| HI
TIL BAKA
Lánasamningi Karius rift
Lorius Karius, markvörður sem hefur verið á láni frá Liverpool til Besiktas í tæp tvö ár, hefur rift lánasamningi sínum og er aftur á leið til Liverpool. Ástæðan er erfiðleikar við að fá laun sín greidd frá tyrkneska félaginu.
Gengið Kariusar hefur verið skrykkjótt hjá tyrkneska liðinu frá því hann kom þangað sumarið 2018. Hann hefur verið fastamaður í liðinu en atburðir utan vallar hafa varpað skugga á dvölina, einkum gagnrýni sem hann hefur fengið frá forsvarsmönnum félagsins sem hefur þótt undarleg. Stjóri Besiktas er einn þeirra sem hefur gagnrýnt hann og jafnvel gefið í skyn að hann myndi ekki velja hann í liðið fengi hann að ráða.
Undanfarna mánuði hafa deilur Kariusar um launagreiðslur verið meira í sviðsljósinu. Í síðasta mánuði var greint frá því að Karius hefði ekki fengið greidd laun í fjóra mánuði og að aðstoðar FIFA hefði verið leitað í málinu. Liverpool hefur reynt að styðja Karius í þessu ferli.
Í gær tilkynnti Karius svo á Instagram að hann væri hættur hjá Besiktas. Hann hafi reynt allt til að leysa málið og sýnt mikla þolinmæði, meira að segja lagt til að taka á sig launalækkun. En allt hafi komið fyrir ekki.
Ólíklegt verður að teljast að Karius eigi sér framtíð hjá Liverpool. Hann átti sína góðu leiki en er því miður aðallega minnst fyrir tvö klaufamörk sem hann fékk á sig í úrslitaleik meistaradeildarinnar 2018 gegn Real Madrid. Hann á enn tvö ár eftir af samningi sínum við Liverpool.
Gengið Kariusar hefur verið skrykkjótt hjá tyrkneska liðinu frá því hann kom þangað sumarið 2018. Hann hefur verið fastamaður í liðinu en atburðir utan vallar hafa varpað skugga á dvölina, einkum gagnrýni sem hann hefur fengið frá forsvarsmönnum félagsins sem hefur þótt undarleg. Stjóri Besiktas er einn þeirra sem hefur gagnrýnt hann og jafnvel gefið í skyn að hann myndi ekki velja hann í liðið fengi hann að ráða.
Undanfarna mánuði hafa deilur Kariusar um launagreiðslur verið meira í sviðsljósinu. Í síðasta mánuði var greint frá því að Karius hefði ekki fengið greidd laun í fjóra mánuði og að aðstoðar FIFA hefði verið leitað í málinu. Liverpool hefur reynt að styðja Karius í þessu ferli.
Í gær tilkynnti Karius svo á Instagram að hann væri hættur hjá Besiktas. Hann hafi reynt allt til að leysa málið og sýnt mikla þolinmæði, meira að segja lagt til að taka á sig launalækkun. En allt hafi komið fyrir ekki.
Ólíklegt verður að teljast að Karius eigi sér framtíð hjá Liverpool. Hann átti sína góðu leiki en er því miður aðallega minnst fyrir tvö klaufamörk sem hann fékk á sig í úrslitaleik meistaradeildarinnar 2018 gegn Real Madrid. Hann á enn tvö ár eftir af samningi sínum við Liverpool.
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Úr leik! -
| Sf. Gutt
Hlýrra uppi í stúku! -
| Sf. Gutt
Dregið í Deildarbikarnum -
| Sf. Gutt
Áfram í Deildarbikarnum -
| Mummi
Miðasala á Liverpool – Ipswich og Liverpool – West Ham -
| Mummi
Seinkun á jólagjöf -
| Sf. Gutt
Af samningamálum Trent Alexander-Arnold -
| Sf. Gutt
Jafntefli manni færri! -
| Sf. Gutt
Enn nær Mohamed Salah merkum áfanga! -
| Sf. Gutt
Sögulegur sigur!
Fréttageymslan