| Sf. Gutt
Loris Karius er loksins kominn í lið. Meira að segja er markmaðurinn kominn með samning við lið í ensku Úrvalsdeildinni. Samningur Loris við Liverpool rann út núna í sumar.
Newcastle United fékk Loris til liðs við sig á dögunum og gerði samning við hann út árið. Hugsanlega verður samningurinn framlengdur til vors.
Loris hóf atvinnuferil sinn með Mainz 05 árið 2011. Liverpool keypti hann þaðan 2016 fyrir 4,75 milljónir sterlingpunda. Hann hafði staðið sig mjög vel hjá Mainz og var þegar Liverpool keypti hann talinn með bestu markmönnum Þýskalands. Þess má geta að Loris var ekki að fara í fyrsta sinn til Englands því hann hefði verið í unglingaliði Manchester City frá 2009 til 2011.
Loris spilaði 16 leiki á leiktíðinni 2016 /17. Hann þótti ekki nógu sannfærandi og spilaði lítið seinni hluta leiktíðarinnar. Hann kom sterkur inn á keppnistímabilinu á eftir. Hann náði markmannsstöðunni af Simon Mignolet og spilaði seinni hluta keppnistímabilsins.
Þá kom að úrslitaleiknum um Evrópubikarinn við Real Madrid í Kiev vorið 2018. Í þeim leik fór allt úrskeiðis sem gat farið úrskeiðis. Loris gaf Real fyrsta markið og eins það þriðja. Liverpool tapaði leiknum 3:1. Eftir leikinn var nokkuð rætt um að Þjóðverjinn hefði fengið heilahristing eftir lúmskt olgbogaskot frá Sergio Ramos sem hefði haft þau áhrif að hann var ekki í fullkomnu standi. Hugsanlega hafði meintur heilahristingur þau áhrif að hann gerði þessi slæmu mistök í leiknum. Loris hafði nefnilega spilað vel fram að höfuðhögginu. Þetta reyndist síðasti leikur hans fyrir Liverpool.
Sumarið 2018 var Loris lánaður til tyrkneska liðsins Besiktas. Hann var hjá liðinu í tvær leiktíðir. Honum gekk misjafnlega þar og fór eftir að hann sakaði félagið um að standa ekki við launagreiðslur. Á leiktíðinni 2020/21 var hann í láni hjá Union Berlin en spilaði lítið.
Loris kom svo heim til Liverpool sumarið 2021. Hann meiddist illa þá um sumarið og komst ekki að hjá öðru liði fyrr en núna að Newcastle réði hann. Hann lék 49 leiki með Liverpool.
Liverpool klúbburinn á Íslandi þakkar Loris Karius fyrir framlag sitt til Liverpool og óskar honum góðs gengis í framtíðinni.
TIL BAKA
Loris Karius loksins kominn í lið
Loris Karius er loksins kominn í lið. Meira að segja er markmaðurinn kominn með samning við lið í ensku Úrvalsdeildinni. Samningur Loris við Liverpool rann út núna í sumar.
Newcastle United fékk Loris til liðs við sig á dögunum og gerði samning við hann út árið. Hugsanlega verður samningurinn framlengdur til vors.
Loris hóf atvinnuferil sinn með Mainz 05 árið 2011. Liverpool keypti hann þaðan 2016 fyrir 4,75 milljónir sterlingpunda. Hann hafði staðið sig mjög vel hjá Mainz og var þegar Liverpool keypti hann talinn með bestu markmönnum Þýskalands. Þess má geta að Loris var ekki að fara í fyrsta sinn til Englands því hann hefði verið í unglingaliði Manchester City frá 2009 til 2011.
Loris spilaði 16 leiki á leiktíðinni 2016 /17. Hann þótti ekki nógu sannfærandi og spilaði lítið seinni hluta leiktíðarinnar. Hann kom sterkur inn á keppnistímabilinu á eftir. Hann náði markmannsstöðunni af Simon Mignolet og spilaði seinni hluta keppnistímabilsins.
Þá kom að úrslitaleiknum um Evrópubikarinn við Real Madrid í Kiev vorið 2018. Í þeim leik fór allt úrskeiðis sem gat farið úrskeiðis. Loris gaf Real fyrsta markið og eins það þriðja. Liverpool tapaði leiknum 3:1. Eftir leikinn var nokkuð rætt um að Þjóðverjinn hefði fengið heilahristing eftir lúmskt olgbogaskot frá Sergio Ramos sem hefði haft þau áhrif að hann var ekki í fullkomnu standi. Hugsanlega hafði meintur heilahristingur þau áhrif að hann gerði þessi slæmu mistök í leiknum. Loris hafði nefnilega spilað vel fram að höfuðhögginu. Þetta reyndist síðasti leikur hans fyrir Liverpool.
Sumarið 2018 var Loris lánaður til tyrkneska liðsins Besiktas. Hann var hjá liðinu í tvær leiktíðir. Honum gekk misjafnlega þar og fór eftir að hann sakaði félagið um að standa ekki við launagreiðslur. Á leiktíðinni 2020/21 var hann í láni hjá Union Berlin en spilaði lítið.
Loris kom svo heim til Liverpool sumarið 2021. Hann meiddist illa þá um sumarið og komst ekki að hjá öðru liði fyrr en núna að Newcastle réði hann. Hann lék 49 leiki með Liverpool.
Liverpool klúbburinn á Íslandi þakkar Loris Karius fyrir framlag sitt til Liverpool og óskar honum góðs gengis í framtíðinni.
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Landsleikjafréttir -
| Sf. Gutt
Harvey farinn að æfa -
| Sf. Gutt
Ungliðar lánaðir -
| Sf. Gutt
Virgil fékk frí -
| Sf. Gutt
Landsleikjafréttir -
| Sf. Gutt
Georginio Wijnaldum fer víða -
| Sf. Gutt
Tveir uppaldir í enska landsliðinu -
| Sf. Gutt
Trent meiddur -
| Sf. Gutt
Heilsteypt lið! -
| Sf. Gutt
Arne Slot setur nýtt félagsmet!
Fréttageymslan