Steven tilbúinn í slaginn þrátt fyrir allt
Steven Gerrard hélt á Melwood, æfingasvæði Liverpool, strax eftir að réttarhaldinu lauk og hóf æfingar. Fyrir dyrum stendur stórleikur Liverpool og Everton í 4. umferð F.A. bikarsins á sunnudaginn.
Rafael Benítez segir að fyrirliðinn sé einbeittur og tilbúinn í slaginn þrátt fyrir að eiga eftir að vita hvaða dilk, ákæra vegna atviks á skemmtilstað í lok desember, á eftir að draga á eftir sér.
"Hugarfar Steven er í besta lagi. Hann hefur frá því þetta gerðist sýnt ábyrgð sína gagnvart stuðningsmönnum félagsins og félaginu sjálfu. Hann er mikill fagmaður og hefur sýnt að hann getur einbeitt sér að sínum verkum. Hann veit líka að hann á allan okkar stuðning vísan."
Steven hefur leikið þrjá leiki frá því atvikið á skemmtistaðnum átti sér stað. Í þeim leikjum hefur Steven leikið mjög vel og verið einn besti maður Liverpool. Steven skoraði gegn Everton á mánudagskvöldið og lék mjög vel. Hann lagði upp mark fyrir Fernando Torres í 2:0 bikarsigri gegn Preston. Í markalausum deildarleik gegn Stoke átti hann tvö skot í tréverkið á lokakafla leiksins. Það er því ekki að sjá að atvikið óheppilega hafi dregið úr kappi og krafti Steven Gerrard. Hann er þó ekki enn laus úr málavefstrinu en vonandi heldur hann sínu striki innan vallar.
-
| Sf. Gutt
Niðurtalning - 3. kapítuli -
| Mummi
Liverpool páskaegg -
| Heimir Eyvindarson
Úrslitaleikur á Anfield í kvöld. PSG koma dýrvitlausir til leiks. -
| Sf. Gutt
Liverpool leikur aftur í Adidas! -
| Sf. Gutt
Niðurtalning - 2. kapítuli -
| Sf. Gutt
Niðurtalningin er hafin - 1. kapítuli -
| Sf. Gutt
Líklega leikur lífs míns! -
| Heimir Eyvindarson
Meistaraheppni í París? -
| Heimir Eyvindarson
Risaleikur í París í kvöld -
| Heimir Eyvindarson
Gapko ekki með á æfingu í dag