Sami vill betri leik Liverpool
Sami Hyypia gat verið sáttur við sinn leik á mánudagskvöldið gegn Everton en hann var langt frá því sáttur við leik Liverpool. Hann vill bætingu hjá liðinu sínu í dag þegar liðin mætast á nýjan leik.
"Vonandi getum við spilað eins og við eigum að okkur í þessum leik með því leika boltanum betur á milli okkar og skapa fleiri færi. Við vorum vonsviknir með að fá á okkur mark seint í fyrri leiknum og það voru mikil vonbrigði hjá mörgum í búningsherberginu eftir leikinn. Þetta var venjulegur derby leikur ef tekið er mið af mörgum návígjum og mislukkuðum sendingum. Ég vonast til þess að við bætum leik okkar í seinni leiknum."
Sami telur Liverpool eiga von á svipuðum leik frá Everton og á mánudagskvöldið.
"Ég held að Everton komi til leiks með svipaða leikaðferð og síðast. Þeir berjast af krafti, reyna að gefa okkur lítið svæði og eru hættulegir úr föstum leikatriðum. Við vorum gramir yfir því hversu oft við gáfum þeim færi á okkur á hættulegum svæðum á mánudagskvöldið. Við brutum of oft af okkur og það kostaði okkur sigur."
Sami hefur sagt af áhuga sínum á að komast á Wembley. Hann vann F.A. bikarinn árin 2001 og 2006. Hann fær ekki tækifæri á þriðja bikarmeistaratitlinum á Wembley í vor nema Liverpool vinni Everton í dag!
-
| Sf. Gutt
Áramótakveðjur! -
| Sf. Gutt
Verðum að skrifa okkar eigin sögu! -
| Sf. Gutt
Í minningu -
| Sf. Gutt
Jólahugleiðing Arne Slot -
| Sf. Gutt
Gleðileg jól! -
| Sf. Gutt
Af samningamálum Virgil van Dijk -
| Sf. Gutt
Úr leik! -
| Sf. Gutt
Hlýrra uppi í stúku! -
| Sf. Gutt
Dregið í Deildarbikarnum -
| Sf. Gutt
Áfram í Deildarbikarnum