Andrúmsloftið enn gott
Albert Riera segir að þrátt fyrir enn eitt jafnteflið á heimavelli síðastliðið mánudagskvöld séu andrúmsloftið í búningsklefanum enn mjög gott. Liðið er nú með jafn mörg stig og Manchester United á toppi deildarinnar en United eiga leik til góða og eru með betra markahlutfall.
16 leikir eru eftir í deildinni og margir eru nú þegar farnir að horfa til leiksins við United á Old Trafford í mars, Riera segir að það eigi mikið eftir að gerast í baráttunni um titilinn.
Hann sagði: ,,Jafntefli eru vonbrigði fyrir Liverpool en við verðum að halda áfram því það eru margir leikir eftir. Sigurviljinn er enn til staðar í búningsherberginu og jafntefli gegn Everton heima eru ekki bestu úrslitin því við viljum vinna alla leiki."
,,Við höfum verið að verjast föstum leikatriðum vel og við fáum venjulega ekki á okkur mörk undir lok leikja. Ég vil ekki tala of mikið um heppni liða í fótbolta, en sem stendur eru Manchester United að skora mörk á lokamínútunum og við fengum á okkur mark á lokamínútunum."
,,Við erum engu að síður ennþá með jafnmörg stig og United og þið getið verið viss um að við munum halda áfram að berjast við þá. Við þurfum að vera jákvæðir. Annaðhvort er hægt að segja að við höfum tapað tveim stigum, eða þá að við höfum fengið eitt stig í erfiðu kapphlaupi."
,,Við eigum fljótlega leiki við okkar helstu keppinauta, við verðum því að halda áfram að berjast vegna þess að þetta er ekki búið. Við höfum fulla trú á því að við getum gert það."
Leikmenn eru nú farnir að einbeita sér að seinni leiknum við Everton sem fer fram á sunnudaginn í FA Bikarnum.
Riera bætti við: ,,Leikurinn á sunnudaginn er alveg jafn mikilvægur. Þetta er nágrannaslagur og því ávallt stórleikur. Þetta verður jafnt. Þetta er ekki deildarleikur, en við búumst við því að þetta verði svipaður leikur. Við viljum vinna vegna þess að við viljum vinna FA bikarinn."
-
| Sf. Gutt
Áramótakveðjur! -
| Sf. Gutt
Verðum að skrifa okkar eigin sögu! -
| Sf. Gutt
Í minningu -
| Sf. Gutt
Jólahugleiðing Arne Slot -
| Sf. Gutt
Gleðileg jól! -
| Sf. Gutt
Af samningamálum Virgil van Dijk -
| Sf. Gutt
Úr leik! -
| Sf. Gutt
Hlýrra uppi í stúku! -
| Sf. Gutt
Dregið í Deildarbikarnum -
| Sf. Gutt
Áfram í Deildarbikarnum