Abel snýr aftur
Abel Xavier, fyrrum leikmaður Liverpool, er búinn að sitja sína refsingu af sér og er nú mættur aftur til leiks. Eins og allir muna þá var Abel dæmdur í keppnisbann, fyrir rúmu ári, eftir að hann féll á lyfjaprófi. Abel hélt ætíð sakleysi sínu fram en mátti þó sætta sig við bannið. Bannið markaði ákveðinn tímamót því Abel varð fyrstur leikmanna í ensku Úrvalsdeildinni til að gerast sekur um notkun á lyfjum sem eiga að auka þrótt og þrek. Fram að því höfðu leikmenn úr fyrrnefndri deild aðeins verið dæmdir í keppnisbann fyrir notkun á eiturlyfjum
Portúgalinn var á mála hjá Middlesbrough þegar hann lenti í banninu. Þar á bæ héldu menn tryggð við hann og Abel hóf að leika með liðinu á nýjan leik þegar hann var laus úr banninu fyrir nokkrum vikum. Abel hefur staðið sig vel eftir endurkomuna og hann hefur einu sinni verið valinn í lið vikunnar hjá BBC.
-
| Sf. Gutt
Öruggur sigur! -
| Sf. Gutt
Steven Gerrard hættur í Sádi Arabíu -
| Sf. Gutt
Af lánsmönnum -
| Sf. Gutt
Léttur sigur! -
| Heimir Eyvindarson
Mætum við Henderson í Meistaradeildinni? -
| Heimir Eyvindarson
Bajcetic til Las Palmas -
| Heimir Eyvindarson
Nallo sló 27 ára gamalt met Michael Owen -
| Heimir Eyvindarson
Fyrsta tapið í Meistaradeildinni -
| Heimir Eyvindarson
Allskonar til að gleðjast yfir -
| Sf. Gutt
Níu skildir eftir heima