Loris Karius

Fæðingardagur:
22. júní 1993
Fæðingarstaður:
Biberach
Fyrri félög:
Stuttgart, Manchester City, Mainz
Kaupverð:
£ 4700000
Byrjaði / keyptur:
01. júlí 2016

Markvörðurinn Loris Karius var keyptur til félagsins sumarið 2016 frá þýska félaginu Mainz 05.

Hann þekkir England ágætlega þar sem hann var á árum áður á mála hjá Manchester City en þangað fór hann árið 2009 og spilaði með U18 og U21 árs liðum félagsins.

Karius hóf ferilinn með heimaliði sínu FV Biberach og spilaði einnig fyrir önnur lið í Þýskalandi á uppvaxtarárum sínum, SG Mettenberg, SSV Ulm 1846 og Stuttgart allt með unglingaliðum þessara félaga en frá Stuttgart fór hann til Englands.

Frá Manchester City hélt hann aftur til Þýskalands og nú til fyrrverandi félags Jurgen Klopp, Mainz.  Hann spilaði sinn fyrsta leik fyrir félagið í desember árið 2012 þegar hann kom inná sem varamaður í seinni hálfleik í 2-1 sigri á Hannover í þýsku Bundesligunni.

Hann spilaði ekki meir á því tímabili en tímabilið 2013-14 spilaði hann alls 23 leiki í deildinni.  Hann þykir snöggur og góður markvörður þrátt fyrir ungan aldur og hefur hann góða stjórn á vítateignum.  Næsta tímabil missti hann aðeins af einum leik í deildinni þegar Mainz sigldu lygnan sjó um miðja deild.  Á síðasta tímabili spilaði hann svo allar mínúturnar með liðinu í þýsku deildinni og stóð sig vel.

Hann hélt markinu hreinu í 9 leikjum, m.a. gegn Hertha Berlin í mikilvægum lokaleik deildarinnar sem varð til þess að liðið endaði í 6. sæti deildarinnar og komst þar með í Evrópudeildina.  Hann var svo valinn af lesendum þýska tímaritsins Kicker sem annar besti markvörður Bundesligunnar á eftir Manuel Nauer þar sem hann fékk 13.6% atkvæða.

Tölfræðin fyrir Loris Karius

Tímabil Deild Bikar Deildarbikar Evrópa Annað Alls
2016/2017 10 - 0 3 - 0 3 - 0 0 - 0 0 - 0 16 - 0
2017/2018 19 - 0 1 - 0 0 - 0 13 - 0 0 - 0 33 - 0
2021/2022 0 - 0 0 - 0 0 - 0 0 - 0 0 - 0 0 - 0
Samtals 29 - 0 4 - 0 3 - 0 13 - 0 0 - 0 49 - 0

Fréttir, greinar og annað um Loris Karius

Fréttir

Í nærmynd

Skoða önnur tímabil