| Grétar Magnússon
TIL BAKA
Grujic tilnefndur til verðlauna
Fyrr í vikunni var tilkynnt um þá 40 leikmenn sem koma til greina sem Gulldrengur Evrópu eða eins og það heitir á ensku, 2016 Golden Boy award. Marko Grujic er í þeim hópi.
Verðlaunin eru veitt til leikmanns sem er 21 árs eða yngri og þykir hafa skarað framúr í evrópskri knattspyrnu á árinu, eins og áður sagði var gefinn út listi af 40 nöfnum sem koma til greina að þessu sinni.
Grujic var keyptur til félagsins í janúar á þessu ári en spilaði áfram með Rauðu Stjörnunni frá Belgrad út tímabilið þar sem hann varð meistari með liðinu í serbnesku deildinni, með fádæma yfirburðum. Á þessu tímabili hefur hann fengið nokkur tækifæri með aðalliðinu og spilaði sinn fyrsta leik í byrjunarliði gegn Derby County í deildarbikarnum í síðustu viku. Hann stóð sig einnig vel á undirbúningstímabilinu og skoraði þrjú mörk.
Það eru nokkrir blaðamenn virtra blaða í Evrópu sem velja leikmenn á listann en þeir koma frá The Times á Englandi, A Bola í Portúgal, L'Equipe í Frakklandi, Bild í Þýskalandi, Marca á Spáni, Corriere dello Sport-Stadio, La Gazzetta dello Sport og Tuttosport á Ítalíu.
Fleiri leikmenn frá Englandi eru á listanum en þar má meðal annars nefna Alex Iwobi hjá Arsenal og Ruben Loftus-Cheek hjá Chelsea.
Verðlaunin eru veitt til leikmanns sem er 21 árs eða yngri og þykir hafa skarað framúr í evrópskri knattspyrnu á árinu, eins og áður sagði var gefinn út listi af 40 nöfnum sem koma til greina að þessu sinni.
Grujic var keyptur til félagsins í janúar á þessu ári en spilaði áfram með Rauðu Stjörnunni frá Belgrad út tímabilið þar sem hann varð meistari með liðinu í serbnesku deildinni, með fádæma yfirburðum. Á þessu tímabili hefur hann fengið nokkur tækifæri með aðalliðinu og spilaði sinn fyrsta leik í byrjunarliði gegn Derby County í deildarbikarnum í síðustu viku. Hann stóð sig einnig vel á undirbúningstímabilinu og skoraði þrjú mörk.
Það eru nokkrir blaðamenn virtra blaða í Evrópu sem velja leikmenn á listann en þeir koma frá The Times á Englandi, A Bola í Portúgal, L'Equipe í Frakklandi, Bild í Þýskalandi, Marca á Spáni, Corriere dello Sport-Stadio, La Gazzetta dello Sport og Tuttosport á Ítalíu.
Fleiri leikmenn frá Englandi eru á listanum en þar má meðal annars nefna Alex Iwobi hjá Arsenal og Ruben Loftus-Cheek hjá Chelsea.
Nýlegar fréttir
-
| Heimir Eyvindarson
Ofurhetja í uppbótartíma -
| Heimir Eyvindarson
Nunez tryggði mikilvægan sigur á Brentford -
| Heimir Eyvindarson
Brentford-Liverpool -
| Sf. Gutt
Áfram með smjörið! -
| Sf. Gutt
Jafnglími! -
| Heimir Eyvindarson
Af hverju er okkur illa við Nottingham Forest? -
| Sf. Gutt
Fyrsta tapið! -
| Sf. Gutt
Darwin í banni -
| Sf. Gutt
Dregið í FA bikarnum -
| Sf. Gutt
Auðvelt áframhald!
Fréttageymslan