| Sf. Gutt
TIL BAKA
Hefur trú á viðsnúningi!
Liverpool tapaði fyrri undanúrslitaleiknum í Deildarbikarnum fyrir Southampton. Markmaðurinn Loris Karius bjargaði Liverpool frá stærra tapi. Þjóðverjinn er bjartsýnn á að Liverpool snúi blaðinu við í seinni leiknum á Anfield Road og komist í úrslitaleikinn á Wembley. Loris hafði meðal annars þetta að segja í viðtali við Liverpoolfc.com eftir leikinn.
,,Eitt núll eru ekki úrslitin sem við stefndum að. En það er allt opið fyrir seinni leikinn. Eins og ég sagði þá eru þetta ekki hagstæð úrslit en við höfum ennþá trú á að við getum snúið þessu okkur í hag. Með stuðningsmenn okkar að baki okkar þá munum við gera þeim eins erfitt fyrir og við mögulega getum. Það yrði gott að skora snemma. Við sjáum hvernig leikurinn þróast en þetta verður erfitt fyrir þá."
Loris Karius átti stórleik í marki Liverpool og kom í veg fyrir að Southampton myndi skora fleiri mörk. Hann var þó ekki fullkomlega ánægður eftir leikinn.
,,Ég hefði óskað að ég hefði getað varið þegar þeir skoruðu! Ég reyndi að vera til staðar þegar liðið þarfnaðist mín en þegar allt er skoðað erum við auðvitað allir mjög vonsviknir. Við komum hingað til að vinna fyrri leikinn en þetta gerir okkur aðeins erfiðara fyrir. Við höfum þó trú á að okkur takist að snúa stöðunni við okkur í hag."
Loris Karius verður vonandi sannspár hvað varðar þróun mála í seinni leiknum!
,,Eitt núll eru ekki úrslitin sem við stefndum að. En það er allt opið fyrir seinni leikinn. Eins og ég sagði þá eru þetta ekki hagstæð úrslit en við höfum ennþá trú á að við getum snúið þessu okkur í hag. Með stuðningsmenn okkar að baki okkar þá munum við gera þeim eins erfitt fyrir og við mögulega getum. Það yrði gott að skora snemma. Við sjáum hvernig leikurinn þróast en þetta verður erfitt fyrir þá."
Loris Karius átti stórleik í marki Liverpool og kom í veg fyrir að Southampton myndi skora fleiri mörk. Hann var þó ekki fullkomlega ánægður eftir leikinn.
,,Ég hefði óskað að ég hefði getað varið þegar þeir skoruðu! Ég reyndi að vera til staðar þegar liðið þarfnaðist mín en þegar allt er skoðað erum við auðvitað allir mjög vonsviknir. Við komum hingað til að vinna fyrri leikinn en þetta gerir okkur aðeins erfiðara fyrir. Við höfum þó trú á að okkur takist að snúa stöðunni við okkur í hag."
Loris Karius verður vonandi sannspár hvað varðar þróun mála í seinni leiknum!
Nýlegar fréttir
-
| Heimir Eyvindarson
Ofurhetja í uppbótartíma -
| Heimir Eyvindarson
Nunez tryggði mikilvægan sigur á Brentford -
| Heimir Eyvindarson
Brentford-Liverpool -
| Sf. Gutt
Áfram með smjörið! -
| Sf. Gutt
Jafnglími! -
| Heimir Eyvindarson
Af hverju er okkur illa við Nottingham Forest? -
| Sf. Gutt
Fyrsta tapið! -
| Sf. Gutt
Darwin í banni -
| Sf. Gutt
Dregið í FA bikarnum -
| Sf. Gutt
Auðvelt áframhald!
Fréttageymslan