Úrslitaleikur á Anfield í kvöld. PSG koma dýrvitlausir til leiks.
Úrslitaleikur á Anfield í kvöld. PSG koma dýrvitlausir til leiks, eftir að hafa verið rændir sigri á Parc Des Princes í fyrri leiknum. Luis Enrique, þjálfari PSG, segir að liðið sem kemst áfram í kvöld muni fara alla leið í úrslitaleikinn. Slík séu gæði þessara tveggja liða.
Það má vel taka undir það með Enrique, en við Liverpool stuðningsmenn erum svo uppteknir við að anda rólega og byggja ekki upp skýjaborgir að við þorum ekki að velta svona hlutum fyrir okkur. En það verður allavega hörkuleikur á Anfield í kvöld. Alvöru Evrópukvöld.
Arne Slot og Diogo Jota sátu fyrir svörum á blaðamannafundi í París í gær. Þeir hrósuðu PSG liðinu í hástert, sögðust ekki hafa mætt liði sem spilaði af jafn miklum ákafa og gæðum í allan vetur. Þá var Jota minntur á að nú væru fjögur ár liðin frá því að hann skoraði í Meistaradeildinni. Hann tók því af auðmýkt og sagðist vera óðum að nálgast sitt besta form. Það sem mestu máli skipti væri að Liverpool kæmist áfram, hvort hann skoraði væri aukaatriði.
Slot fór sömuleiðis fögrum orðum um kollega sinn hjá PSG, Luis Enrique. Enrique væri búinn að byggja upp frábærlega hæfileikaríkt og vinnusamt lið sem væri virkilega erfitt að spila gegn.
Aðspurður hvort hann væri sammála Enrique, að liðið sem færi áfram í kvöld færi alla leið í úrslitaleikinn var Slot ekki eins afdráttarlaus og Enrique, en hann sagði að bæði lið væru vissulega nógu góð til að fara alla leið. Það hefðu þau sýnt aftur og aftur í vetur.
Cody Gapko er farinn að æfa með liðinu og er með í París, hvort hann tekur þátt í leiknum er ekki alveg eins víst, Slot gaf í skyn að hann myndi byrja á bekknum.
Ég þori ekki að spá, en ég á von á alvöru Evrópukvöldi á Anfield. Vonandi gefur stemningin okkur nægilegan aukakraft til að komast áfram í 8 liða úrslitin. Þar mætum við annað hvort Aston Villa eða Club Brugge.
YNWA!
-
| Sf. Gutt
Niðurtalning - 3. kapítuli -
| Mummi
Liverpool páskaegg -
| Sf. Gutt
Liverpool leikur aftur í Adidas! -
| Sf. Gutt
Niðurtalning - 2. kapítuli -
| Sf. Gutt
Niðurtalningin er hafin - 1. kapítuli -
| Sf. Gutt
Líklega leikur lífs míns! -
| Heimir Eyvindarson
Meistaraheppni í París? -
| Heimir Eyvindarson
Risaleikur í París í kvöld -
| Heimir Eyvindarson
Gapko ekki með á æfingu í dag -
| Heimir Eyvindarson
Virgil Van Dijk vill að leikmenn fari ekki fram úr sér. Nú sé að duga eða drepast