Marko Grujic

Fæðingardagur:
13. apríl 1996
Fæðingarstaður:
Belgrad
Fyrri félög:
Red Star Belgrad, FK Kolubara (lán)
Kaupverð:
£ 5100000
Byrjaði / keyptur:
06. janúar 2016

Grujic var fyrsti leikmaðurinn sem Jurgen Klopp keypti til liðsins en kaupin voru staðfest í janúar 2016.  Hann var svo lánaður áfram út það tímabil til liðsins sem hann var keyptur af, Rauðu Stjörnunni í Belgrad.

Hann hóf ferilinn í akademíu Rauðu Stjörnunnar og 17 ára að aldri spilaði hann sinn fyrsta leik fyrir aðallið félagsins gegn Vojvodina í maí 2013.  2014 var hann lánaður til FK Kolubara sem spila í næst efstu deild Serbíu og þar var hann í fjóra mánuði og öðlaðist dýrmæta reynslu.

Tímabilið 2014-15 var hann fastamaður í Rauðu Stjörnunni þegar liðið lenti í öðru sæti serbnesku deildarinnar.  Hann spilaði svo með U-20 ára landsliði Serbíu á heimsmeistaramóti U20 ára landsliða og var í lykilhlutverki þegar Serbar gerðu sér lítið fyrir og unnu mótið.

Tímabilið þar á eftir var nýr stjóri í brúnni hjá Rauðu Stjörnunni, Miodrag Bozovi að nafni og hann setti traust sitt á Grujic sem spilaði reglulega á miðjunni.  Þrátt fyrir ungan aldur sýndi Grujic mátt sinn og megin í líkamlegri baráttu á miðjunni þar sem hann stjórnaði oftar en ekki spilinu og liðið byrjaði gríðarlega vel í deildinni.  Það fór svo að liðið tryggði sér titilinn örugglega og Grujic sneri svo til æfinga með Liverpool í júlí 2016.

Tölfræðin fyrir Marko Grujic

Tímabil Deild Bikar Deildarbikar Evrópa Annað Alls
2016/2017 5 - 0 0 - 0 3 - 0 0 - 0 0 - 0 8 - 0
2017/2018 3 - 0 0 - 0 1 - 0 2 - 0 0 - 0 6 - 0
Samtals 8 - 0 0 - 0 4 - 0 2 - 0 0 - 0 14 - 0

Fréttir, greinar og annað um Marko Grujic

Fréttir

Í nærmynd

Skoða önnur tímabil