| Sf. Gutt

Mark spáir í spilin

Hugleiðing þýðanda: Nýtt ár hefur gengið í garð og það er komið að 3. umferð F.A. bikarkeppninnar einsog hefðin segir til um á þessum árstíma. Í annað sinn á tveimur leiktíðum hefur Liverpool dregist á útivelli gegn Luton Town. Síðast var viðureign liðanna upphafið að sigri Liverpool í keppninni. Ekki væri ónýtt að það sama yrði uppi á teningnum þetta árið.

Þegar liðin mættust í janúar 2006 var Luton í næst efstu deild og liðið lofaði góðu. Nú tveimur árum síðar er liðið deild neðar og meðal neðstu liða þar. Allt hefur farið á verri veg síðustu tvö árin. Félagið á nú vart til hnífs og skeiðar. Þessi bikardráttur var sannkallaður happafengur og peningarnir munu hjálpa mikið upp á sakirnar fjárhagslega. Vonandi mun þó liðið ekki fá fleiri bikarleiki á þessari leiktíð. Eftir hroðalega niðurstöðu í síðasta deildarleik og brottfall úr Deildarbikarnum fyrir jólin þá hefur þessi leikur fengið enn meira vægi. Það verður erfitt að ná efstu liðunum í deildinni og sigur í þessum leik myndi færa Liverpool möguleika á sigri í F.A. bikarnum. Sigur í þeirri keppni kæmi sér aldeilis vel fyrir Rafael Benítez!

Luton Town v Liverpool

Frá því 10 stig voru tekin af Luton hefur liðið náð nokkrum frábærum úrslitum. Liðið náði meira að segja nýlega jafntefli við Bristol City eftir að þrír leikmenn liðsins voru reknir af leikvelli!

Þessi lið mættust í eftirminnilegum bikarleik fyrir nokkrum árum en Luton var með miklu betra lið þá og Liverpool á eftir að reynast of sterkt í þetta sinnið.

Úrskurður:  Luton Town v Liverpool. 0:2.

Fyrri rimmur í F.A. bikarnum.

31. janúar 1920, 2. umferð. Luton Town 0-2 Liverpool.
07. janúar 1939, 3. umferð. Liverpool 3-0 Luton Town.
11. janúar 1987, 3. umferð. Luton Town 0-0 Liverpool. Verra gat það varla verið. Liverpool þurfti að leika á hinum illræmda plastgervigrasvelli! Hvergi verr líkaði leikmönnum Liverpool að spila. 
26. janúar 1987, aukaleikur. Liverpool 0-0 Luton. Eftir framlengingu. Liverpool átti leikinn með húð og hári en ótölulegur fjöldi dauðafæra fór forgörðum.  
28. janúar 1987, annar aukaleikur. Luton Town 3-0 Liverpool. Mike Newell, fyrrum uppeldissonur Liverpool, skoraði eitt marka Luton.
08. janúar 2006, 3. umferð. Luton Town 3-5 Liverpool. teven Gerrard kom Liverpool yfir senmma leiks en heimamenn sneru blaðinu heldur betur við með því að komast í 3:1. Leikmenn Liverpool rönkuðu þó við sér áður en allt var komið í þrot. Þeir Xabi Alonso og Flornet Sinama Pongolle skoruðu tvívegis og Liverpool vann magnaðan sigur. Síðasta mark leiksins fór beint í annála en þá skoraði Xabi Alonso frá eigin vallarhelmingi.

 

TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan