Abel Xavier
- Fæðingardagur:
- 30. nóvember 1972
- Fæðingarstaður:
- Mozambique
- Fyrri félög:
- Estrela Amadora, Benfica, Bari, Real Oviedo, PSV Eindhoven, Everton.
- Kaupverð:
- £ 750000
- Byrjaði / keyptur:
- 30. janúar 2002
- Upplýsingar á LFChistory.net
- Skoða
Ferill Abel Luis Xavier Silva Costa hefur verið skrautlegur í meira lagi. Hann virðist helst ekki stoppa lengur en tvö ár í hverju landi sem hann hefur leikið knattspyrnu sem eru nú orðin 5 talsins. Xavier er fyrstur Portúgala til að leika með Liverpool. Það eitt er merkilegt en eins og venjulega þegar leikmenn ferðast yfir Stanley Park vekur það ferðalag mesta athygli. Hann er einungis þriðji leikmaðurinn til að ganga til liðs við Liverpool frá Everton á eftir Dave Hickson og Nick Barmby.
Landsliðsferill hans hefur einnig verið harla óvenjulegur. Hann lék hvorki meira né minna en 21 sinni fyrir u-21 árs landsliðið áður en hann lék fyrsta A-landsleik sinn þegar hann var tvítugur. Hann lék þrjá landsleiki til viðbótar á árunum 1992 og 1993 en þá datt hann út myndinni. Fimmti landsleikur hans leit ekki dagsins ljós fyrr en fimm árum eftir að hann lék fjórða landsleik sinn! Hann hefur leikið reglulega fyrir landsliðið síðan og aflað sér dýmætrar reynslu á helstu stórmótum. Hann komst í undanúrslit Evrópukeppni landsliða árið 2000 en var svo óheppinn að handleika boltann innan vítateigs og Zinedine Zidane tryggði Frökkum sæti í úrslitum. Kröftug mótmæli hans urðu til þess að hann þurfti að afplána sex mánaða landsleikjabann.
Það er alltaf gott að byrja vel með nýju félagi og líklega getur byrjun ekki verið betri en að skora mark. Hvað þá ef nýherjinn er varnarmaður. Abel lék 49 leiki fyrir Everton og komst ekki á blað en þegar aðeins 16 mínútur voru liðnar af ferli hans með Liverpool 9. febrúar sl. þá skráði hann nafn sitt í sögubækur gegn Ipswich. Hann varð 75. leikmaðurinn hjá Liverpool sem hefur skorað í fyrsta leik sínum fyrir Liverpool. Sem varnarmaður hefur Abel þó nokkra sérstöðu á listanum. Hann varð fyrstur varnarmanna til að skora í sínum fyrsta leik frá því vinstri bakvörðurinn Alec Lindsay skoraði í Evrópuleik gegn Dundalk þann 16. september 1969.
Tölfræðin fyrir Abel Xavier
Tímabil | Deild | Bikar | Deildarbikar | Evrópa | Annað | Alls |
---|---|---|---|---|---|---|
2001/2002 | 10 - 1 | 0 - 0 | 0 - 0 | 5 - 1 | 0 - 0 | 15 - 2 |
2002/2003 | 4 - 0 | 0 - 0 | 1 - 0 | 0 - 0 | 1 - 0 | 6 - 0 |
Samtals | 14 - 1 | 0 - 0 | 1 - 0 | 5 - 1 | 1 - 0 | 21 - 2 |
Fréttir, greinar og annað um Abel Xavier
Fréttir
-
| Sf. Gutt
Abel snýr aftur -
| Sf. Gutt
Samningi rift -
| Sf. Gutt
Abel dæmdur í átján mánaða bann -
| Sf. Gutt
Abel í vanda staddur