Hvernig leggst hvíldin í okkar menn
Það verða tvö óvenju vel hvíld lið sem mætast á Anfield í kvöld, þegar Liverpool tekur á móti nágrönnum sínum í Everton. En það hefur stundum tekið okkar menn tíma að ná vopnum sínum eftir góða hvíld. Vonandi verður það ekki raunin í kvöld.
Síðasti leikur Liverpool var 16. mars, þegar liðið tapaði úrslitaleik Deildabikarsins fyrir Newcastle á Wembley. Nokkrum dögum áður féll liðið úr Meistaradeildinni fyrir PSG, eftir 120 mínútur og vítakeppni. Leikurinn við PSG tók verulega á, eins og mátti glögglega sjá á Wembley.
Á blaðamannafundi í gær vék Arne Slot að ástandinu á liðinu. „Leikurinn á Anfield gegn PSG var frábær. Við spiluðum mjög vel, en þeir voru ennþá betri. Þvílíkur leikur, ég held að við höfum aldrei spilað jafn góðan leik undir minni stjórn. Nú hafa menn fengið óvenju langa og kærkomna hvíld. Undir venjulegum kringumstæðum hefðum við þurft að spila um helgina, en þar sem við erum dottnir út úr FA-bikarnum fengum við nokkra aukadaga, sem ég vona að hafi nýst mönnum vel."
„Við gáfum leikmönnum frí, allt upp í 5 daga, menn fengu allir þriggja til fimm daga frí, eftir því hvenær þeir komu heim úr landsliðsverkefnum. Ég held að þeir hafi haft gott af því."
Í kvöld tekur svo alvaran við á nýjan leik, þegar Everton, sem átti síðast leik 15. mars, mætir á Anfield, og ekkert frí framundan fyrr en í lok maí. Stuðningsmannafélagið Spion Kop 1906 brýnir fyrir öllum sem mæta á Anfield í kvöld að mæta vel merkt og láta vel í sér heyra. Það dugi ekki að horfa bara þögul á leikinn eins og hver annar túristi.
Það eru orð að sönnu, nú þurfa allir að leggjast á eitt, líka pylsusalarnir eins og Klopp orðaði það um árið. Arsenal viðhélt pressunni á okkar menn með sterkum sigri á Fulham í gær. Ef Liverpool tapar leiknum í kvöld er munurinn á liðunum „einungis" 9 stig, sem er þriggja leikja sveifla. Það getur farið hvernig sem er. Við þekkjum slík dæmi.
Í minningunni finnst mér eins og Liverpool hafi ekki alltaf verið á tánum eftir góða hvíld, en ég hef svosem enga tölfræði til að styðja við þá tilfinningu. Ég ákvað að spyrja gervigreindina og hún vill meina að það hafi lagast á undanförnum árum. Ég nenni ekki að velta mér frekar upp úr því, enda skiptir það engu máli. Það eina sem skiptir máli er að vinna leikinn í kvöld og viðhalda 12 stiga forskotinu.
YNWA
-
| Sf. Gutt
Lokaspretturinn hefst annað kvöld! -
| Sf. Gutt
Skipt um gír í síðari hálfleik! -
| Sf. Gutt
Fyrsti apríl! -
| Sf. Gutt
Asíuferð í sumar -
| Sf. Gutt
Leikjatilfærslur -
| Sf. Gutt
Mohamed Salah Leikmaður mánaðarins! -
| Sf. Gutt
Tveir komu fyrr heim -
| Sf. Gutt
Í minningu -
| Sf. Gutt
Af spjöldum sögunnar! -
| Sf. Gutt
Landsleikjafréttir