| Sf. Gutt

Sex stig duga!

Liverpool þarf sex stig til að verða Englandsmeistari  í 20. skipti. Sex umferðir eru eftir af keppni í efstu deild á Englandi þessa leiktíðina.

Hugsanlega þarf Liverpool bara sigur á móti Leicester á páskadeginum. Liverpool mætir þá Leicester City í Leicester. Ef Liverpool vinnur sigur gæti sá sigur gert Liverpool að Englandsmeisturum. Það gerðist reyndar bara ef Arsenal tapar fyrr um daginn. Arsenal leikur gegn Ipswich Town í Ipswich. Bæði Leicester og Ipswich eru í fallsætum. Eins og staðan er núna er fátt sem getur bjargað þessum tveimur liðum frá falli. West Ham United og Wolverhampton Wanderes þurfa bara eitt stig úr sex leikjum til að fella Leicester. Ipswich hefur þremur stigum meira og þurfa West Ham og Wolves fjögur stig til að tryggja sig gagnvart Ipswich. 

Leikur Ipswich og Arsenal hefst klukkan eitt eftir hádegi að íslenskum tíma. Leiknum á Portman Road verður lokið þegar flautað verður til leiks á King Power leikvanginum klukkan hálf fjögur síðdegis.

En hvernig sem allt fer á morgun gera sex stig Liverpool að Englandsmeisturum þó svo að Arsenal vinni alla þá sex leiki sem þeir eiga eftir. Það þarf að ná þessum sex stigum í hús með sigrum en það væri vissulega gaman ef Liverpool yrði páskameistari!

 

TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan