Niðurtalningin er hafin - 1. kapítuli

Á sunnudaginn kemur mætir Liverpool Newcastle United í úrslitaleik Deildarbikarins á Wembley í London höfuðborg Englands. Það hefur flest gengið upp hjá Liverpool á þessu keppnistímabili og liðið er í baráttu á þremur vígstöðvum. Nú gefst tækifæri til að bæta við afrekaskrá félagsins og verja Deildarbikarinn sem vannst á síðustu leiktíð. Það er því mikil spenna í loftinu í Liverpool og hjá stuðningsmönnum liðsins okkar hvar sem þeir eru til sjós og lands.
Til að magna spennuna, hefst í dag, niðurtalning fyrir úrslitaleikinn á liverpool.is. Í niðurtalningunni verður margt til fróðleiks um keppnina og árangur Liverpool í henni svo eitthvað sé nefnt.
+ Deildarbikarinn fór af stað leiktíðina 1960-61. Þáverandi ritari Enska knattspyrnusambandsins Alan Hardaker var hugmyndasmiðurinn að keppninni.
+ Þetta er eina keppnin sem öll 92 deildarliðin í ensku atvinnumannadeildunum fjórum hafa eingöngu aðgang að. Utandeildarlið hafa ekki þátttökurétt eins og í F.A. bikarnum.
+ Sigurvegarinn í Deildarbikarnum vinnur sér inn sæti í Evrópudeildinni.
+ Úrslitaleikurinn á sunnudaginn verður sá 65. í röðinni.
+ Eftirtalin lið hafa unnið Deildarbikarinn frá upphafi keppninnar.
Ellefu sinnum: Liverpool.
Átta sinnum: Manchester City.
Sex sinnum: Manchester United.
Fimm sinnum: Aston Villa og Chelsea.
Fjórum sinnum: Nottingham Forest og Tottenham Hotspur.
Þrisvar sinnum: Leicester City.
Tvisvar sinnum: Arsenal, Birmingham City, Norwich City og Wolverhampton Wanderes.
Einu sinni: Blackburn Rovers, Leeds United, Luton Town, Middlesborough, Oxford United, Q.P.R, Sheffield Wednesday, Stoke City, Swansea City, Swindon Town og W.B.A.
+ Fyrsti leikur Liverpool í keppninni var 19. október 1960. Liverpool gerði þá 1:1 jafntefli við Luton Town á Anfield Road. Tom Leishman skoraði fyrsta mark Liverpool í keppninni. Liverpool vann seinni leikinn 5:2 í Luton. Kevin Lewis 2, Roger Hunt 2 og Dave Hickson skoruðu mörkin.
+ Liverpool keppti ekki í Deildarbikarnum aftur fyrr en leiktíðina 1967/68. Þá var farið að leika til úrslita á Wembley og varð það til þess að meiri áhugi skapaðist fyrir keppninni. Áður hafði verið leikið til úrslita með því að leika tvo leiki heima og að heiman.
-
| Sf. Gutt
Niðurtalning - 3. kapítuli -
| Mummi
Liverpool páskaegg -
| Heimir Eyvindarson
Úrslitaleikur á Anfield í kvöld. PSG koma dýrvitlausir til leiks. -
| Sf. Gutt
Liverpool leikur aftur í Adidas! -
| Sf. Gutt
Niðurtalning - 2. kapítuli -
| Sf. Gutt
Líklega leikur lífs míns! -
| Heimir Eyvindarson
Meistaraheppni í París? -
| Heimir Eyvindarson
Risaleikur í París í kvöld -
| Heimir Eyvindarson
Gapko ekki með á æfingu í dag -
| Heimir Eyvindarson
Virgil Van Dijk vill að leikmenn fari ekki fram úr sér. Nú sé að duga eða drepast