungur var eftir lagði Roberto upp færi fyrir Mohamed en skot hans fór í þverslá. Rétt á eftir var Roberto enn á ferðinni og lagði upp skotfæri fyrir Naby en hann skaut yfir. Hann hefði verðskuldað að skora í sínum besta leik með Liverpool.
Á 59. mínútu var klappað fyrir tveimur fyrrum leikmönnum Liverpool. Dominic Solanke kom þá inn á í staðinn fyrir Jordan Ibe. Fengu þeir félagar góðar viðtökur.
Þegar þrjár mínútur sneri Liverpool vörn í sókn. Roberto komst einn í gegn og inn í vítateiginn en Artur varði frá honum. Roberto, sem var frábær, hefði þó betur rúllað boltanum til hægri á Virgil van Dijk sem hafði ætt fram allan völlinn með Roberto! Á lokamínútunni lagði Roberto enn einu sinni upp færi. Nú fyrir varamanninn Trent Alexander-Arnold sem var kominn fam í vítateiginn en aftur bjargaði Artur. Sigri Liverpool var fagnað innan vallar sem utan nokkrum andartökum seinna!
Rauði herinn reif sig í gang innan vallar sem utan og það var ekki að sökum að spyrja. Liverpool spilaði sinn besta leik á árinu og náði toppsætinu. Baráttan um Englandsmeistaratitilinn heldur áfram!
Liverpool: Alisson, Milner, Matip, Van Dijk, Robertson, Wijnaldum (Alexander-Arnold 77. mín.), Fabinho, Keita, Mane (Origi 87. mín.), Salah og Firmino (Sturridge 90. mín.). Ónotaðir varamenn: Mignolet, Camacho, Henderson og Lallana.
Mörk Liverpool: Sadio Mané (24. mín.), Georginio Wijnaldum (34. mín.) og Mohamed Salah (47. mín.).
Gul spjöld: Joël Matip og Andrew Robertson.
Bournemouth: Boruc, Smith, Cook, Ake, Rico (Mepham 80. mín.), Ibe (Solanke 59. mín.), Gosling, Lerma (Mousset 73. mín.), Surman, Fraser og King. Ónotaðir varamenn: Begovic, Simpson, Taylor og Surridge.
Gul spjöld: Diego Rico og Adam Smith
Áhorfendur á Anfield Road: 53.178.
Maður leiksins: Georginio Wijnaldum. Hollendingurinn kom inn í liðið eftir meiðsli og sýndi að hann er lykilmaður. Það verður kannski ekki alltaf mikið vart við hann en hann hefur verið einn besti leikmaður Liverpool á leiktíðinni. Hann var frábær á miðjunni og skoraði meitlað mark. Sérstaklega lék hann vel ef haft er í huga að hann var hálf lasinn í gær!
Jürgen Klopp: Við gerum miklar væntingar til okkar og í dag unnum við með því að sýna stórgóðan leik. Margir leikmanna okkar voru framúrskarandi. Mark númer þrjú var í heimsklassa. Við vildum snúa við blaðinu frá síðustu leikjum. Það er ekki bara nóg fyrir okkur að skila unnu verki. Við viljum vinna verk okkar vel og á sannfærandi hátt!
Fróðleikur
- Liverpool náði efsta sæti deildarinnar með sigrinum.
- Sadio Mané skoraði 13. mark sitt á leiktíðinni.
- Hann skoraði fjórða leikinn í röð.
- Georginio Wijnaldum skoraði í annað sinn á sparktíðinni.
- Mohamed Salah skoraði 20. mark sitt á keppnistímabilinu.
- Andrew Robertson lék sinn 60. leik með Liverpool. Hann hefur skorað eitt mark.
- James Milner lék í 160. sinn fyrir hönd Liverpool. Hann hefur skorað 20 mörk.
Hér er viðtal við Jürgen Klopp sem var tekið eftir leikinn.
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Landsleikjafréttir -
| Sf. Gutt
Harvey farinn að æfa -
| Sf. Gutt
Ungliðar lánaðir -
| Sf. Gutt
Virgil fékk frí -
| Sf. Gutt
Landsleikjafréttir -
| Sf. Gutt
Georginio Wijnaldum fer víða -
| Sf. Gutt
Tveir uppaldir í enska landsliðinu -
| Sf. Gutt
Trent meiddur -
| Sf. Gutt
Heilsteypt lið! -
| Sf. Gutt
Arne Slot setur nýtt félagsmet!
Fréttageymslan