Í síðasta sinn í gegnum Stanley garðinn!
Í á aðra öld hafa Bláliðar gengið í gegnum garðinn yfir til Anfield Road til að takst á við Rauðliða. Nú var það gert í síðasta skipti!
Árið 1892 yfirgaf Everton Football Club Anfield Road og flutti höfuðstöðvar sínar í gegnum Stanley Park og gerði Goodison Park að sínu heimavígi. Í mars þetta ár stofnaði John Houlding knattspyrnufélagið Liverpool Football Club í kjölfar þess að forráðamenn Everton sættu sig ekki við hækkun á leigugjaldi fyrir Anfield.
Alla tíð síðan hafa stuðningsmenn liðanna farið í gegnum Stanley garðinn þegar borgarslagur hefur verið á dagskrá. Annað hvort í átt að Anfield eða Goodison. Vegalengdin er stutt eða 983 metrar samkvæmt mælingum. Núna á miðvikudagskvöldið gengu stuðningsmenn Everton í síðasta sinn til leiks við Liverpool í gegnum garðinn.
Hér eftir verður heimavígi Everton nirði við Mersey ána. Nýi leikvanguinn er kenndur við hafnarsvæðið Bramley-Moore. Leikvangurinn nýi er heldur lengra frá Anfield en Goodison eða rúma þrjá kílómetra í burtu. Hann telst samt í göngufæri. Á myndinni að ofan er horft frá Anfield í átt að Mersey. Nýi leikvangur Everton er rétt utan myndar til hægri.
-
| Sf. Gutt
Gríðarlega mikilvægur sigur! -
| Mummi
Aðalfundur Liverpoolklúbbsins -
| Sf. Gutt
Hundraðasti sigur Liverpool á Everton! -
| Heimir Eyvindarson
Hvernig leggst hvíldin í okkar menn -
| Sf. Gutt
Lokaspretturinn hefst annað kvöld! -
| Sf. Gutt
Skipt um gír í síðari hálfleik! -
| Sf. Gutt
Fyrsti apríl! -
| Sf. Gutt
Asíuferð í sumar -
| Sf. Gutt
Leikjatilfærslur -
| Sf. Gutt
Mohamed Salah Leikmaður mánaðarins!