Jafnt á Spáni
Liverpool gerði þriðja jafntefli sitt í röð þegar það lék við Villarreal á Spáni. Robbie Keane lék sinn fyrsta leik með Liverpool. Mesta stemmningin fylgdi nýkrýndum Evrópumeisturum beggja liða en fyrir leikinn hömpuðu Fernando Torres, Xabi Alonso, Alvaro Arbeloa, Jose Reina og þrír Evrópumeistarar úr liði heimamanna Evrópubikarnum. Var köppunum fagnað sem þjóðhetjum sem þeir og eru!
Stuðningsmenn Liverpool höfðu mestan áhuga á að sjá nýja manninn Robbie Keane og Rafael Benítez stillti honum upp í byrjunarliðinu. Robbie var mikið á ferðinni og átti nokkrar góðar rispur. Steven Gerrard kom inn í liðið eftir að hafa misst af tveimur síðustu leikjum vegna meiðsla. Villarreal, sem var í öðru sæti í spænsku deildinni á síðustu leiktíð, fékk bestu færin í fyrri hálfleik og Diego Cavalieri varði tvívegis vel. Hættulegasta færið átti Ariel Ibagaza á 42. mínútu en skot hans fór í stöng. Cani fékk frákastið og virtist mundu skora en hinn ungi Stephen Darby bjargaði frábærlega með því að komast fyrir skotið. Frakkinn David Ngog lék líka sinn fyrsta leik með Liverpool. Hann átti besta færi Liverpool í fyrri hálfleik en markmaður heimamanna varði laust skot hans auðveldlega undir lok hálfleiksins.
Rafael gerði nokkrar breytingar í hálfleik eins og hann er vanur. Heimamenn voru sterkari lengst af í síðari hálfleik og Diego Cavalieri varði vel frá Gonzalo. Ungverjinn Krisztian Nemeth kom inn á í fyrsta sinn með aðalliðinu og var sprækur. Þegar tuttugu mínútur voru eftir fengu unglingarnir Daniel Pacheco og Krisztian færi með stuttu millibili en hvorugur hitti markið. Krisztian skipti svo við þjóðhetjuna Fernando Torres. Alvaro og Xabi fengu líka höfðinglegar móttökur þegar þeir komu til leiks. Allir létu til sín taka. Xabi átti fast skot úr aukaspyrnu en markmaður heimamanna varði vel. Jose Reina, sem eignaðist annað barn sitt snemma í morgun, kom inn sem varamaður á 80. mínútu. Kappinn dreif sig til Spánar eftir fæðinguna og hann hefði örugglega ekki viljað missa af frábærum viðtökum áhorfenda á El Madrigal. Áhorfendur risu á fætur og fögnuðu honum þegar hann kom til leiks. Jose hélt hreinu og annað markalausa jafntefli Liverpool í röð varð staðreynd.
Liverpool: Cavalieri (Reina, 81. mín), Darby (Finnan, 46. mín., Arbeloa, 71. mín.), Hyypia (Carragher, 46. mín.), Skrtel (Agger, 46. mín.), Dossena (Insua, 46. mín.), Benayoun (Pennant, 46. mín.), Gerrard (Spearing, 46. mín.), Plessis (Alonso, 71. mín.), Ngog (Kuyt, 46. mín.), Voronin (Pacheco, 46. mín.), Keane (Nemeth, 46. mín., Torres, 71. mín.).
Maður leiksins samkvæmt Liverpoolfc.tv: Stephen Darby.
Álit Rafael Benítez: Aðaltilgangurinn hér í kvöld var að auka úthald liðsins og ég held að það hafi tekist. Það var jákvætt að sjá Robbie með strákunum úti á vellinum. Robbie lagði hart að sér og vildi láta til sín taka. Hann átti sinn þátt í nokkrum góðum sóknum og sýndi hvað í honum býr.
Hér eru myndir úr leiknum af Liverpoolfc.tv.
Helsta heimild: Liverpoolfc.tv.
-
| Sf. Gutt
Vopnahlésdagurinn -
| Sf. Gutt
Mikil jákvæðni hjá félaginu -
| Sf. Gutt
Alisson farinn að æfa -
| Sf. Gutt
Landsleikjafréttir -
| Sf. Gutt
Harvey farinn að æfa -
| Sf. Gutt
Ungliðar lánaðir -
| Sf. Gutt
Virgil fékk frí -
| Sf. Gutt
Landsleikjafréttir -
| Sf. Gutt
Georginio Wijnaldum fer víða -
| Sf. Gutt
Tveir uppaldir í enska landsliðinu